Dagsbrún


Dagsbrún - 02.10.1916, Qupperneq 2

Dagsbrún - 02.10.1916, Qupperneq 2
114 D A G S B R TJ’N Hvernig kosningarnar fara hér í Reykjavik má dálítið ráða af flokkaskiftingunni við bæjarstjórnarkosningarnar í vetur. Þá fékk: Alþ57ðuflokkurinn 911 atkv. Heimastjórnarmenn 634 — Sjálfstæðis-langsum 163 — Aðrir samtals 284 — Alþýðuflokkurinn hafði fram undir helming allra greiddra atkvæða, og má þó víst telja að eigi hafi aðrir en flokks- menn kosið alþýðulistann, þar sem listarnir voru íimm alls. Og þó lætur Lögrétturitstjór- inn sér detta í hug að bjóða lesendum sínum þessa setn- ingu, sem heilagan sannleika: »Það er fjarri því, að verka- mannaflokkssamtökin hér í bænum bjóði gömlu flokkun- um birginn«. Hvernig skyldi »Lögréttu«- ritstjórinn annars fara að því að skýra það að Alþýðuflokk- urinn fékk við bæjarstjórnar- kosningarnar á annað lxundrað atkvœðum meira en bœði Heima- stjórnar- og Sjáljstæðisftokkur- inn iil samans. Léleg heimastjórnarlýgi. Það er auðséð á síðustu Lög- réttu að til þess að vera ritstjóri heímastjórnarmálgagnsins, er nauðsynlegt að kunna vel að ljúga — málstaður flokksins er ekki betri en það. En það verk, ferst Þorsteini Gíslasyni afar óhönduglega, þvi enginn trúir því að alþýðuflokkurinn hafi valið þá Þorvarð og Jörund til þess að vera frambjóðendur flokksins af því annar var gam- all Heimastjórnar, og hinn gam- all Þversum maður. Nei, allir vita að Alþýðuflokkurinn valdi þessa menn algerlega án tillits til hvaða flokki þeir höfðu áður tilheyrt, og eingöngu af því að þetta eru mennirnir, sem bezt voru til þess fallnir, meðal annars af þvi, að þeir munu aldrei svíkja Alþýðuflokkinn, af því þeir tilheira engum flokk nema honum, þó þeir hafi, áður en hann var myndaður, tilheyrt gömlu flokkunum, sem nú ekki lengur eiga neinn rétt á sér, enda hafa enga stefnu- skrá. Alþýðuflokkurinn er ekki í bandalagi við neinn annan flokk, hvorki opinberlega né legnilega, enda er það megin- atriði fyrir honum að vera það ekki, af því hann vill að það verði eðlileg flokkaskifting í landinu. Höfundur »Hveravalla undir þaki« bið- ur afsaka að hann sökum anna hafi í langan tíma ekki mált vera að þvi, að ferðast í fram- tíðinni. Bræðurnir. Margur spyr um þessar mundir: »Hvers vegna býður Sveinn Björnsson sig fram nú til þings? Hann má þó vita hve gersneydd ísafold er öllu fylgi«. Jú, Sveinn veit ofboð vel hve lítið fylgi ísafold hefir, og einmitt þess vegna, segir sagan að hann bjóði sig fram. Sagan er þannig (og sé hún ekki sönn, þá er nóg rúm í ísafold, til að afneita henni): Bræðurnir Björnssynir, ólaf- ur og Sveinn, gengu eitt sinn á tal, og ávítaði Sveinn þá Ólaf þunglega fyrir að vera búinn að gera ísafold, sem eitt sinn réði mestu um það hvað var vilji þjóðarinnar, að því, sem hún er nú. En Ólafur brást illur við — er þó sagður gæða- blóð — og sagði að það væri ekki nema bull og barnaskap- ur að segja að »ísafold« hefði minni áhrif nú en hún hefði haft áður, og sagði að það væri eingöngu af því, að Sveinn væri