Dagsbrún


Dagsbrún - 02.10.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 02.10.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 115 þar aftur. Þessi hái á mórauða írakkanum er Jörundur Brynj- ólfsson kennari ritstjór »Unga íslands«. Hann er annar þeirra manna, sem alþýðan i Reykja- vík vill fá inn í þingið. Þessi þarna illilegi með köflóttu búf- una er magister Jakob Smári, ritstjóri »Landsins«, hann er svona illilegur núna af því hann hefir komið auga á mig, hann veit ég skrifa í Dagsbrún og heldur að það sé mér að kenna, að hann fær aldrei blaðið, þó sannleikurinn sé sá, að því er altaf stolið af hurð- arhúninum. En nú fer að minka um rit- stjórana. Jú þarna er nú samt ritstjóri Heimilisblaðsins, Jón Helgason (ekki enn prófess- or) með englasöguna frá Mons, enn þá í fersku minni, og þarna er frú Briet, sem núna i vikunni náði helming þess aldurs sem í stjörnunum er skrifað að hún eigi að ná; hún er sem sé sextug. Þarna lengst frá kirkjunni, er hetja guðs á ísalandi, Einar Joch- umsson. Það sem birtuna leggur af er »Ljósið« hans með skömmunum um Móse og spá- mennina — þar með talinn Einar Hjörl. Kvaran. Ég skal annars benda þér á alla ritstjöra og fyrverandi rit- stjóra jafnótt og við mætum þeim nema Gunnar frá Selalæk, hann getur þú fundið með tommustokknum, og Þorfinn Kristjánsson, sem þú getur þekt á því að hann tekur i sífellu í nefið og snýtir sér á víxl í sjö vasaklúta, sinn með hverjum lit. Nei líttu bara á, hér ber vel í. veiði, hér koma þingmans- efni heimastjórnarinnar, þessi þarna sem er eins og hann sé nýbúinn að fá að borða er Jón Magnússon bæjarfógeti; hann hefir liðlega 20 þús, kr. tekjur af embættinu, og þessi þarna, sem lítur út eins og hann haíi aldrei bragðað mat, er Knud Ziemsen borgarstjóri, hann hefur nú heldur ekki nema 5 eða 6 þúsund kr. í laun. Þessi þarna sem virðist hafa dókt gæruskinn undir húfunni er Magnús Gíslason skáld, hann er með fangið fult af umslög- um frá kosningaskrifstofu Heimastjórnarmanna, en er jafníramt að »agitera« fyrir Sveini Björnssyni; sjálfur ætlar hann að kjósa alþýðufulltrúana — þetta er kallað skáldaleyfi. Þessi hái svarti voða sæti ttiaður, er Pétur Zophaníasson uPpfundinga maður, hann finn- Ur upp kosningabrellur fyrir ^eimastjórnarmenn. Þú sérð uatin á bágt með að ganga, hann hefir verið afar fótaveik- Ur eftir að »Dagsbrún« er farin að nefna hann altaf með heldri niönnum Heimastjórnarmanna og getur síðan helzt í hvorug- ann fótinn stigið. Þarna er dr. Alexander, sem eftir því sem sjö ára rannsóknir Jóhanns ættfræðings hafa leitt í ljós, alls ekki heitir í höfuðið á doklor Alexandir mikía. En komdu ekki nærri honum, hann er vis til þess að snúa þér á Þýzku, eða að yrkja um þig lofkvæði«. (Ef vel Hggur á mér skal ég í næstu »Dagsbrún« segja frá hvað írekar bar fyrir okkur frænda minn.) Jón Söngur. Söngskemtun. Eg var á söngskemtan Egg- erts Stefánssonar í Báruhúsinu i fyrrad. 25. þ. m. Eg hafði því miður ekki söng- skrá, svo ég man ekki nöfn allra laganna: Fyrsta lagið, sem ég ekki þekti, en mér heyrð- ist vera með þýzkum texta, þótli mér mjög fallegt og mjög vel með íarið. Röddin hjá Eggert hreymfögur og skær, en þó helzt til hvell, sem mér þykir óprýða góðan söng. Eitt af lögum Sigvalda Kaldalóns lækni, — bróðir söngvarans, — við hið alþekta kvæði eftir Qr. Tomsen: Ríðum, riðum og rekum yfir sandinn, þótti mér bara mjög svo snoturt lag. Og heyrði maður greinilega tölt- hljóðið í rödd Eggerts, einkum í byrjun lagsins, í orðunum, Ríðum, ríðum og rekum yíir sandinn, og þótti mér það mikil prýði. Síðasta lagið sem hann söng, Stándsen eftir Schubert, þótti mér ekki takast eins og það á skilið, þó veil ég eigi hvort Eggert getur farið betur með þá »Melodíu«. Undir spilinu veitti ég ekki eftirtekt, bar mjög lítið á þvi, og mun það vera hljóðfærið sem svona er hljóða lítið. R.vík 27. sept. 1916. J. Erlendsson. Heimastjórnar-grátstuna. í síðasta tbl. Lögréttu stend- ur: í bandalagi við Heima- stjórnarmenn hefði hann (aI- þýðuflokkurinn) getað trygt sér annað þingsæti Rvíkur. Með öðrum orðum: ef AlÞýðufl, hefði viljað nýta bandalag við Heimast.fl. þá hefðu Heima- stjórnarmenn orðið guðs lifandi fegnir að fá að koma að ein- um manni fyrir náð Alþýðu- flokksins. En