Dagsbrún


Dagsbrún - 26.09.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 26.09.1916, Blaðsíða 2
110 D A G S B R Ú'N nefndin hefði stungið upp á J. M. og K. Z. sem þingmanna- efnum og gaf þeim sín bestu meðmæli. En hann gat ekki með einu orði um tillögu minni hlutans. En P. Zóphoníasson varð þá til þess. Þá stakk H. Hafstein upp á því að gera bræðing við »langsum« ogláta þá vera saman Svein Björns- son og Jón Magnússon. En sú tillaga fekk ekkert atkvæði, ekki einu sinni frá H. H. sjálf- um. Jón Þorláksson taldi Svein svo sneiddan heillum og fylgi, að meira væri tjón en gagn að því, að innbyrða hann, og að endingu kvað hann hafa sagt, að þessi tillaga væri borin upp fyrir siðasakir (líklega af kurt- eisi við Svein og Hannes?). Að því búnu fóru fram frjálsar kosningar um þá, er félags- menn kynnu að hafa augastað á. Úrslitin urðu þau, að Jón Magnússon fekk 50 atkvæði, L. H. B. 33, Jón Þorláksson 18 og K. Z. 15. En er lesin voru upp atkvæðin, var sem drægi upp svarta úrhellisbliku í glaða sólskini. Urðu þeir »Fram«- höfðingjarnir sumir allsvartir ásýndum, er þeir sáu að launráð sín ætluðu að engu^að verða, því L. H. B. hafði fengið ótví- ræðan meirihluta, því að alls töldust atkvæðin 58. Brá þeim einna mest, Hannesi Hafstein, Eggert Claesen, Þorst. Gíslasyni og þó einkum Jóni landsverk- fræðingi. Varð hann furðulega reiður, og lýsti því yfir, að sín- um störfum fyrir fjelagið væri lokið hér í bráð, og kvaddi varaform. Odd Hermannsson til að stýra »Fram«-fundi þeim er ákveðinn hafði verið daginn eftir, til þess að leggja í orði kveðnu smiðshöggið á gerðir undirbúningsnefndarinnar. Yaraform. beiddist undan þvi, en Jón Þorláksson kvað að svo yrði að vera, þar sem hann kæmi þar ekki. En Jón Þorláksson er eins og hver önnur manneskja, þó að hann eigi að verða ráðherra að sumri, að hann getur bæði hlaupið á sig og séð sig um hönd, því að næsta kvöld var hann einn af hinum fyrstu til að koma á fundinn og settist þegar í sæti fundarstjóra, svo sem ekkert hefði í skorist, Fundurinn hafði verið óvana- lega slælega boðaður, nema til nánustu klíku-vina J. Þ., sem var vandlega smalað. Jón Þor- láksson gat þess þegar, að und- irbúningsnefndin hefði stungið upp á J. M. og K. Z., en forð- aðist að nefna álit minni hlut- ans og enn síður að hann mintist á fundinn kvÖldið áður, Tryggi Gunnarsson stóð þá upp og mælti gegn báðum þing- mannaefnunum, og kvað hvor- ugan eiga að hafa tíma til þingsetu og síst K. Z. Lauk hann máli sínu með því að stinga upp á Eggert Claessen í stað K. Z. Var sú tillaga bor- in undir atkvæði, en að eins voru það 3 eða 4 af fundar- mönnum, sem var um það gefið, að taka hið háa C. Er haldið, að mönnum hafi þótt það strembið og steinolíubragð að uppástungunni. En þá sýndi Jón Þorláksson ráðsnild sina og bar þá J. M. og K. Z. báða í einu undir atkvæði fundarins, og heimtaði atkvæðagreiðslu þegar í stað, með handaupp- réttingum. Stóðu þá 32 hendur með Jóni Magnússyni og K. Zimsen, en 20 á móti. All- margir sátu hjá og greiddu ekki atkvæði, því að þeim þóttu aðfarirnar lítið drengilegar, sem von var. Gekk þetta alt með járnbrautarhraða, svo að fund- armenn fengu varla áttað sig á, hvað var að gerast. En