Dagsbrún


Dagsbrún - 02.10.1916, Page 4

Dagsbrún - 02.10.1916, Page 4
116 DAGSBRÚN Blöðruselurinn. Udlurak sat flötum beinum í skinnbátnum — kajaknum — sem hann reri áfram með því að dýfa tvíblöðuðu árinni á víxl á stjórn og bak. Kajakinn var rennilegur far- kostur; ekki álnar breiður mið- skipis, en átta álna langur, og dýptin aðeins fet. Á skinnþil- fari kajaksins rétt framan við gatið sem Udurak sat í, var skutulfærið hringað upp — það var úr kampsels-skinni — neðri endi þess var festur í útblás- inn belg eða pússara, sem lá á þilfarinu, fyrir aftan Udurak ofan á tveimur 3 álna löngum spjótum, en hinn endinn var festur í skutulinn, sem lá stjórnborðamegin. Þeim megin, en fyrir framan hann Iáu einn- ig kasttré tvö, þessi einkenni- legu, hugvitssömu áhöld, sem auka kastmátt handleggsins, og sem forfeður okkar þektu og notuðu þegar þeir fyrir 25 þús- und árum lifðu á hreindýra-' veiðum á hinum þá kaldrana- legu sléttum Mið-Evrópu, en sem síðan sögur hófust, hafa aðeins verið notuð við Nyrðra Ishafið, í Suður-Ameriku og í Eyálfu. Sjórinn var spegilsléttur, nema hvað hægur andvari af landi gáraði langa flekki á hann hér og hvar, en það var algerlega öldulaust, því megin- ísinn var skamt undan, þó eigi sæist hann úr kajaknum. Ein- stakir hafísjakar voru hér og þar milli skerjanna og lágu eyjanna. Udlurak fór í hægðum sín- um, því hann var á veiðum. Hann reri eins og ósjálfrátt, því hugurinn var allur við að horfa eftir sel. Hann hafði drepið hringanóra rétt utan við vörina og snúið við með hann aftur til lands, en síðan hafði hann ekkert séð — það er að segja, ekki sel, nóg var nú af æðar- og svartfuglinum. — En hvað var nú þetta, þarna beint í suðrinu; sannarlega —. Ud- lurak sneri kajaknum til hálfs með einu árataki, og tók svo sterklega á árinni, sem hann dýfði ótt og títt, að hann þaut áfram, í áttina til selsins. Því selur var það, og það stór sel- ur. Það var auðséð, borið sam- an við æðarfuglana i hópnum, sem var vinstra megin við hann, og aðeins lítið eitt lengra burtu. Þegar Udlurak nálgað- ist, sá hann að það var blöðru- selur — karldýr — það mátti sjá á blöðrunni, sem hékk fram yfir trýnið. Selurinn, sem hefir legið leti- lega og hvílt sig á því að láta sig fljóta í yfirborðinu en ekki tekið eftir neinu óvanalegu, sér nú blika á árarblað Udluraks, og strókar sig til þess að sjá hvað er um. En Udlurak, sem ekki hefir haft augun af hon- um, sér við honum, hann hættir snögglega að róa, og situr grafkyr. Og þó skrið sé á bátnum, þá sér selurinn enga hreyfingu á honum, því hann stefnir beint í áttina til hans. Selurinn lætur sig því falla niður aftur; dýrin hræðast nær aldrei það sem er algerleg kyrð á, enda ilt að koma auga á það, sem ekki er á hreyfingu. Vita það og ílest blóðheit dýr, og er það orsök þess, að tvö svo að öllu ólík dýr sem rott- an og sandlóan, haga sér eins, þegar þau leita sér fæðu: hl.aupa í sprett, og ger-stanza á milli. Við og við lítur selurinn i áttina til kajaksins, en Udlurak stanzar þá á augabragði og sit- ur grafkyr, þar til ^elurinn lítur í aðra átt, þá rær hann aftur af kappi. Udlurak nálg- ast nú óðum selinn, og þegar hann kemur í skotmál, hættir hann að róa, gáir