Dagsbrún


Dagsbrún - 20.10.1916, Síða 2

Dagsbrún - 20.10.1916, Síða 2
122 DAGSBRUN Litið ál Heimkominn frá Ameriku hefir Árni Eiríksson, Austurstræti 6, marg-ar falleg’ar og hentugar Vefnaðarvörur: Flónel, hyít og mislit, mjög falleg! Rekkjuvodir, Rúmábreióur, Tvistdúka óvenju fallega! Sirsdúka einlita og mislita, Itorguiikjóladúka mjög smekklega, Dagtreyjudúka, Kjóladúka, Svuntudúka óviðjafnanlega indæla, Tórept drifhvít og óbleikjuð, Grisju, Gluggatjaldadúka, Oxforddúka, Pigue, Cambric og §atin. Milliskyrtudúka, Vinnuskyrtudúka. Sokkar fyrir börn og fullorðna <>í* fjöldamargt fleira. !♦ Það kostar ekkertl í tekjuskatt. Áður höfðu svo lágar tekjur verið skattfrjálsar. Hálaunaðir embættismenn áttu að greiða því nær sama skatt og þeir höfðu áður gert, t. d. maður sem hafði 8000 kr. árs- laun átti eftir þessu frumvarpi að greiða 5 kr. meira heldur en hann hafði gert áður o. s. frv. Þessi hækkun lenti því öll á alþýðu, og um leið og þetta átti að gera, átti að hækka laun hæst launuðu embættismanna, biskups, landritara, simastjóra, landsverkfræðings og fleiri. Sú launahækkun nam á næstu tveim árum (1914—’l5) kr. 23,773,06. Með öðrum orðum, það sem fátæk alþýða átti að greiða um- fram það, sem hún hafði áður gert, átti að renna í vasa em- bættismanna í launahækkun. Heimastjórnarflokkurinn á þingi barðist fyrir þessu, (samt ekki óskiftur). Manna fremstur var Jón Magnússon. Sama ár (1913) átti að greiða skalt af fasteignum (300 kr. virði og meiru), hvort sem skuld hvíldi á eigninni eða ekki. Þessi skattur hækkaði gífurlega. T. d. maður sem átti litlar eign- ir, og greiddi eftir þá gildandi lögum kr. 1.50, átti eftir þessu frumv. að greiða 12 kr. í land- sjóð. Barist var fyrir þessu af sumum embættismönnum, en felt var það. En hvenær sem embættismenn ná tökum á al- þingi, má gera ráð fyrir að þeir dembi þessum skatti á og öðr- um sköttum þaðan af verri. Á síðasta þingi barðist Sv. Björns- son — og Jón Magnússon fylgdi honum að málum — fyrir því að láta kjósendur greiða atkvæði um þegnskylduvinnuna, og þá auðvitað að koma þegnskyldu- vinnunni á, en sömu mennirnir börðust um leið á móti því að landssjóður keypti kornvöru, kol og olíu banda landsmönnum. Enga skoðun höfðu þessir menn skapað sér um fyrirkomulagið á þegnskylduvinnunni. En hug- mynd þeirra var eftir því sem Sv. Bj. lét í ljósi, að menn á bezta aldri innu í 3 mánuði af sumrinu kauplaust, í eilt skifti I fyrir öll, auðvitað hvernig sem heimilisástæður þeirra væru. Þessari þegnskyldu átti að koma á, svo mikið yrði unnið fyrir landssjóð, t. d. að vegagerð, brúargerðum o. fl., án þess að leggja skatt á almenning. En skatt telja þeir góðu herrar ekki (Sv. Bj. og J. M.) að taka unga menn og láta þá vinna í 3 mán- uði að sumrinu kauplaust, Hvað ætli það sé mikill skattur? Minsta kosti 4—5 hundruð kr. Eftir þessa dálaglegu frammi- stöðu, ætlast þeir til, Sv. Bj. og J. M. að almenningur hér í bæ kjósi sig til þings. Mikið afskap- Iega mega mennirnir hafa lítið álit á alþýðukjósendum þessa bæjar, að þeir skuli Játa sér detta slíkt í hug. Verri snoppung getur enginn alþýðumaður rekið sjálfum sér, heldur en ef hann stimplar við nöfn þessara manna, kosninga- daginn 21. þ. m. Sama hver þeirra fjögra það er