Dagsbrún


Dagsbrún - 20.10.1916, Qupperneq 1

Dagsbrún - 20.10.1916, Qupperneq 1
=3 DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA POLID BKKI RANQINOI GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 38. tbl. Reykjavik, föstudaginn 20. október. 1916. Af Dagsbrún lioma út tvö blöð í dag, nr. 38 og 39. I kvöld föstudag, heldur Alþýðuflokk- urinn almennan fund í Báru- búð, og er þess vænst, að allir frambjóðendur, sem eru í bæn- um komi á fundinn. Fundurinn verður vafalaust fjörugur og ættu menn að fjöl- menna á hann. Fundurinn byrjar kl. 8l/s. Á morgun á að kjósa. Kosningin fer fram í Barnaskólahúsinu og byrjar kl. 12 á hádegi, en mun standa mestan hluta dagsins. Kosn- ingaskrifstofa Alþýðuflokksins sem er í Bárubúð uppi (gegnt stiganum, þegar upp er komið) er opin allan daginn, og geta menn þar fengið allar upplýs- ingar er menn vilja viðvikjandi kosningunum. Alþýðufiokkurinn. Auðsjáanlega er nafnið »A1- þýðuflokkur« þyrnir í augum mótstöðumannanna, líklegast af því að þeir halda að nafn- ið verði vinsælt, enda nefna þeir hann aldrei því nafni, heldur jafnan verkmannatlokk. Nú er í öllum þingræðislönd- um siður, að nefna síjórn- málaflokka því nafni sem þeir sjálfir nefna sig, en það gera þeir eftir einhverju sem þeim finst einkenna flokkinn. Hér á landi er flokkur sem nefnist Heimastjórnarflokkur og annar sem nefnist Sjálfstæðisflokkur. Engum dettur í hug að segja að Heimastjórnarmenn séu þeir einu sem vilja heimastjórn eða Sjálfstæðismenn þeir einu sem vilja sjálfstæði. Eins er um nafn Alþýðuflokksins. Það eru margir alþj’ðumenn sem ekki «ru í flokknum, af því þeir skilja ekki enn þá, hvað er þeirra eigin hagur, eða hvað skyldan gagnvart framtíðinni býður þeim. Hinsvegar eru í flokknum menn sem ekki eru alþýðumenn, en reynslan er- lendis frá sýnir, að það er til- tðlulega mjög fáir efnamenn sem gerast jafnaðarmenn. — Elokkurinn hefir tekið þetta nafn af því þeir sem hann fylla eru þess fullvissir, að aðeins með því að alþýðan sjálf vakni til meðvitundar um, hvað þarf að gera og taki i taumana, er hægt að verjast því að ísland lendi í hinn opna kjaft auð- valdsins sem nú gín yfir okk- ur. Og aðeins með því að al- þýðan — það er þjóðin sjálf, almenningur — taki í sínar hendur framtíðarmál þjóðar- innar, getur ísland og íslenzka þjóðin orðið það, sem allir ís- lendingar — líka þeir sem í blindni sinni eru að berjast móti Alþýðuflokknum — óska að hún megi verða. Hvers vegna? Af því! Hvers vegna gerðu þeir Sveinn og Jón ekkert til þess að létta sköttunum af alþýðunni og leggja þá á þá, sem skattana geta borið, þegar þeir sátu á þingi? Af þvi að þeir þorðu það ekki fyrir þeim, sem styðja þá til kosninga, þeim félögum sínum, stórútgerðarmönnunum og öðr- um efnainönnum. Hvers vegna gerðu þeir ekkert til þess að samin yrðu lög, líkt og með öðrum þjóðum, til þess að komið yrði í veg fyrir hinar stórhneykslanlegu og heilsuspill- andi vökur, sem eiga sér stað á togurunum? Af þvi þeir þorðu það ekki fyrir útgerðarmönnunum. Hvers vegna gerðu þeir ekkert til þess að sporna við hinni af- ar heilsuspillandi og óþörfu næturvinnu, er á sér stað í Iandi, eða til þess að tryggja það, að sjómenn séu sendir á illa bún- um skipum beint í hina votu gröf ? Spyrjid þá að þvi! Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri, annað þingmannsefni Alþýðu- flokksins er því miður fjarver- andi og getur eigi tekið þátt í kosningaundirbúningnum. Eg vildi því leyfa mér að fara um hann nokkrum orðum, svo kjós- endur verði mintir á, að hann er einn af frambjóðendunum og alls ekki sá lakasti að hinum ó- lösluðum. Hann hefir boðið sig fram sem þingmannsefni Alþýðu- manna af því að skoðanir hans og störf í þarfir hins opinbera hefur hneigst mjög í þá átt, sér- staklega að styðja hag almenn- ings. Mætti í því efni benda á ýms mál, sem bæjarsljórnin hefir með höndum, sem hann hefir stutt