Dagsbrún


Dagsbrún - 13.10.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 13.10.1916, Blaðsíða 4
120 D A G S B fl U N Skipið, sem sökk. Einkennilegur atburðnr varð hér í Rvík á laugardagskvöld- ið — svo einkennilegur að slík- ur atburður hefur ekki heyrst fyr, sem sé það, að togarinn Skallagrímur sem lá hér á höfninni (ekki þó innan við hafnargarðana) sökk, án þess menn viti enn hvað valdið hefur. Að eins tveir menn af skipshöfninni voru í skipinu þegar atburðinn har að hönd- um, þeir Þorlákur Jónsson og Karl Guðmundsson. Höfðu þeir eitthvað um kl. 11 flutt í land verkamenn er voru að starfa í skipinu, en að því loknu hit- uðu þeir sér kókó og átu. Lagðist Karl síðan fyrir, en Þorlákur, sem var vökumað- ur fór niður í lest til þess að gá að ofnum sem þar var látið loga á til þess að þurka lest- ina að innan, þar eð átti að mála hana. Var dautt á ein- um þeirra og gekk nokkur timi i það að kveikja í honum á ný. Fór Þorlákur að þvi búnu upp og gekk aftur eftir skipinu. Sá hann þá glitta í vatn aftast á þilfarinu, og hélt þangað, þar eð hann undraðist hvernig mundi standa á vatni þar. En þegar hann kom þar að og leit út fyrir borðstokk- inn sá hann að sjórinn stóð jafnhátt þilfarinu, eða öllu hærra. Kallaði hann þá niður til Karls, sem var um það bil að sofna, að skipið væri að sökkva, og kom hann þegar upp. Lokuðu þeir þá lúkun- um er aftastar voru, að ekki streymdi þar inn sjór, því þeir hugðu að skeð gæti að björg- unarskipið Geir gæti komið til hjálpar áður en skipið sykki. En meðan þeir voru að þessu var skipið sígið svo að aftan að sjórinn fossaði niður í ká- etuna og voru þeir félagar þá á báðum áttum um að fara niður í hana að bjarga skips- hundinum, en afréðu þó að fara það ekki, og hefur það vafalaust verið rétt ráðið, þó leitt væri að rakkinn skyldi drukna. Þei'm félögum datt í hug að höggva á akkerisfestar skipsins, og láta vindinn bera það að landi, en bæði var, að seglskip eitt lá milli Skalla- gríms og lands, og það skamt frá, enda vafamál hvort ekki var betra að skipið sykki þarna á mjúkan leirbotn, heldur en að það ræki upp í fjörustein- ana. Skipsbáturinn var festur aftan á skipinu og varð Þor- lákur að vaða upp í mitti til þess að ná í hann. Mun skipið hafa sokkið skömmu eftir að þeír Þorláknr og Karl náðu landi. Kafarar frá björgunarskipinu Geir hafa skoðað skipið, þar sem það líggur á mararbotni (möstrin standa upp úr sjón- um) og ekki getað fundið á því neina skemd. Verður reynt að lifta því með því að dæla yillers Xonversatins íeksikon nýjasta útg., fæst með tækifæris- verði í Rókabúðinni á Laugav. 4. úr því sjónum, en takist það ekki, verður því lift með skip- um. Áreiðanlega tekst að ná »Skallagrími« upp, og er það vátryggingarfélagið, sem ber af þvi kostnaðinn, og eins af við- gerðinni, ef skipið er skemt, Tjón útgerðarfélagsins (H/f. Kveldúlfur) verður því áreið- anlega mjög lítið, eða ekkert. Sjómenn og aðrir Alþýðuílokksmenn, sem ekki eru í bænum kosn- ingadaginn 21. þ. m., verða að greiða atkvæði fyrir kosning- arnar. Leitið upplýsinga um þetta á skrifstofu Alþýðuflokksins i Bárubúð uppi. Opin frá kl. 4 til 8 siðd. hvern dag. „Bitið höfuðið af skömminni“. Hingað til hafa allir undan- tekningarlaust kannast við það, að dómarastaðan væri allsendis ósamrýmanleg þingbiðilskvabbi meðal þeirra manna, sem dóm- arinn á yfir að segja. Þessu hefir enginn andað á móti, enda þó að Jóni Magn- ússyni hafi verið liðið að bjóða sig fram tvisvar sinnum á fá- um árum, rett eins og mönn- um í stjórnarráðinu og yfirlög- reglunni hefir verið liðið að vera fullir, kúm, hrossum og kindum hefir verið liðið að ganga sjálfala um götur bæjar- ins o. s. frv., o. s. frv. En nú bítur »Lögrétta« höf- uðið af skömminni 4. þ. m. og segir að það sé sjálfsagt, að lög- reglustjórastaðan og dómara- staðan víki fyrir þingstarfinu. Jón Magnússon leit sjálfur öðru vísi á þetta 28. júlí 1916. Þann dag skrifar hann undir álit. launamálanefndarinnar sælu. En þar í stendur þetta: »Það getur komið fyrir og hefir stundum komið fyrir, að dómarar eru grunaðir um hlut- drægni, fyrir afskifti þeirra af öðrum málum. En það skiftir miklu til þess að réttarástandið í landinu verði heilbrigt, að rýma burl sem unt er öllu til- efni til þess, að slíkur grunur geti komið upp og fest rætur hjá almenningk. BIs. 333. »Nú við síðustu breytingu á stjskr. 