farinn að fitna, og orðinn makráður, að hann eigi byði sig fram, þrátt fyrir að hann væri viss að komast að hér í Rvík, með aðstoð »ísafoldar«. Þá er sagt að fokið hafi dálítið í Svein, og að hann hafi heit- strengt að bjóða sig fram þó hann vissi að hann ætti vist fallið, bara til þess að reyna að sannfæra Ólaf bróður sinn um hve vita-bráð-ger-sneydd »ísafold« sé því að hafa áhrif. Það fylgir og með, að hann hafi sagt að »ísafold« væri nú svo léleg, að hún gœti ekki verið verri, en að þá hafi Ó- lafur sagt, að hann skyldi nú sýna honum það, og að næsta blað skyldi vera ennþá mikið verra en vanalega. Og hvort sem sagan er sönn eða ekki, þá er það víst, að blaðið sem kom út á miðvikudaginn, var svo lélegt að elztu menn muna ekki annað eins, því það var ekki einu sinni svo vel, að les- endunum væri þar gætt á »Kostakjörum ísafoldar«. striaia. Lítið gerist í stríðinu þó Búm- enir séu nú komnir í það. Bandamenn hafa enn unnið nokkuð á, á vesturvígstövun- um. Hafa þeir tekið tvær borgir, sem Þjóðverjum að sögn hefur verið hugleikið að halda. Bremen, þýski verzlunarkaf- báturinn hvað vera kominn til Ameríku. 1 Grikklandi er sagt að sé uppreisn; vilja uppreisn- armenn að Grikkland fari í stríðið með Bandamönnum. Yerð I)a(rsbrúnnr. Dagsbrún kostar framvegis eins og hingað til 2 kr. 50 árg. Nýir kaupendur borgi minst hálfan árg. fyrirfram. Yerðið á blaðinu í lausasölu verður bráðlega hækkað. Tildur og hégómi Lögrétta segir að það sé ekki nema tildur og hégómi að Al- þýðuflokkurinn, sem hafði fleiri atkvæði við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vetur en Heima- stjórnar- og Sjálfstæðisliðið til samans, býður menn fram til þingmensku hér í Reykjavík. Það er tildur og hégómi að afnema tollana sem svo órétt- látlega hvila á alj)ýðunni. Það er tildur og hégómi að flytja skattana af þeim fátæku og efnalitlu yfir á þá sem ek'ki munar um að borga þá. Það er hégómi að koma á landverzl- un á ýmsum lífsnauðsynum, og það er tildur að brjóta olíu- hringinn og aðra einokunar- hringa. Já, það er margur hégóminn! En hvað er Heimastjórnar- flokkurinn? Um Guðmund Magnússon Hér um daginn mátti lesa ágæta ferðasögu um Fjallabaks- veg í Morgunblaðinu, eftir Guðmund Magnússon, og hafði sá er þetta ritar orð á þvi við kunningja sinn, hve vel Guð- mundur læknir skrifaði. En hann áleit að höfundurinn væri sá Guðm. Magnúss. sem líka er nefndur Jón Trausti (hann fel- ur sig, þegar hann kallar sig Guðm. Magnússon.) En hver var nú höf. ferðasögunnar? Yar það máske Guðmundur Magnússon h.m. á Barónstíg 16, eða var það Guðmundur Magn- ússon skósmiður á Bergstaða- stíg 21, eða sjómaðurinn með þessu nafni á Frakkastíg 17, eða klæðskerinn á Hverfisgötu 32, eða var það sá Guðmundur Magnússon sem býr á nr. 82 í sömu götu? Það vanta ennþá ættarnöfnin. Reykjavikur pistill. »Staldraðu ögn«, sagði ég við frænda minn úr sveitinni. »Ég ætla að lesa snöggvast þennan hálfa dálk af lesmáli, sem er í Yísi í dag. Það bezta þ. e. auglýsingarnar ætla ég að geyma þangað