Dagsbrún


Dagsbrún - 26.09.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 26.09.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 111 sem varð að hætta við að heim- sækja Júlíus læknir, þegar hann heyrði að hann bjó í Mjóstræti. »Hver þeirra?« sagði ég aftur. »Er fleiri en einn svo nefnd- ur?« »Ja, ég er nú ekki guð- fræðingur«, sagði maðurinn og néri á sér bringuna, »en ég skal spyrja hann Grauslund að því á morgun. Ég þarf hvort eð ei’ að finna hann, til þess að fá hjá honum siðasta nú- merið af »Herópinu«; ég held því sem sé saman, og »ísafold«, og læt binda hvorttveggja inn. Éetta er svarta myrkrið!« Eg jánkaði þessu síðasta, án þess að vita hvort hann átti við »ísafold« eða götumyrkrið. »Er þetta nú ekki óþarfa hræðsla hjá borgarstjóra«, segi ég, »að láta ekki brenna ljós á götun- um?« »Eg veit ekki; þér sjáið sjálfur, að hann verður að spara fyrir bæinn, ef ekki á að hækka útsvörin á efnaðri borg- urunum — kjósendum hans, — því varla þora þeir að hækka útsvörin á vinnukonunum, þó þá ef til vill langi til þess. En þér áttuð nú máske við, hvort nokkur ástæða væri til þess að hafa slökt vegna Zeppelíns- árása, og því vil ég hiklaust svara neitandi. Þjóðverjar mundu aldrei, þó þeir færu í stríð við Dani, senda hingað loftför; og af hverju? Af því þeir eru drengir góðir, og mundu aldrei senda smáþjóð sem vorri meira en eina plágu í senn. — Og nú er Guðbrand- ur kominn«. »Þér talið óvarlega, maður«, sagði ég, »þér megið búast við að Guðbrandur bannfæri yður i nýja blaðinu«. »Ég gef hon- Um dauðann og djöfulinn«, ansaði hinn, en ég svaraði engu, því ég var þeirrar skoð- unar, að það væri ólöglegt að gefa það sem maður ætti ekki, en allir vita hvað það er sem Mr. Gook á Akureyri, Sálu- hjálparherinn og innri missi- onin eigi í sameiningu. Ég fór nú að verða forvitinn hver það væri sem ég væri að ræða við, og fór að leita að málbandi í vösum mínum, og bölvaði sár- an þeirri heimsku minni að ég skyldi ekki hafa stungið á mig 5 álna mælistöng sem ég um morguninn sá í reiðuleysi suður á melum. Hefði ég haft hana, hefði ég getað mælt ná- Ungann og svoleiðis að líkind- Um komist að því hver hann var. Hefði hann t. d. verið 3 álnir og 1 þuml. hefði það vérið Gunnar frá Selalæk, hefði hann verið 3 álnir og 3 þuml. hefði það verið kóngurinn, og hefði hann verið 7 álnir, þá hefði það verið sjálfur Golíat, e^a þá Eyjólfur rakari á »stylt- um«. Mér flaug sem snöggvast í hug hvorl maðurinn væri ekki einn af þessum fjórum heima- stjórnarmönnum sem bjóða sig fram i Eyjafjarðarsýslu, og ætlaði að þreifa á honum lil þess að íinna hvort hann væri ekki í Gefjunartaui, en vegna níðamyrkursins tókst mér svo bölvanlega, að ég káfaði í and- litið á einni yngismeyjunni sem fram hjá gekk. Brást hún reið við, og kvaðst óvön því að það væri káfað beint fram- an í sig. Varð mér þá á að hlægja, en sá ókunnugi, sem auðsjáanlega þekti mig, sagði: »Þér eruð kátur og góðmenni, Jón minn, ekki tryði ég því þó Pétur segði mér um yður að þér þægjuð 50 króna mútur á mánuði frá bæjarfógetanum, fyrir að skamma hann ekki í »Dagsbrún«. Og með þessum orðum þaut hann í burtu í mesta flýti, eins og hann væri hræddur um að ég ætlaði að fara að gefa sér einhverja Bók- mentafélagsbókina. Það skal tekið fram hér, að maðurinn var áreiðanlega ekki Þorfinnur ritstjóri Ivristjánsson, sem er kominn hingað til þess aó jarða launanefndina, sem hann er búinn að drepa í »Suðurlandi«. Jón Söngur. Hljómleika hélt Eggert Stefánsson söngv- ari í Bárunni á Laugardags- kvöldið. Söng hann meðal ann- ars nokkur lög eftir bróður sinn, Sigvalda Kaldalóns lækni, og var góður rómur með réttu gerður bæði að söng Eggerts og lögum bróður hans. Píanóið í Bárunni er hneyksli. Páll ísólfsson hélt hljómleika í gær í Dómkirkjunni. Ágæt- lega leikið. Allvel sótt. Páll ís- ólfsson er því miður nú að fara utan. Fyrsta Heimastjórnarlygin. Fyrsta kosningalygin um þingmannsefni Alþýðuflokksins er það, að þeir hafi gefið skrij- lega yfirlgsingu um það, að vera ekki með því að fella Einar Arnórsson úr ráðherrasessi. Frétt þessi er rakin til aðal- 'sannleikspostula Heimastjórn- armanna, hr. Péturs Zóphonías- sonar. Ferðalag. Mjög er það að færast í vöxt að menn fari gangandi í lengri eða skemmri skemtiferðir, og er það vel farið, því gangandi ferðalagið hefir ýmsa kosti fram yfir hitt, með hesta. Til skamms tima hefir þótt skömm að því að fara gang- andi, og hefir einn reykviksk- ur göngugarpur sagt þeim er þetta ritar, ýmsar