rétt í þessum svifum gengu fylgis- menn Lárusar allir af fundi. Tveir »Fram«-menn urðu til þess að víta gerræði J. Þor- lákssonar, þau Briet Bjarnhéð- insd. og Pétur Zóphoniasson. Jón svaraði frúnni í angurblíð- um róm, að hann vonaðist eftir því, að þar sem hún hefði skamma stund verið í félaginu, færi hún ekki að spilla friði. En P. Z. gaf verkfræðingurinn óhýrt auga og minti hann á, að eigi færi vel á því að þeir, sem ynnu fyrir félagið (fyrir borgun, við atkvæðasmölun?), færu að gera sundrung í fé- laginu. P. Z. vildi fresta mál- inu, en það þorðu formenn ekki, allra síst ef ske kynni, að kosningasvik þeirra við landlækni hefðu tekist svo, að hann kæmist ekki að við lands- kjörið, svo að hann kæmi til greina sem frambjóðandi fyrir Reykjavík. Eftir þetta fóru vinir og fylgismenn verkfræðingsins með bæjarfógetann í broddi, að bera ilmandi smyrsl og græðilyf í sárin á mönnum L. H. B., þeim, er þiggja vildu lækninguna. Gengu sumir þeirra lengi með votar varir, og létu síðan skrásetja sig allra- þegnsamlegast. Eftir einum þeirra, sem þó er annálaður kraftamaður, er þeíta haft, er hann hafði undirskrifað: »Við getum ekkert á móti þeim háu«. Mælt er samt að einn viðstaddur vinur J. Þ. og venslamaður bæjarfógetans, hafi fundið mik- ið að öllu þessu háttalagi, þótt það næsta svívirðilegt, og spáð því, að J. Þ. mundi eyðileggja sjálfan sig og »Fram« með slíkum aðförum. Jón Þorláksson hefir því einn ráðið tilneíningu J. M. og K. Z. sem nú eru svo nefnd »þingmannsefni Heimastjórnar- manna«. Svona er lýðfrelsinu háttað í flokkinum þeim. Kunmigur. Á mánudaginn var. voru ívœr góðar greinar í sama Vísishlaðinu, »Mentun« hét önnur, hin var um lands- kosningarnar. Um járnbrautir heitir bæklingur eftir Björn Kristjánsson bankastjóra, sem nýtega er kominn út, og ættu bæði þeir, sem járnbraut eru hlyntir, og hinir, sem ekki eru það, að lesa hann. Því hvorir tveggja ættu að geta verið sam- ' dóma niðurlagsorðum höf. um að slík mál, sem járnbrautar- málið svo kallaða, megi ekki með nokkru móti vera háð tilfinn- ingum einum, né eiginhags- munum einstakra manna. Sérlega eftirtektarverður er í bæklingi þessum samanburður á því hvað þýski landsverkfræð- ingurinn Georg Osthoíf segir að járnbrautir kosti í Þýska- landi, og á hvað islenski lands- verkfræðingurinn Jón Þorláks- son áætlar að járnbraut kosti úr Reykjavík, austur yfi.r lieiði. Skýrsla hins þýska verkfræðings segir að á Þýskalandi kosti hver í'öst (km.) af stikubreiðri (1 met.) járnbraut: Á sléttlendi... .. 32 þús. kr. - hólóttu landi... 47 — — í fjallendi...... 120 — — En íslenski verkfræðingurinn áætlar kostnaðinn við jafnlang- an og breiðan brautarstúf á ís- landi aðeins 27 þús. kr.*) Það er vert að taka eftir þessum útreikningi' Þrátt fyrir það þó islenska járnbrautar- svæðið sé líklegast mitt á milli þess sem þýski verkfræðingur- inn kallar »hólótt« og þess sem hann nefnir »fjalllendi« þá reiknar hr. Jón Þorláksson þó að járnbraut hér verði 20 þús. ódýrari en járnbraut á hólóttu landi í Þýskalandi. Já meira að segja, hann áætlar brautina 5 þús. kr. ódýrari hér yfir fjall- lendi, en brautin er á sléttlendi á Þýskalandi. Auðvitað verður sumt ódýrara hér en þar, t. d. þarf