Dagsbrún


Dagsbrún - 13.10.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 13.10.1916, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN CT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐGR: ÓLAFCR FRIÐRIKSSON POLIDEKKI RANQINDI FREMJIÐ EKKI RANGINDI — - 37. tbl. Reykjavlk, föstudaginn 1 3. október. 1916. Stjórn og stefna þjóðarskipsins. Ef að við værum stödd nokkur hundruð mílur út á regin haíi, á skipi, sem við ættum sjálf, þá mundum við kjósa nokkra menn til þess að stjórna skipinu, og stýra því til lands. En mundum við láta þá algert ráða til hvaða lands væri farið? Mundum við láta þá ráða hvort þeir sigldu okkur til lands, þar sem við ættum að vinna fyrir lágu kaupi, en þó bera þungann af sköttunum, eða hvort þeir héldu sldpinu til þess lands, þar sem þeir borga skattana sem borgað geta ? Allir með fullu viti munu svara: Við ákveðum sjálfir, til hvaða lands er haldið — hvert stefna skal — og kjósum þá menn sem við höfum traust á, til þess að stýra eftir þeirri stefnu. En er það nú þessi aðferð sem við höfum, við sem erum á íslenzka þjóðarskipinu ? Nei, síður en svo! Við kjósum menn til þess að stjórna því, sem ein- hver Ijómi stendur af eða dýrð, annaðhvort af því þeir eru embættismenn eða efnamenn og látum þá ráða, hvert haldið er! Og hver er svo árangurinn af stjórn þessara manna? Hvert hata þeir stýrt skipinu í þessi liðlega 40 ár, sem við íslend- ingar höfum haft sjálfstjórn? Því er fljótsvarað. Þeir hafa stýrt því þangað, sem þeim kom bezt, en almenningi verst. En nú tekur alþýðan sjálf stýrisiaumana. Leiðbeiningar við kosningarnar I. vetrardag. Þegar kjósandi kemur inn í lierbergi kjörstjórnar er honum fenginn atkvæðisseðill, og er hann útlits eins og efri mynd- in í næsta dálki sýnir. Er kjós- anda þá vísað á kjörklefann, og fer hann þangað með seðil- inn. í kjörklefanum stimplar kjósandinn (með stimpli, sem þar er) yfir hvíta blettinn h'aman við nafn þeirra tveggja hianna, er hann vill kjósa, og ei' seðillinn eins útlits þegar atþýðuflokksmaður hefir kosið eins og neðri myndin sýnir, stlmplað framan við nöfn Jörundar og Þorvarðar. Menn ei'u ámintir um að þerra vel st'mpilblekið á seðlinum, svo ekki klessist þegar þeir leggja hann saman. Sömuleiðis er Kjörseðillinn, sem kjósanda er afhentur, lítur þannig út: Jón Magnússon Jörundur Brynjólfsson Knud Zimsen Magnús Th. S. Blöndahl Sveinn Björnsson Porvarður Porvarðsson En þannig þegar Alþýðuflokksmaður hefir kosið (stimplað yfir hvítu blettina fyrir framan nöfn Jörundar og Þorvarðar): Jón Magnússon Jörundur Brynjólfsson Ivnud Zimsen Magnús Th. S. Blöndahl Sveinn Björnsson Porvarður Borvarðsson kjósendum bent á, að þeir geta skilað kjörstjórninni seðlinum aftur, og fengið annan, ef hann ónýtist hjá þeim, eða þeir af vangá slimpla við aðra menn en þeir ætluðu að kjósa. Að lokinni kosningu leggur kjósandi kjörseðilinn aftur í sama brot og stingur honum í atkvæðakassann. Þeir sem þess óska geta fengið einhvern úr kjörstjörninni til að aðstoða sig við kosninguna. Akureyri. Hver kosinn verður á Akur- eyri er enn óvíst, en hitt er hinsvegar áreiðanlegt, að það verður ekki Sigurður dýralœkn- ir. Það er þvi bein skylda Sig- urðar eftir þvi sem nú stend- ur á, að draga sig í hlé, ef það er alvara hans að ætla sér að fylgja flokki óháðra bænda. Þvi þó sá flokkur, og Alþýðu- flokkurinn séu í ýmsu andstæð- ir, þá er þó takmark þeirra beggja að koma valdinu í hend- ur almennings, og jafnframt, að koma á eðlilegri flokkaskifi- ingu. Þess vegna: Sigurður Einarsson dýra- læknir verður seinni tímans vegna að draga sig i hlé nú. En geri hann það ekki verða þeir sem ætluðu sér að kjósa hann að taka i taumana. Peir sem stimpla við nafn Sigurðar, eins og nú er ástatt, stuðla að kosningu Magnúsar Kristjánssonar. Af sem áður var. Það var sú tíðin, að Tryggvi gamli Gunnarsson mátti sín nokkurs í Heimastjórnarflokkn- um, en nú má sannarlega segja, að af sé það, sem áður var. í 35. tbl. Dagsbrúnar var skýrt frá því, hvernig Tryggvi gamli á einum fundinum, sem Heima- stjórnarmenn héldu til þess að rifast og skammast innbyrðis um það, hverjir æltu að verða i boði af þeirra hálfu við þing- kosningarnar, mólmœlti því ein- dregið, að það yrðu þeir Jón Magnússon og Knud Zimsen, af því hvorugur mætti vera að þvi. En orð Tryggva gamla voru ekki metin neins. Hinn nýi harðvítugi foringi Heima- stjórnarmanna, Jón Þorláksson landsverkfræðingur, sem búinn er að taka ráðin af Hannesi

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.