Dagsbrún


Dagsbrún - 20.10.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 20.10.1916, Blaðsíða 4
124 DAGSBRÚN Sameinaðir stöndum vér, — sundraðir föilum vér. Nógu lengi höfum við verka- menn og sjómenn þjónað stór- borgurum þessa bæjar og látið þá snúa okkur í kringum sig eins og þeim hefir bezt líkað. Pólitískur krabbagangur hefir það verið, sem þeir hafa þramm- að höfðingjarnir. Mörgu fögru hafa þeir lofað, en fiest hafa þeir svikið. Sníkja sér út at- kvæði, það hafa þeir kunnað, en að gera nokkuð fyrir okkur, það hafa þeir ekki kunnað. — En af hverju hafa þeir farið þannig með okkur? Af því að við höfum ekki haft samtök um að setja fram kröfur okkar og ekki haft áræði til að tefla fram okkar mönnum. En nú er úr þessu hvorutveggju bætt. Al- þýðufélögin hafa sett fram sína stefnuskrá, og þeir menn, sem félögin ætla nú að senda á þing, eru úr okkar félagsskap. Og eftir þeirri rej'nslu, sem við höfum af þessum mönnum, ber- um við fult traust til þeirra og vitum, að þeir þekkja betur kjör okkar en þeir háu embættis- menn, sem heimastjórnarflokk- urinn tefiir fram eða wmiljóner- arnir« ísafoldarliðsins, sem mér vitanlega því síður hafa gert neitt til að styrkja samtök verkalýðsins. n. Lygi eða misskilningur er það hjá »Lögréttu« að Sveini Björnssyni og Magnúsi Blöndahl hafi verið boðið á fund Alþýðu- flokksins en ekki þingmanna- efnum Heimastjórnarmanna. A fundinum sem ísafoldarliðið boð- aði til í Bárubúð, lýsti Ó. F. því yfir að frambjóðendum væri velkomið að koma á fund Al- þýðuflokksins daginn eftir, enda var öllum hleypt þar inn með- an rúm leyfði, án tillits til skoð- ana. Að Jón Magnússon og Knud Zimsen ekki komu, hefur því vafalaust verið af því að þeir treystu sér ekki. ísafold segir að Sveinn Bj. hafi á fundi bent 01. Fr. á, að ef ekki hefði verið samið við Breta, hefði alþýðan hér í Rvík orðið atvinnulaus. En hefir nokkur fundið að því að samið var? N*i, heldur að því hve illa var samið. Hvers vegna fengu íslendingar 15 kr. minna fyrir síldartunnuna en Norðmenn? Hvers vegna? Vill nokkur segja að Englendingar séu illviljaðri okkur en Norðmönnum? Nei, svarið er og verður: það var illa samið, sumpart af því að það var flaustrað að því, sum- part af því Sveinn Bjornsson hafði ekki næga þekkingu á málinu. Kannske Isaf. vilji segja að atvinnan hafi orðið betri. bér í Reykjavík af því við fengum ekki nema 45 kr. fyrir síldar- tunnuna í stað 60? Alþýðumaður. Magnús Blöndahl spurði að því á fundi, hvað væri að vera alþýðumaður, ef hann væri það ekki. Sagðist kunna tré- smíði, og áleit það fullgilda sönnun fyrir því, að hann væri alþýðumaður. En auðvitað er það hvorki sönnun né hitt. — Nikulás Rússakeisari kann líka trésmíði, og gæti víst boðið Blöndahl út í það að héfla, en líklegast kallar enginn hann þó alþýðumann. Alþýðumaður er aðallega sá, sem lifir við sömu kjör og al- þýðan, þ. e. við erviða líkams- vinnu og fremur rgrar tekjur. Hitt kemur málinu minna við af hvaða bergi maðurinn er brotinn, og embættismaðurinn, lögmaðurinn, togaraeigandinn o. s. frv. er ekki alþýðumaður þó hann sé af