í snatri að hvort skutulfærið er greitt, þrífur, fljótt en hljótt, annað kasttréð og skutulinn. En um leið og hann snertir skutulinn verða þau viðbrigði að tenn- urnar i honum hætta aðglamra, veiðiskjálftinn sem hann hefir haft siðustu mínútuna er far- inn úr honum, eins og skjálft- inn úr glímumanninum sem byrjar að glima. Udlurak heldur árinni í vinstri hendi, sem hann réttir fram, til þess að geta teygt þá hægri með skutlinum þess lengra aftur. Hann hallar sér aftur á bak og Iyftir skutlin- um, en áður en hann er full- reiddur til skots, hefir selurinn látið sig síga í kaf. Udlurak er hinn rólegasti — hann veit að selurinn kafaði til þess að leita sér fæðu, en ekki af því að hann hafði stygst, og að hann þess vegna muni koma upp einhversstað- ar í nándinni. Meðan hann bíður eftir því að selurinn komi upp aftur, kemur honum snöggvast til hugar að láta hann í friði — mörgum kajaknum hefursærð- ur blöðruselur grandað, svo ræðarinn hefur druknað. Og þó Udlurak hafi unnið marga blöðruseli á ís, hefur hann að- eins drepið einn á sjó, og hann langtum minni en þennan, sem eftir hausstærðinni vafalaust var á fimtu alin á lengd. Það var karl á borð við þennan sem hann eitt sinn sá koma með svo mikilli ferð upp úr sjónum, að hann gat hent sér upp á meira en mannhæðar háan flatan jaka. — Langt burtu sér Udlurak tvo kajaka; hann veit að það eru þeir Nartok, sem eins og hann vill eiga Haf- erluna, og Akasuak faðir henn- ar, en að hvorugum þeirra mun detta í hug að ráðast á svona stóran blöðrusel — ekki á sjó. Kemur kapp í Udlurak við að sjá Nartok? Nei, þvert á móti; hann hugsar semsvo: Síðan nýja tunglið fæddist er ég búinn að fá eins marga seli og fingurnar eru á mér, ef ég ekki tel þann, sem kól af mér þegar gamli Lukartak varð úti. En Nartok er ekki búinn að fá fleiri en þá sem eru á hend- inni, sem mig vantar á fingur- inn. Og frá því gamla tunglið fæddist þar til það dó, fékk ég eins marga seli eins og fing- urnar eru á Nartok og Akasuak, og auk þess tveir fingur á Haf- erlunni. En Nartok fékk ekki nema eins og fingurnir eru á höndum Akasuaks, og annari hendi Haferlunnar. Eða hefir nokkur langa lengi bragðað hreindýrsmaga, nema hjá Haf- erlunni? En hver var það sem drap hreindýrið, og gaf Haf- erlunni úr því magann? ónei, hann — Udlurak — skyldi vissulega ekki vera það flón að láta blöðruselinn drepa sig, því þá, og að eins þá, mundi Nartok fá Haferluna. — Meðan Udlurak var í þess- um hugleiðingum kom selur- inn upp að eins örfá skotmál til vinstri frá bátnum, en um leið og Udlurak kom auga á hann, fékk hann á ný ákafan tannhristing, og óljós löngun eftir að finna kraftinn í sjálf- um sér, eitt af því, sem hefur stuðlað að því að lyfta ættinni homo yfir hinar spendýraætt- irnar — bar ofurliði hinn nýja ásetning hans, sem þyrlaðist burt eins og þurrasnjór í vetr- arstormi. Udlurak snýr því kajaknum í snatri, en þó með hægð, og knýr hann á fleygiferð i átt- ina til selsins. En rétt utanvið skotmál kemur selurinn auga á hann og kafar þegar í stað. En Udlurak veit að blöðruselur- inn er forvitinn, svo hann held- ur áfram þangað sem selurinn hvarf, þar staðnæmist hann. Örfáar sekúndur líða, svo rek- ur selurinn