eða jafnvel hrundið af stað og beint miðar að því að létta almenningi dýtíðarörðugleikana. Hann er hægur maður og gætinn og skoðar málin vel áð- ur en hann ákveður afstöðu sína til þeirra og er meiri trygg- ing fyrir því, að ekki verði hrapað að neinu í fljótræði og er nú ekki sízt brýn þörf fyrir slíka menn á þing er þeim eig- inleikum eru gæddir. Honum er sýnt um að ráða fram úr vanda- máíum og eru tillögur hans þá venjulega þær beztu og vænleg- ustu til sigurs. Kjósið Þorvarð allir þér, sem viljið hag alþýðunnar, allir þér, sem viljið skapa jafnvægi milli verkamanna og framleiðanda, allir þér, sem hafið verið oln- bogabörn þjóðarinnar hingað til, allir þér, sem viljið láta útrýma fjárgræðgi og eiginhagsmuna- pólitík einstakra manna, allir þer, sem viljið lyfta löggjafar- þingi voru upp úr þeirri niður- lægingu sem það er komið í fyrir mistök óráðhollra manna. Allir þér eigið að kjósa alþýðu- fulltrúana Þorvarð og Jörund. Alptjðumaðiir. Líftryg’ging-. Ólafur Friðriksson ætlar að fara að gerast umboðsmaður fyrir stærsta og líklegast trj'gg- asta og ódýrasta líftryggingar- félagið á Norðurlöndum. Hann biður því alla vini sína um að finna sig áður en þeir líftryggja sig. Hann er oftast að hitta milli 6 og 8 á kvöldin á skrifstofunni í Gamla-Bíó. Alþingiskosningarnar í Reykjavik. • í fyrsta sinn býður alþýðan menn til þingmensku úr sínum hóp. Þeir eru kunnir kjörum al- þýðunnar bæði af sjón og reynd. Hingað til hefir alþýða manna lcosið menn úr hóp embættis- manna eða stóreignamanna. Em- bættismenn hafa valið mennina og síðan sagt alþýðu að kjósa þá. Alþýða manna er nú loks- ins farin að sjá, að svo búið má ekki standa. Nú velur hún menn úr sínum hóp, sem hún veit að eru tryggir og trúir mál- efnum hennar. Embættismenn- irnir hafa ekkert hugsað um hag alþýðu. Þvert á móti. Þeir yiljiýðujlokksmenn. Munid að sækja kjói> endafundinn í Bárubiið í kvöld RI. S1/:. hafa velt nær allri gjaldabyrð- inni til landssjóðs yfir á herðar alþýðu. Sést það ljósast á þess- um dæmum: Aðflutningstollarnir. Tollurinn af sykri var árið sem leið (1915) 437,000 kr. Sykurtollurinn er óheyrilega hár, og langþyngst kemur hann nið- ur á alþýðu manna við sjóinn. Af hverju kg (2 pundum) sem maður kaupir, renna 15 aur. af verði sykursins í landssjóð. Ekki er ofgert að ætla að með- al fjölskylduheimili í þessum eina tolli 30—40 kr. ári. Kaffi- tollurinn var árið sem leið 188 þús. kr. Einnig hann greiðir fá- tæk alþýða í kauptúnum að mestu. Allir vita að embættis- og stóreignamenn eru ekki svo margir hér á landi, að þeir greiði svo nokkru nemi af þess- ari stóru upphæð. Nei, alþýðan greiðir hana að mestu leyti. Vörutollurinn var árið 1915 351,000 kr. Hann legst lang- þyngst á þær vörur sem almenn- ingur notar mest. Þannig borga t. d. þeir sem klæðast silki litlu meira fyrir sinn klæðnað í land- sjóð, heldur en þeir sem kaupa ódýrt efni í föt. Hver ætli græði á því? Áður var greitt til prests og kirkju eftir efnum og ástæðum. Á alþingi 1909 var því breytt, og allir látnir greiða jafnt. Ör- eiginn með fult hús af börnum, jafnt sem stóreignamaðurinn. Hvílík réttsýni! Mestu stuðnings- menn þessara laga voru Magnús Blöndal og Jón Magnússon, sem nú þykjast alt ætla að gera fyrir almenning. Þeir hafa reynd- ar lofað því áður, og svikið alt, svo kjósendum er ætlandi að þekkja þá. Þá hafa embættismenn á á seinni þingum verið að berj- ast fyrir því að íþyngja almenn- ingi enn meir og skulu þess nefnd nokkur dæmi: Á alþingi 1912 ætluðu þeir að koma á einokun á olíu. Utlent gróðafélag átti að fá einkaleyfi á sölunni alt að 20 árum. Fyr- ir tilviljun eina var það að þetta frumvarp var felt. Á alþingi 1913 átti að leggja tekjuskatt á alla alþýðu manna. Með því átti að auka tekjur landssjóðs um ðO þús. kr. Hver maður sem hafði 1000 kr. í laun á ári, átti að greiða 5 kr.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.