brautin hér eðlilega óvand- aðri brautarstöðvar og langtum minna af vögnum og eimreið- um, þar er hann áætlar, að það sem brautin hér flytji, verði aðeins fertugasti partur af því sem brautir flytja í Þýskalandi. (í Þýskalandi fluttu járnbraut- irnar að meðaltali árið 1906 fólk og farangur fyrir 41,788 kr. fyrir hverja röst, en Jón Þor- láksson gerir ráð fyrir að braut- in hér muni flyrstu árin flytja fyrir aðeins 1375 kr. fyrir hverja röst — og heldur B. Kr. því þó fram, og að því er virðist mjög sennilega, að Jón reikni tekjurnar of háar). Aðjárnbaut verði ekki ódýrari hér vegna ódýrari vinnukrafts, sést á skýrslu yfir vinnukaup við járn- brautarlagningu í Þýskalandi, sem er í bæklingnum. — Þegar borið er saman hvað járnbrautir kosti kér og i Þýskalandi verður að taka tillit til hversu mjög dýrara vagnar, leinar, teina- þvertré, og annað sem við verð- *) 1 hvorugum þessum útreikningi er meðtalinn sími, jarðgöng, stórbrýr, landkaup né rentur. um að fá frá útlöndum verður hingað komið, heldur enþað er í Þýskalandi. Yfirleitt er áætlun hr. Jóns Þorlákssonar — borin saman við hvað járnbrautir kosta í Þýskalandi — svo hlægi- lega lá, að það er alls ekki und- arlegt að margir fylgismenn járnbrautarinnar séu honum stórreiðir og segi, að hann liafi með þessu stórspilt fyrir mál- inu. Margir halda vafalaust að þesst áætlun hr. Jóns Þorláks- sonar sé gerð móti betri vitund, en það er efalaust rangt, hann hefur ekki vitað betur. Benda á það ýms atriði í áætluninni t. d. það, sem maður veit, að hann veit, sem sé, hver sé kostnaður til verkfræðinga við undirbúningu og lagningu brautarinnar. Kostnað þennan áætlar hann sem sé 248 kr, meiri við hverja röst en þýska áætlunin gerir ráð fyrir á hól- óttu landi á Þýskalandil Löngum spaugsamur. Löngum er hann spaugsam- ur hann Þorsteinn Gíslason, ritstjóri »Lögréttu«. í síðasta tbl. Heimastjórnarmálgagnsins lætur hann skilja á sér, að breytingarnar hefðu verið meiri á atkvæðum C-listans, ef list- inn hefði komið manni að! Ennfremur segir hann að það sé eðlilegt, að mestar breytingar hafi verið gerðar á A-listanum, af því hann hafi fengið flest atkvæðinl Þegar maður les þetta í Lögr. dettur manni ósjálfrátt í hug hvers vegna hr. Þ. Gíslason hafi ekki aðallega lagt fyrir sig stærðfræði, því vafalaust gæti hann leyst þá gátu, hvort sé hærra, Keilir eða hvellurinn úr 42 cm. fallbyssu. En ritstjóri Lögréttu þykist ekki hafa gert nóg »grín« með lesendur blaðsins með því tvennu, sem talið er hér, held- ur bætir hann því við, að lögin œtlist til þess, að breytt sé um röð á listunum. Því segir hann ekki hreint og beint að lögin ætlist til þess að bannvinir séu strikaðir út? En langbezta »grínið« er þó það, að Lögrétta er enn þá með það, að það hefði verið betra fyrir verkamenn að kjósa A-listann, heldur en að hafa sérstakan lista, af því Pétur hafi verið sá sjöundi á honuml Reykjavíkur-pistill. »Hver djöfullinn«, sagði mað- urinn, sem ég rak hausinn í bringuna á í gærkvöld, á horn- inu á Austurstræti og Aðal- stræti. »Hver þeirra?« át ég eftir manninum, sem var risi að vexti, þó hann væri töluvert minni en Þjóðverjinn okkar,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.