upp hausinn lítið eitt til vinstri framundan bátn- um, i góðu færi. En hér um bil um leið kemur hann auga á Udlurak og gerir viðbragð til að stinga sér. En veiðimaðurinn hefir séð selinn um leið og hann kom upp, hefir reigt aftur hægri handlegginn, og skotið skutl- inum, sem með lágum hvin hefir þotið bilið að selshryggn- um, sem hann hverfur í upp að skafti, áður en selurinn kemst í kaf. Hér um bil sam- tímis og skutullinn hittir sel- inn, grípur Udlurak kasttréð milli tannanna, vindur sig í sætinu, svo hann nær til púss- arans og snarar honum út- byrðis. Udlurak tekur nokkur áratog og innbyrðir skutuls- skaftið, sem er þannig útbúið, að það losnar við skutulinn, þegar selurinn kafar. Siðan rær hann alt hvað hann getur á eftir pússaranum, sem selur- inn dregur með miklum hraða; hann þarf að vera f nándinni, et selnum skyldi detta í hug að ráðast á belginn. Tækist selnum að rífa hann, gæti verið að hann slippi. — Við og við dregst pússarinn í kaf, og loks hverfur hann alveg; selurinn leitar í dýpiðl Udlurak rær enn þá æði spöl, losar og hefir til taks annað spjótið sem hann hefir fyrir aftan sig, og bíður svo þess, að selurinn komi upp aftur. Nokkrar mínútur líða, þá skýt- ur upp pússaranum örskamt frá bátnum, og rétt á eftir seln- um, sem strax fær auga á kaj- akinum. En hann er ekki hræddur við manninn í skinn- bátnum nú, eins og áður en skutullinn hitti hann. Þvert á móti hefir sársaukinn gert hann svo reiðan, að öll gætni er blinduð; hann hugsar bara um befndina og með uppblásna blöðruna á trýninu og opið ginið lemur hann sjóinn með hreifunum, svo boðaföllin standa um hann, og veður beint að bátnum. En í veika og valta skinnbátnum situr veiðimaðurinn flötum beinum og bíður eftir ófieskjunni, sem að honum ræðst. Honum hefir unnist tími til þess að losa hitt spjótið og heldur því með vinstri hendi ásamt árinni fyrir fram- an sig þvert yfir bátinn, sem snýr þannig, að selurinn sækir á hann framanverðan vinstra megin. í hægri hendi hefir hann kasttréð og spjótið reitt til skots, og góðmenskublær brúna, breiðleita eskimóa-andlitsins hefir sem snöggvast orðið að víkja fyrir karlmenskusvip. Þetta mætti hæglega verða bani veiðimannsins, en Udlurak hugsar ekki um það nú, slíkt hugsa karlmenni ekki um fyr en eftir á. Selurinn er ekki bátslengd frá kajaknum þegar spjótið ríður beint í opið ginið, og af svo miklu aíli, að odd- urinn stendur út hnakkamegin. Eitt árartak, og kajakinn er kominn á snið við selinn, sem stanzar og strókar sig hátt upp úr sjónum. Blóðið fossar niður háls selsins og litar sjóinn,hann hristir hausinn ákaft til þess að reyna að losna við spjótið. En áður en það tekst, og áður en Udlurak veit vel af sjálfur hefir hann snúið við kajakn- um, og lagt blöðrudýrið með hinu spjótinu bak við vinstri lummuna. Það fer gegnum lunga og hjarla — dýrið er dautt. Udlurak heyrir nú óp; það eru þeir Akasuak og Nartok sem enn þá eru langt í burtu, sem ljósta upp fagnaðarópi: vera, sömu tegundar og þeir, — drap. Brúkaðar námsbxknr, innlendar og erlendar sögu- og fræðibækur, fást mjög ódýrar i Bókabúðinni á Laugavegi 4. Gamlar bækur teknar til útsölu- Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.