til í kvöld«. »Koma út tvö númir af Vísi í einu« spurði frændi minn sem sá að drengurinn færði mér tvö blöð. »Ónei«, svaraði ég, »en mér finst heill til hálfur dálkur af lesmáli á dag alt það minsta, svo ég held tvö eintök«. »Hefðirðu heimsótt mig með- an ég dvaldi í Kaupmannhöfn«, sagði ég þegar við komum út á götuna, »þá hefði ég farið með þig út í dýragarðinn og sýnt þér óargadýrin. En hér er enginn verulegur dýragarður — við skulum nú samt ganga hér Hringinn, »rúntinn«, sem við segjúm á reykvísku, og vita til hvað við sjáum. Þarna sérðu verzlunina sem Braun á, hinn þýzki, sem mikið kapphlaup hefir orðið um á vígvellinum milli Þjóðverja, sem hafa sett á hann útlimina jafnótt og Frakkar hafa skotið þá af. Það er mjög sorgleg saga, en lýgi sem betur fer. Þarna eru Uppsalir, þar getur þú séð Jón Selberg borða milli 12—1. Aðgangur- inn er ókeypis, en þú verður að kaupa kaffi hjá einhverri Sigríðinni — en svo heita allar stúlkur í Reykjavík, sem ganga um beina, nema þær séu rauð- hærðar. »Þarna sérðu Skjaldbreið, þangað skall þú fara ef þú vilt ekki bollur, því þær fást þar ekki. Þessi ungi reffdegi mað- ur þarna bak við stóru rúðurn- ar í næsta húsi, er Sveinn Jónsson, tilvonandi þingmaður Vestmanneyinga; hann er Heimastjórnarmaður, en að öðru leyti skynsamur maður. Þarna er heil vaða af ritstjór- um, þessi þarna fallegi er Fin- sen, honum þykir svo mikið koma til ættarnafna að hann vill ekki að menn táki þau upp alment, vill hafa þau fyrir sig og sína. Finsen hefir séð margt sem aðrir sáu ekki, t. d. það, að heldri menn hér eru að drepa sig á ofáti, svo hann hefir komið því til leiðar að þeir eru hættir að éta yfir sig nema tvisvar á dag. Þessi með brúna hattinn er Árni Óla, sem er Finsen hjálplegur með að hálsbrjóta íslenzkuna í Morg- unblaðinu. Þessi með svarta hattinn, sem rekur höfuðið upp úr mannþrönginni, er Jakob Möller, að sögn biblíu- trúarmanna eru bæði hann og ritstjóri Dagsbrúnar komnir af Adam og Evu, en að öðru leyti eru þeir ekki skyldir. Hann er ritstjóri blaðsins »Vísir«, sem ég bráðum verð að fara að halda þrjú eintök af. Þessi þarna einbeitti og stefnufasti er Páll Jónsson ritstjóri »Þjóð- stefnu«, hann er ekki enn þá orðinn sýslumaður. Þessi þarna stóri maður með myndarlega magann, er Ólafur Björnsson, ritstjóri andatrúarmálgagnsins »ísafold«. Taktu eftir hvað nauðalíkur hann er skáldinu Björnson, sem þú vafalaust hefir séð á mynd, nema hvað Ólafur er gerðarlegri. Þessi hái ljóshærði þarna er Jón Árna- son goodtemplarakempan. rit- stjóri »Templars«, sá svarti sem með honum er heitir Þor- kell, sá sköllótti Halldór, en sá skrafhreyfni Páll. Ef þú vilt sjá ritstjóra Dagsbrúnar, þá farðu um sumarnótt kl. 3 út að Tjörninni, og ef þú sérð þar mann, sem er svo óþrosk- aður að hann metur lítils teo- sofi, vera að þjarka um hana við einhvern af fyrnefndum fjórum mönnum, þá er það hann. Annars getur þú séð hann á »Skjaldbreið«, að mista kosti þegar bollurnar koma

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.