Dagsbrún


Dagsbrún - 26.09.1916, Side 4

Dagsbrún - 26.09.1916, Side 4
112 DAGSBRÚN Til ungu stúlknanna. Hér á dögunum sá ég ungan mann, sem var dálítið kendur, reyna að taka utanum unga stúlku. En stúlkan brást reið við, því þetta var ekki gert með hennar vilja, enda var maður- inn henni með öllu ókunnur. Eg er ekki í vafa um, hvað stúlkan hefði sagt hefði ég minst á þennan atburð við hana. Hún hefði blátt áfram sagt að maðurinn væri dóni! En ég þekki nú manninn og það er síður en svo að hann sé það. En nú skal ég segja ykkur, ungu stúlkur! Við ótrúlofuðu mennirnir göngum með ákaf- lega sterkan verk í hægri hand- leggnum, sem ágerist afar mikið í hvert sinn þegar við sjáum grannvaxna stúlku, og verðurþá stundum næstum óþolandi. En það er margreynt að verkurinn hverfur á svipstundu, ef handleggurinn fær sem snöggvast að hringa sig um mjótt mitti. Þið hafið, ungu stúlkur, litla hugmynd um hve sárar kvalir við ungu menn- irnir oft höfum í hægri hand- leggnum, né um hve mikla still- ingu við sýnum daglega. Þegar okkur verður á að hringa hand- legginn um ykkur, þá er það ekki af því að við viljum ó- virða ykkur, heldur af því við ráðum ekki við kvalirnar sem við líðum Ungi maðurinn. Nauðsynlegar reglur við notkun dynamits. Þegar hvellhettan er látin á kveikiþráðinn, skal klípa hana að með töng, aldrei með tönnunum. Áður en hvellhett- unni er stungið inn í dynamits- patrónuna, skal bora fyrir með spýtu, vefja bréfinu að með enda, og bera á tjöru, ef vatn er. Hlaða aldrei með frosnu dynamiti; ef frost er eða of kalt skal láta það í volgt vatn. Hlaða aldrei með hlaðstokk úr málmi, heldur að eins með tréhlaðsstokk. Hafa holuna hreina, áður en dynamitið er látið inn í hana, ýta því inn þétt og stilt, en varast að gefa því »stuð«. Hafa þræðina sæmilega langa, svo að hægt sé að komast nógu langt frá, áður en skotið ríður af. Ef holur eru mjög djúpar eða slæmar (óhreinar), er rétt að hafa 2 þræði með hvell- hettum á og kveikja í báðum, og er þá sjaldan, að ekki brenni inn. Gæta þess vel, að þráðurinn sé þur og ógallaður. Haf tölu á, í hvað mörgum skotum er kveikt og telja svo jafnóðum og springur, fara hæfilega langt frá í mótsetta átt við vindstöðu (sé mikill stormur), horfa með athygli upp fyrir sig til að reyna að sjá flísar, ef á menn stefna og forðast þær, en hafa óvana menn sem lengst frá. Ef ekki brennur inn, má ekki fara að holunni fyr en eftir 5 minútur, eftir að áætlað var að skotið riði af, reyna að ná upp efstu patrónu, ef hægt er, annars láta nýjan þráð með tilheyrandi gætilega niður í holuna og kveikja í af nýju og aðgæta vel, að sprungið hafi alt dynamitið í holunni; fyr en það er víst, má ekki í holuna pjakka eða berja, heldur ekki mjög nærri henni. Brúka helzt aldrei forhlað, nema þá vatn, ef vel er gengið frá þræði og hvellhettu* r,nn- ars forhlað venjulega ónauð- synlegt. F. Myndagátur. Ritstjóranum fanst ólíklegt að þessi myndagáta yrði ráðin rétt, og þótti því ráðlegast að veita mönnum ráðninguna strax. Ríkarður segir að það sé: Svertingi sem situr í biksvarta myrkri og étur kol og prent- svertu við. Ráðning gátunnar í síðasta blaði: Myndin er af tveimur háum annesjum og steini, sem stendur upp úr hafinu. H (há) annes, hafsteinn — Hannes Hafsteinn. Fyrirspurn. Vill »Dagsbrún« gera svo vel og svara þessari fyrirspurn: Hvernig stóð á því, að grjót- mulningsfélagið »Mjölnir« fór á höfuðið? Var það fvrir ódugn- að þess, sem fyrir því stóð? Hver stóð fyrir því? X. Svar: Þér hefðuð átt að setja fyrirspurn þessa í »Lögréttu«, en úr því þér hafið ekki gert það, er réttast, að þér farið og finnið borgarstjóra Knud Zim- sen og leggið fyrirspurnir þess- ar fyrir hann (yður er það óhætt, því hann er mjög »þægi- legur« maður). Ntaka. Heimskan merlar lýðinn lands — lítt á ferli’ er gaman. — Eiturgerlar and........ aurum sperðla saman. Fjalar. Himinn og iörð. Sléttbnkar. Auk reyðarhvalanna, sem sagt var frá um daginn hér í blaðinu, eru tvær aðrar tegundir sklðishvala hér við land, s. s. tvær tegundir af sléttbök- um. Af sléttbökum var á fyrri öldum mesti urmull, alt frá Grænlandi og Spitzbergen og langt suður í höf, en fyrir gengdarlaust dráp, einkum á 16., 17. og 18. öld, eru þeir nú orðnir fremur fáséðir. Spikið er mjög þykt á sléttbökunum og eru þeir mikið gildari en reyðarhvalirnir (60 feta grænlandshvalur viðlíka þungur og níræð steypireyður, ca. 150 smálestir); einnig