1915 var leitt í lög að þeir (yfirdómararnir) mæltu ekki eiga sæti á alþingi, bygt á þeim ástæðum, að nauðsyn- legt væri að dómendurnir væri ekki bundnir við nein önnur störf, er gæti gert þá meira eða minna háða öðrum mönnum, hvort er einhverjum stjórnar- völdum eða almenningi. Það er auðvitað mikið um vert að tryggja þannig sjálfstæði hinna æðstu dómenda í land- inu til beggja hliða, en hitt er þó sjálfgefið, að mikið er undir, að aðrir dómendur landsins, liéraðsdómararnir, séu sem sjálfstæðastir og óháðir bæði umboðsvaldinu og almenningk. Bls. 342. Og Reykvíkingar eru honum áreiðanlega sammála. Allir aðrir en breysku kunningjarnir og smalarnir hans, ef hann kynni að eiga þá einhverja. Það væri ofboð skiljanlegt, að vínhneygður yfirmaður eða heldri maður, eða bara troll- araskipstjóri, vilji eiga vingott við yfirvaldið sitt og gefa hon- um atkvæði sitt. Og þá væri það ekki síður skiljanlegt, um menn, sem kynnu að eiga enn meira á hættu, t. d. um mann, sem kynni að hafa farið eitt- hvað óvarlega með annara fé, eða selt hlut, sem hann átti ekki. Án. Samtal. O: Veistu hvaða togari hef- ur verið fljótastur að fylla sig? P: Skallagrímur. O: En veistu hvaða verk hef- ur tekist verst hér í Reykjavík? P: Nei. P: Já, honum Þorláki tókst illa að þurka lestina í Skalla- grími, því; hún fyltist af sjó, en þú skalt sanna að heima- stjórnarsendisveinunum mun ganga enn ver að telja al- menningi hér í Rvík trú um að hæztlaunuðuembættismenn- irnir séu beztu fulltrúar alþýð- unnai'. O: Já, það segirðu satt. Enda munu þeir liggja eins og sveskja! 0: En hvað heldur þú um Svein og Blöndahl? P: Það sama og um rollurn- ar sem hann Jakob á Klaufa- brekku rak í sveltið á harma- sylluna í Eiðrofahamri. 0: Hvað varð um þær? P: Þær urðu sjálfdauðar. Haugalygi „Lögréttu“. Því hefír margoft verið lýst yfir hér í blaðinu, að Alþýðu- flokkurinn væri ekki í banda- lagi við neinn ílokk. En þrátt fyrir það heldur ritstjóri »Lög- réttu« áfram að ala á þeirri haugalygi, að Alþýðuflokkur- inn hafi gert bandalag við »Þversum« um þingmanna- efnin. Alþýðuflokkurinn valdi þá Jörund og Þorvarð, án tillits til nokkurs annars flokks. Hitt er hins vegar ekkert leyndarmál — enda má lesa það í »Land- inu« — að Þversum-menn ætla að kjósa frambjóðendur Al- þýðuflokksins, og er það skilj- anlegt, þar þeir hafa enga fram- bjóðendur sjálfir hér í Rvík, en eiga bæði Heimastjórn og Langsum grátt að gjalda. „Dagsbrún" jramvegis. »Dagsbrún kostar framvegis eins og hingað til 2,50 árg., þegar greitt er f yrírfram. annars 3 kr. Bráðlega verður verðið á blaðinu í lausasölu fært upp í 10 aura fyrir heilt blað og 5 aura fyrir hálft. verður þá margfalt ódýrara að vera fastur áskrifandi. <>keyi)is sundkenslu i laugunum veitir Erlingur Pálsson sundkennari sjómönnum þennan og næsta mánuð. Það sem fólkið vill lesa. Nýgift eru: Þorsteinn Sigurðsson kaupm. og ungfr. Þóranna Simonar- dóttir úr Hafnarfirði, Daníel Krist- insson póstmaður og ungfr. Asa Guð- mundsdóttir, Guðmundur Guðmundss skipstj. á »Snorra goða« og ungfrú Kristín Teitsdóttir, Vilmundur Jóns- son læknir og Kristín Ólafsdóttir frá Hjarðarholti, sem er að lesa lög við Háskólann. Trúlofuð eru: Guðrún Einarsdóttir og Jón Bjarnason trésmiður. Sveinn aljiýðumaður! í síðustu »Isafold« er grein um það, að verkamenn eigi ekki að kjósa Jörund, af þvi hann sé ekki alþýðu- maður, heldur barnakennari og 4ust- firðingur! Greinin endar á því að segja, að verkam. sé óhætt að kjósa Svein Björnsson og Magnús Blön- dahll Himinn og iörð. Hreindýrin fella hornin árlega, og árlega vaxa þau á ný. í Noregi og Finnmörku fella simlarnir (karldýrin) þau í des- ember eða janúarmán., en simlurnar íella ekki fyr en á vorin. Norðurfar- inn Mac Clure segir að bæði simlar og simlur á eyjunum fyrir norðan Ameríku felli hornin í maí—júní. Á hvaða tima árs ætli hreindýrin felli hornin hér á ladni? Xlxðaverzlun og saumaslofa Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataeíni ekta litir. JbPljót af- g'reiösla — Vönduð yinna. Ný lataelni með hverju skipi, Sparið peninga. Brúkaðar námsbxkur, innlendar og erlendar sögu- og fræðibækur, fást mjög ódýrar í Bókabúðinni á Laugavegi 4. Gamlar bækur teknar til útsölu. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.