J. M., M. Bl., K. Z. eða Sv. Bj. Þeir eru þrír, .1. M., Sv. Bj. og M. BI., meir og minna riðn- ir við þessi mál, sem nú hafa verið nefnd, og margt fleira mætti nefna. Um borgarstjóra má líkt segja og hina áður nefndu. Hann er ekki meiri al- þýðumaður. Það sýna bezt til- lögur hans í bæjarstjórninni. Hann vildi gefa landssjóði 2 ha stóra lóð á melunum, minst 40,000 kr. virði. Því afstýrði Jörundur Brynjólfsson, svo lóð- in verður leigð landssjóði gegn 300 kr. afgjaldi á ári. Hann (borgarstj.) lagði til að selja lóðir á hatnar-uppfyllingunni o. fl. o. fl. Alþýðuflokkurinn vill að land- ið taki að sér einkasölu á oliu og kolum o. m. fl. Það yki tekj- ur landssjóðs um 600,000 kr. á fjárhagstímabili, og samt fengi almenningur mikið ódýrari kol og olíu heldur en ef einstakir inenn eða fjelög verzluðu með þessar vörur. Eg tala nú ekki um þessi einokunarfélög sem nú hafa þessar vörur. Kæmist sú verzlun á, mætti að miklu- eða öllu afnema sykurtollinn, og ef til vill fleiri tolla, sem nú hvíla þyngst á alþýðunni. Dettur nú nokkrum í hug, að borgarstjóri, bróðir J. Zimsen, Sv. Björnsson sem er meðeig- andi í 2 trollarafélögum, M. BL sem lika er útgerðarmaður eða J. M. vinni að þessum málum? Nei, og aftur nei. Þeir vinna á- reiðanlega á móti því vegna hagsmuna sinna og sinna vensla- manna. Alt kapp er nú líka lagt á að alþýðumenn komist ekki á þing. Blöð andstæðinga þeirra skirrast ekki við að bera á þá lognar sakir, svo mikið finst þeim í húfi. Þingmannaefni al- þýðuflokksins, Jörundur og Þor- varður mundu beitast fyrir því, að létta sköttum af alþýðu. Þeim einum er trúandi til þess. AI- þýðumenn! Framtíð ykkar sjálfra og barna ykkar er undir því komin að þið reynist málum ykkar trúir. Hafið það hugfast, að það getur skapað kjör margra þúsunda fátækra daglaunamanna og sjómanna hvernig þið greið- ið atkvæði 21. þ. m. Gerið skyldu ykkar, og kjósiú þingmannaefni alþýðuflokksinst Hver einasti kjósandi alþýðu- flokksins, sem kýs aðra, svíkur sjálfan sig og sina eigin stétt. Alpýðiimaður. Niður með höfðingjavaldið! ísafold fræðir fólkið á því, að þeir Magnús Th. S. Rlön- dal og Sveinn Rjörnsson séu alþýðumenn, og þeim sé ó- hætt að trúa fyrir málefnum sjómanna og verkamanna — en þeir Jörundur og Þorvarð- ur séu fyrir ofan það að geta kallast alþýðumenn. Já, þetta er nú alt gott og blessað, þeg- ar það er tekið með, að þaö er ísafold sem þennan boð- skap flytur, því það er svo vanalegt, að hún snýr öllu öf- ugt, og sjálfsagt er að lesa hana á þann veg. Efþaðbless- að blað ekki breytir vana sín- um, þá verða þeir Sveinn og Magnús taldir verkamenn, en Jörundur og Þorvarður stór- útgerðarmenn. En allir sem nokkuð þekkja til vita það, að báðir eru þeir Magnús og Sveinn útgerðar- menn, því þó meira beri á Magnúsi (það er af því hann er framkvæmdarstjóri) þá á Sveinn í það íleiri út- gerðarhlutafélögum, því hluta- félagamaður og gróðamaður er Sveinn með afbrigðum (sbr. rollu-usla-gjaldið). Það eru því öll líkindi til, að þessir kumpánar geti að einhverju leyti skarað eld að köku út- gerðarmanna, en hvers hafa hásetar að vænta af þessum mönnum? Hvað hafa hásetar (sem þátt tóku í verkfallinu) að segja af framkomu Magn-

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.