eru þeir ferðminni og ekki eins erfiðir hvalveiðamönnum. Þeir hfa eingöngu á smá krabbadýrum og vængjasníglum. Stærri sléttbaksteg- undin, Grænlandshvalurinn (Balæna mysticetus) verður alt að 60 feta langur, þar af er höfuðið þriðjungur. Skíðin eru 3—400 hvoru megin, og þau lengstu um 15 fet, og vega til samans alt að því smálest. Af lýsi fæst vanalega 20 sinnum þyngd skíð- anna, eða fram undir 20 smálestir af lýsi af fullorðnum Grænlandshval. Hvalur þessi heldur sig nær eingöngu 1 Ishafinu. Minni tegundin hafurkittið eða Baska-hvalurinn (Balæna biscay- ensis) er Norðmenn nefna Nordkaper, verður alt að 50 feta langur. Hann er ekki eins höfuðstór og hin tegund- in (höfuðið ekki nema fjórði hluti skrokksins) og ekki eins þunglama- legur i hreyfingum. Hann er allur al- svartur á lit, en hin teg. er Ijósari á kviðnum. Hafurkittið er suðlægari tegund en Grænlandshvalurinn, en fór þó á sumrin langt norður í höf, og hefir um lok miðaldanna verið al- gengasti skíðishvalurinn hér við land á sumrin, en er nú mjög sjaldgæfur hér. Gossprungur og gígaraðir. Mörg eldgos hér á landi h ífa orðið á þann hátt, að jörðin hefir rifnað svo djúpt að losnað hefir um hina velt- andi eldleðju undir jarðskorpunni. Hafa sum slík sprungugos gertv afar- mikinn skaða, t. d. Skaftárgosin 1783 (Móðuharðindin). Stundum gýs gjáin án þess að gígir myndist, t. d. Eldgjá í Skaftártungna-afrétti, sem er 4JA míla á lengd og hefir gosið hraunum sem hylja 12 fermílur eða meira. Oft- ast hrúgast þó upp á slíkri sprungu röð af gígum, og eru þeir mjög mis- munandi að stærð og lögun, t. d. Skaftárgígirnir, sem eru eitthvað um hundrað að tölu, og hafa myndast á sprungu sem er viðlíka löng og Eldgjá. Hæðstu gígirnir eru 300 feta háir, en flestir þeirra að eins 100—150 feta, og sumir lægri en það. Gossprungur eru rnjög mismunandi að stærð, geta t. d. verið að eins fáa faðma á lengd. Þorvaldur Thorodd- sen fann þannig eina gossprungu sunnan við Sveinagjárhraun, en austan við Kerlingardyngju (á Mývatns-öræf- um), sem var að eins 5—6 faðma löng og 3—4 þuml. breið. Tólf gígir voru á sprungunni og voru þeir að öllu eins lagaðir sem stórir gígir, en svo litlir, að það var eins og þeir væru barnaleikföng. Voru flestir þeirra 4—5 þuml. að þvermáli, en op hins stærsta alin. Hver vill fara að sumri og leita að gossprungu þessari og taka myndir af smágígunum? Þetta og hitt. Þýxkalnnd og Itússland. 1 Þýzkalandi eru nú liðl. 70 milj. íbúa, en 1 rússneska ríkinu 172 milj,, eftir því sem þýzkum vísindamanni reiknast til. Sami vísindam. telur lík- legt, að þýzka þjóðin verði að fimtíu árum liðnum orðin 100 milj., en hin rússneska þá 400 milj., því hún fjölgar óðara en sú þýzka. mjarfðyeta- sirifstofaa verður opin frá 1. október að telja kl. 10—lá og 1—5 hvern virkan dag. Gjöld danska ríkisins námu síðastliðið fjár- hagsár 185 milj. króna, og fóru þar af til herkostnaðar 89 miljónir, og eru það 60 milj. umfram það, sem Dan- mörk geldur vanalega til herhalds (29 milj). 85 þús. kr. verðlaun heitir franskt félag þeim, sem fund- ið getur upp hagkvæmustu tilbúnu hendina, fyrir þá, sem mist hafa hana í stríðinu. í jarðskjálftunum árið 1896 biðu fjórir menn bana. í Rangárvallasýslu hrundu 86 bæir al- gerlega, en 75 stórskemdust. í Árnes- sýslu féllu 75 bæir alveg, en 80 skemd- ust mikið. í kaupstað einn vantaði mann til þess að kenna söng og vera organista, og var stað- an auglýst. Skömmu seinna fekk sóknarpresturinn, sem umsækjendur áttu að snúa sér til, svo hljóðandi bréf: „Eg sé auglýst, að yður vanti söugkennara og organista, annað hvort karlmann eða kvenmann. Þar eð eg fyr meir hefi verið hvorttveggja, leyfi eg mér að sækja um hina aug- lýstu stöðu. Meðmæli fylgja. Virðing- arfylst". Jorgun blaðsins. Þeir fáu, sem ekki hafa geta komið af sér borgun fyrir blað- ið í vor, áður en þeir fóru úr bænum, eru beðnir um að borga það nú, annaðhvort til ólafs Friðrikssonar eða í Bókabúðina Laugaveg 7. Jrúkaíar námsbxkur, innlendar og erlendar sögu- og fræðibækur, fást mjög ódýrar í Bókabúðinni á Laugavegi 4. Gamlar bækur teknar til útsölu. Dönsk-ísl, og ísl.-ensk orðabók er keypt í Bókabúð- inni á Laugav. 4. Xlxðaverzlun og saumastofa Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt lMtíioiiii ekta litir. Fljót mí- g,i*eiÖ»la — Vönduð vimiM. Ný ÍMtMefni með hverju skipi. Sparið peninga. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.