Dagsbrún


Dagsbrún - 02.10.1916, Side 1

Dagsbrún - 02.10.1916, Side 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÓT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- Og' VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON ÞOLID KKKI RANOINOI 36. tbl. Reykjavlk, mánudaginn 2. október. 1916. Kosningin sem fram á að fara fyrsta vetrardag er ekki listakosning. I3að á heldur ekki að setja kross við neinn bókstaf, við þessa kos- ningu, heldur á hér að stimpla (nieð stimpli, sem er í kjör- klefanum) yíir hvita blettinn, sem er á kjörseðlinum framan við nafn (eða nöfn) þeirra nianna, sem maður vill kjósa (i Reykjavík framan við tvö nöfn, Jörund og Þorvarð, og á Akureyri framan við eitt nafn — Erlings. Þeir sem fara burt héðan úr bænum geta kosið hjá bæjar- fógeta. Rar fer kosningin þannig fram, að kjósandi skrifar nöfn þeirra tveggja þingmannsefna er hann vill kjósa á hvítan miða sem honum er íenginn (alþýðumenn skrifa nöfnin: Jörundur Brynjólfsson Þor- varður IJorvarðarson). Kosningin er leynileg bæði hjá bœjarfógeta og kjördaginn og enginn nema kjósandinn sjálfur veit hvern hann hefur kosið. Framboð bæjartógeta og borgarstjóra til þingmensku. Nokkru áður en framboðs- frestur var úti, kvisaðist það að heimastjórnarflokkurinn (þ. e. Pétur Zóphóníasson, Kjartan Konráðsson, Eggert Claessen, Jón Þorláksson, Þorsteinn Gíslason, Jón Magnússon og Knútur Zimsen) ætlaði að hafa Jón Magnússon og Knút Zim- sen í kjöri hér í Reykjavik. Margir hafa nú, ef til vill, búist við því, að heimastjórnar- menn mundu láta J. M. bjóða s'g fram. Það er nú orðin föst regla hjá þeim flokki, að hlaða a Þann mann svo miklum aukastörfum, að hann verður að setja marga menn fyrir sig til að gegna bæjarfógeta- embættinu. I fyrra t. d. bafði hann þrjá menn fyrir sig, til að inna þau verk af hendi sem hann átti ag gera, en sjálfur sat hann í launanefndinni með 10 kr. daglaunum. Það skiftir nú að vísu ekki mestu máli, hvaða daglaun J. M- hafði í þessari launalaga- nefnd; hitt varðaði miklu meira, að hann átti alls ekki, embaettis síns vegna, að vera í enni. Bæjarfógeta embættið er orðíð svo umfangsmikið, að - ogJorningllr er æ^a j)ejm manm meiri starfa. En um það er ekki verið að fást. J. M. hefir baft svo mikil aukastörf, að það er ærinn starfi fyrir einn mann. Þannig var t. d. J. M. í fyrra í launamálanefnd- inni, bæjarstjórn, velferðar- nefnd, auk ýmsra annara starfa. Af þessu annríki J. M. leiðir það, að mörgum þykir orka tvímælis, að bann leysi skyldu- störf sín af hendi, eins og á- kjósanlegt væri. Mætti benda á mörg dæmi, er snerta lög- gæzlu, því til sönnunar, ef þurfa þætti, og skal það gert, ef heimastjórnarflokkurinn ósk- ar þess. Allir hugsandi heima- stjórnarmenn (um hina þarf engum orðum að eyða) hafa líka séð þetta og vilja ekki að starfsþoli eins manns sé þannig misboðið, og er framboð J. M. að þessu sinni í fullri óþökk þeirra. En þrátt fyrir það, þó svo ríkar ástæður mæli á móti því, að J. M. gefi sig við þing- mensku, að það ætti alls ekki að koma til nokkurra mála, þá eru hitt þó enn meiri firn, að borgarstjórinn skuli nú gefa kost á sér til þings. Með því er blátt áfram kjósendum þessa bæjar misboðið, og ætti að verða til þess að almenn- ingur tæki í taumana svo eftir- minnilega, að enginn flokkur leyfði sér hér eftir að fara þannig að, og það geta menn bezt með því að enginn kjósi borgarstjórann 21. okt. n. k. Skal nú lauslega drepið á nokkur atriði, er sýna hversu fráleitt það er, að borgarstjóri gefi sig við þingstörfum. Eftir núverandi fyrirkomu- lagi á stjórn bæjarins, er borg- arstjórinn í Jlestum nefndum. AU-flestar fastanefndir halda stundum einn og stundum tvo íundi fyrir hvern einasta bæjar- stjórnarfund. Auk þess er hann í ílestum nefndum, sem bæjar- stjórnin kýs á fundum sínum til að afgreiða ýmis konar mál, sem fyrir koma. Hann undir- býr málin fyrir nefndar- og bæjarstjórnarfundi. Hann á að sjá um að álvktanir og sam- þyktir séu framkvæmdar og haldnar. Hann á að hafa, yfir höfuð umsjón með öllum eign- um bæjarins, og stjórn hans, að svo miklu leyti sem það