í sama blaðinu er Lögr. ritstj. þó að reyna að telja lesendunum trú um, að Alþýðuflokkurinn hafi ekkert fyigii ___ JJorgun blaísins. Þeir fáu, sem ekki hafa geta komið af sér borgun fyrir blað- ið í vor, áður en þeir fóru úr bænum, eru beðnir um að borga það níi, annaðhvort til ólafs Friðrikssonar eða í Bókabúðina Laugaveg 4. Samtal. Jón: »Magnús Blöndalh býð- ur sig fram —------- Gisli: ójá, hann er að rifja upp fyrir sér hvernig það sé að falla í bannlandi. Jón: Sveinn Björnsson býð- ur sig líka fram. Gisli: Já, hann heldur víst að enginn verði eins duglegur og hann að berjast á móti kröfum alþýðunnar. Enginn barðist jafn hraustlega og hann á móti þvi á þinginu 1915 að landið keypti matvæli og seldi með innkaupsverði að kostn- aði viðlögðum«. Jón: Af hverju gerði hann það? * Gísli: Að því er séð verður aðallega af þvi, að tillagan um það kom ekki frá honum sjálf- um. Jón: En hann hefir þó verið á móti þegnskylduvinnunni ? Gisli: Þegnskylduvinnunni. Nei, biddu fyrir þér, það var hann sem var aðalmaðurinn (ásamt Matthíasi ólafssyni) í því að láta fara að greiða at- kvæði nú um þegnskylduvinn- una, þó málið sé algerlega ó- undirbúið. Jón: Eg held jeg vilji nú samt heldur Svein en J. M., ef um þá tvo væri að velja. Gísl: Eg held það sé alveg sama hver þeirra er, þeir eru eins og tveir skæklar af sömu mórauðu gæruuni! Jón: Eða tvö hrútshorn á sama hausnum, eða eins og tveir tvískildingar með gati, eða eins og tvö eyru af sama Gísli: Nei, hættft nú Jón því nú heyri ég á þér að þú ætl- ar að fara að verða skömm- óttur. Himinn og íörð. Búrinn eða búrhvelið (Physeter marcooce- phalus) er stærstur allra tannhvala. Karldýrið er vanalega 50—60 fet, en getur orðið 80 feta langt; kvendýrið helmingi minna. Blástursholan á hon- um snýr fram á við og er hann því auðþektur langt að á blástrinu. Hvalveiðamenn skutu hann einstaka sinnum hér við land, og eins hefir það borið við að hann hafi rekið. En sjaldgæfur hefir hann alt af verið, því aðalheimkynni hans eru heítari höfin. í haus búrhvelisins, sem er þriðj- ungur þess, og alveg þverbrattur að framan, er verðmæt olía, hvalsauki (Spermacet), sem storknar þeg ir dýrið drepst. I innyflum þessarar hvalteg- undar myndast, á enn þá óþektan hátt, afardýrt ilmefni „ambra", kostar pundið af því svo þúsundum króna skiftir. Búrhvelin halda sig í torfum, »grind- um«; þau lifa eingöngu á smokkfisk- um. Hverir. Á flestum útlendum tungumálum heitir hver „geysir", af því Geysirvar fyrsti hverinn, sem vísindamenn al- ment þektu. Hverir eru víða annarstaðar en á íslandi, t. d. á Nýja-Sjálandi og í Yellowstone Park í Bandarlkjum Norður-Ameríku. Einkum eru gos- Kosninga- skrifstofa Alþýðuflokksins er í Bárulbiid uppi (beint á móti stiganum, þegar upp er gengið). Opin fyrst um sinn frá lil. 4_s Síðd. hverirnir í Yellowstone Park frægir. Stærstur þeirra er Risinn (the Gigant) sem gýs 85 metra hátt og oft ix/« klukkustund í einu, og vanalega á. viku fresti. Annar hver þar heitir „Tröllkonan«, en eigi gýs sá hver eins oft. »01d Faithful* (gamli Trygg- ur) heitir hver, sem gýs i sífellu 50 metra hátt, með liðlega kl.st. millibili. Alls eru á þessum stað yfir 90 gos- hverir. Til samanburðar skal hér sett gos- hæð Geysis. Hún hefir reynst mjög breytileg; á seinni árum 20 til 30 metra. Eggert Ólafsson segir að Geys- ir hafi þegar hann kom þar 1750, gosið 120 metra hátt, en Thoroddsen álítur þá ágiskun vera of háa. Hæðsta gosið sem mælt hefir verið var 70 metra. Þetta og hitt. Af liunilnni eru til mjög margar tegundir og mjög eru þær frábrugðnar að stærð og útliti. Særstu hundategundirnar, t. d. Bernharðshunder og Mastiffar geta verið á fjórða fet á hæð, og dæmi vita menn þess, að Bernharðshundur hefir verið 240 punda þungur. Minstu hundategundirnar eru aftur á móti ekki álnarfjórðung á hæð, og ekki nema liðugt pund á þyngd. Borgarstjóra- skrifstofan verður opin frá 1. okt. að telja frá Kl. 10—12 o« 1—3 hvern virkan dag. Xlæíaverzlun og saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt fataefni ekta litir. ITljót af- gnreiösla — Vönduð viiiiui. IVý fataefui með hverju skipi, Sparið peninga. Auglýsingnm í Dagsbrún veitt móttaka í líókabúðinni, Laugavegi i.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.