skrítnar sög- ur af þvi, hve illa var i fyrstu tekið á móti íþróttamönnum héðan úr Rvík, sem fóru gang- andi út um sveitir, af því bændur héldu að þeir væru hálfgerðir flækingar, úr því þeir voru ekki með hesta. En nú eru þessir »labbarar« orðn- ir svo algengir, að menn eru hættir að halda þá förumenn, þó þeir séu gangandi. Blöðin hér í Rvík hafa sagt frá ýmsum löngum gönguferð- um er farnar liafa verið í sum- ar, en engin hefir þó verið jafn löng og sú er Iíjartan Ó- lafsson rakari við annan mann fór í sumar, sem sé austan af Fáskrúðsfirði og hingað til Rvíkur. Þeir félagar voru réttan hálf- an mánuð á leiðinni, en þar af voru þeir tvo daga um kyrt í Breiðdal. Yfir árnar og sand- ana fengu þeir sér hesta. Leiðin um Skaftafellssýsl- urnar eru áreiðanlega þær bygðir, sem landsmenn þekkja minst, og er þó mjög margt á þessari leið sem vert er að sjá, jöklarnir og skriðjöklarnir og beljandi jökulárnar sem bruna fram undan þeim; eyðisand- arnir, og hinsvegar einnig mjög grösug og falleg lönd, til dæmis á Síðunni og undir Eyjafjöll- um. Einkennilega fallegt sagði Kjartan að væri í Svínafelli og Skaftafelli i Öræfum — að ó- gleymdum Bæjarstaðaskógi. Munu í þeim skógi vera stærst og fegurst tré hér á landi, því fjöldi þeirra er 14—15 álnir á hæð. (Bæjarstaðaskógur er rétt austan við Skeiðarárjökul). Yötnin eru á leið þessari, svo sem kunnugt er, bæði mörg og ill, og i sumar hafa allar jökulár, bæði norðanlands og sunnan verið sérlega ógreiðar yfirferðar, valda þvi hinir miklu liitar sem í sumar hafa verið um land alt (þó ekki hafi verið sólskinið hér sunnanlands) sbr. engin íönn í Henglinum, ein i Esjunni. Þeir félagar urðu því, auk Jökulsár á Breiðamerkui’- sandi, sem altaf er farin á jökli, að fara Skeiðará á jökli. Þeir hittu mjög gestrisið fólk alla leið, sagði Kjartan. Gátan erfiðari. Sigríður: Getið þér ráðið þessa gátu? Hvað er það sem mjálmar og lepur mjólk, og heíir vængi á rófunni? Jón: Eg hefði sagt að það væri köttur, ef það væri ekki vængirnir. Sigriður: Það er lika köttur, ég lét bara vængina á hann til þess að gera gátuna erfiðari! Jón: Nú, einmitt! Segið mér þá hvað það er, sem ég nota á hverjum morgni, en stendur á nóttunni undir rúminu mínu og er með hanka? Sigríður: Bölvaður dóni getið þér verið! Jón : Dóni? Eg held nú ekki. Það eru morgunskórnir minir; ég lét bara hankann á þá til þess að gera gátuna erfiðari! Lúther, djöfullinn og galdrabrennurnar. Við siðabót Lúthers varð mikil breyting á því hvernig menn litu á djöfulinn. Fyrir daga Lúthers var djöfullinn og árar hans álitnir heldur lieimsk- ir, og vandalaust talið að forð- ast þá; en Lúther kendi að djöfullinn væri voldugur andi — fram undir það eins vold- ugur og guð — og að menn- irnir væru í sífeldri hættu, er stafaði af fjandanum sjálfum og árum hans. Helst þessi hræðsla við djöfulinn að sumu leyti enn í dag, en mjög er hún nú rénuð. Ein aíleiðing af þessari nýju skoðun á fjandanum var af- skapleg hræðsla við galdra, og leiddu af því aftur galdrabrenn- urnar illræmdu. Mörg þúsund manns brendir hér í álfu fyrir galdra, og voru meira að segja yfir 20 manns — mest karl- menn — brendir hér á landi. Það er auðséð á þjóðsögun- um um Sæmund fróða og Ivölska, að þær hafa orðið til fyrir siðabótina — auðséð á því, hve auðveldlega Sæmund- ur er látinn leika á Kölska. Snjóað í Esjuna. Um daginn þegar það frétt- ist, að Heimastjórnarmenn hefðu Jón Magnússon og Knút Zimsen í kjöri, snjóaði litið eitt í Esjuna. Það var einkennileg tilviljun, að þeir skyldu byrja báðir á sömu stundu: sá gamli i Horn- grýti, að hóa saman sínum gemlingum, og Pétur Zóphón- íasson, að smala hinum mörgu frávillingum Heimastjórnarliðs- ins i Reykjavík. Merkilegt verkfæri er það, sem Þorsteinn Sigurðs- son í Litlu búðinni selur. Það er brúkað við gólfþvott og þarf maður ekki að væta hendurn- ar ef það er notað. Segir Þor- steinn, að sú húsmóðir, sem cigi svona verkfæri, þurfi enga vinnukonu — já, jafnvel ef verkfæri þetta verði endurbætt lítilsháttar, þá þurfi kvenfólks- ins ekki lengur við — nema þá til þess að kjósa A-listann vegna frú Bríetar, og svo bara til þess að vera upp á »stáss«. Þorsteinn auglýsir verkfæri þetta í »Morgunblaðinu« og er vis til þess að segja, að það sé það eina læsilega, sem lengi hafi staðið í því blaði, þrátt fyrir hinar mörgu góðu grein- ar, er það blað hefir ílutt um pollinn á gangstéttinni framan við Nýja Land og um sliið í Tjörninni.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.