heyrir undir bæjarstjórnina. Eins og menn sjá, er það ekki neitt smáræði sem borg- arstjórinn hefir að starfa fyrir bæinn, enda hefir hann stund- um látið það i ljósi opinber- lega, þegar bæjarstjórnin hefir heimtað að hann léti fram- kvæma eitthvert verk á frem- ur stuttum tíma, að sér væri ekki hægt að gera það sökum annríkis. Störfum borgarstjóra er líka þannig háttað, að ó- mögulegt er að taka mann al- ókunnan störfunum, og láta hann leysa þau af hendi. Sú starfsemi færi meira og minna i handaskolum, og væri slíkt illáB farið, því bæjarfélaginu ríður mikið á að þessi verk séu vel af hendi leyst. Þetta sá lika borgarstjóri, þegar hann var að falast eftir að bæjarfulltrúarnir kysu sig fyrir borgarstjóra. Þáverandi bæjarfulltrúum var kunnugt um, að K. Z. hafði hér ýmsum störfum að gegna. Hann var t. d. formað- ur Iðnaðarmannafélagsins, ein- hver helzti starfsmaður í K. F. U. M. o. fl. Auk þess meðeig- andi í verzlun Helga Magnús- sonar & Co., sem skiftir við bæinn fyrir mörg þúsund kr. árlega o. fl. o. fl. Til þess að hljóta borgar- stjóra stöðuna, bauðst K. Z. til þess að hætía við þessi auka- störf. Sagði' þá, eins og satt er, að til þess að geta leyst borgar- stjórastarfið vel af hendi, veitti ekki af að borgarstjóri gæfi sig við því einu, og engu öðru. Meiri hluti bæjarfulltrúanna trúðú K. Z., og veittu honum embættið. Hvernig hefir þá K. Z. haldið loforð sin við þessa fulltrúa? Það má honum vera kunnugt um. En ekki veit almenningur betur en að hann gegni mikl- um aukastörfum, sem ekki koma borgarstjórastarfinu við, t. d. að hann sé formaður íðnaðarmannafélagsins, að hann starfi enn í K. F. U. M., og að hann sé meðeigandi í verzlun Helga Magnússonar & Co., og nú ætlar hann sér að verða þingmaður. Það lítur svo út sem K. Z. ætli sér nú að hafa borgarstj.- stöðuna í hjáverkum. Finst honum hann geta afkastað meiru en hann gerir nú fyrir bæinn, þá þolir bærinn það, að meira sé gert fyrir hann, og fyrir það fengi hann þökk allra góðra og hugsandi manna, en óþökk þeirra hefir hann nú þegar fyrir það, að hann vill vasast í öllu. K. Z. þarf alveg eins og aðrir tíma til að inna sín störf af hendi. Hann hefir unnið hér fyrir bæinn um nokkurra ára skeið, svo menn þekkja það. Bærinn launar lika borgar- stjöra sínum svo vel, að hann á heimting á því að hann gefi sig eingöngu við störfum fyrir bæinn, en hafi þau ekki í hjá- verkum, eins og nú er stofnað til. — Til þingstarfa er borgar- stjórinn alls ekki betur fallinn en fjöldi annara borgara hér í bænum, svo frá því sjónarmiði séð mælir heldur ekkert með þessu framboði hans. Alþýða manna hér á landi hefir stundum kvartað yfir því, að þingið væri skipað of mörg- um embættismönnum, og hvað eftir annað látið í ljósi óánægju sína yfir því, hve ósýnt þeim væri að sjá hag almennings (og viljalausir í þvi efni), og margoft þótst ætla að senda alþýðumenn á þing. Með því að hafa hér í kjöri bæjarfógeta og borgarstjóra, er svo að sjá sem heimastjórnarflokkurinn hafi viljað ganga úr skugga um, hvort almenningur meinar nokkurn tíma það sem hann segir. Vetrardagurinn fyrsti, 21. okt. n. k., sker úr þvi. Kjósandi. Rétti maðurinn. í fyrra vetur sýndi mér verka- maður á Akureyri útreikning á þvi, hvernig bæjarstjórnin legði hinn nýja vatnsskatt á ibúa Akureyrar; sem sé þannig, að hann kom tiltölulega þyngst á barnamenn eins og Sigurð H., en á kaupmenn þannig, að þeir jafnvel grœddu á því sökum ódýrari eldshættutryggingar. Ekki vissi maðurinn, sem eg átti tal við, hver hefði gert þennan útreikning — hver það var sem hafði séð það, sem aðrir ekki sáu. Eg hugsaði: Ef að maðurinn, sem gerði útreikninginn, er eins einarður eins og hann er skarp- ur, þá er hér sjálfkjörinn höf- uðsmaður alþýðunnar á Akur- eyri — nema þá að hann sé svo ríkur, að það blindi sjón hans. Eg kyntist manninum, og hann reyndist vera eins og nauðsynlegt er að þingmenn Alþýðuflokksins séu: Skarpir, vel máli farnir, einarðir, harð- ir í horn að taka, og trúir sin- um hugsjónum. Maðurinn var Erlingur Frið- jónsson. Ó. F.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.