alþýðufólki kom- inn (en hér er ekki verið að segja að hann geti ekki verið nógu góður maður þó hann sé ekki alþýðumaður). Svívirðingar. Auðsjáanlega halda sumirmót- stöðumennirnir, að mest vinnist með því að svívirða frambjóð- endur Alþýðuflokksins. Þannig gengur Ólafur Björnsson, sem ekki hefir erft annað af gáfum föður síns en fúkyrðin, svo langt að hann kallar í síðustu ísafold annan frambjóðanda Al- þýðuflokksins (Jörund) garm. Frámunalega má hann vera gáfaður (eða hitt) herra Ó. B. að halda, að hann afli Sveini bróður sínum fylgi meðal verka- manna með því að svívirða þann mann, sem þeir hafa heiðr- að með því að gera að for- manni í félagsskap sínum og á morgun gera að alþingismanni. Himinn og jörð. Fornar sævarmeiijar. ÍSIand hefir nær alt myndast af eld- gosum, þannig að hvert hraunlagið hefir hlaðist ofan á annað. Einu sinni fyrir mörgum miljónum ara var ísland partur af stóru landi, sem tengdi samnn hið núverandi meginland Norð- ur-Evrópu Os; Ameríku. Seinna sökk meiiinhluti af þessu landi ( sjó, ekki alt i einu, heldur seig þ*ð smatt og smátt, Oi; er nú alt að þúsund faðma dýpi þar sem aður var land. ísland var eitt sinn, eftir að það varð eyja, mikið stærra en þ*ð er nú, og stóð allurhinn svo nefndi grunnsævispallur seni er kringum landið, þá upp úr sjónum. Fynr þá, sem kynnu að vera hræddir um, að landið sé altaf að sfga, er gott að fa að vita, að það er ýmist, að landið slgur eða að því skýtur upp, og fylgjast ekki allir hlutar þess að. Þannití er landið að hækka nú við Breiðafjörð, en að því er virðist að lækka við Faxaflóa sunnanverðan. Sjórinn flóði eitt sinn yfir alt það, sem nú er Suðurláglendið; gekk þar þá mikill flói inn í landið og voru i honum margar háar eyjar (Hestfjall, Vörðut^.'Skarðsfjall o. s. frv.). Við Reykjavlk má sjá miklar sævar- menjar. Holtið við Skólavörðuna, sem verið er að aka í uppfyllinguna við höfnina, er gamalt malarrif og má þaðan greinilega sjá hið forna sjáv- armál í Öskjuhliðinni.sem var eyja, þegar malarrifið myndaðist. I sumar veitti dr. Helgi Péturss eft- irtekt fornri strandlínu er liggur hærra, en menn hafa áður tekið eftir, eða um ioo metra yfir núverandi sjávarmál. Stendur fjöldi af efstu'bæj- unum í Tungum og Hreppum i þess- ari gömlu fjöru (en fyrir neðan bæina er hinn forni marbakki). Alþýðumenn. Á morgun kemur á alþýðu þessa bæjar að ganga sem sér- stakur flokkur til að kjósa þing- menn fyrir kjördæmið. Á því hvernig þessi kosning fer, má mikið marka, á hvaða þroskastigi alþýðan stendur og hvaða fram- tíð hún á fyrir höndum. Vinn- um við sigur við kosningarnar, þá getum við verið vongóðir að við verðum ofan á í baráttu þeirri, sem engum heilskygnum manni dylst, að er fyrir hönd- um á milli auðvalds og örbyrgð- ar. Miljónamenn eru að rísa upp á meðal vor, og þegar þeir sameinast og beita valdi sínu gegn oss, sem nú þegar er farið að brydda á, er stór hætta á ferðum. En ef við stöndum alls- staðar sameinaðir er hættan ekki mikil, en séum við sundr- aðir, er glötun vís. Hver verka- maður og hver sjómaður sem gefur þingmannaefnum höfðingj- anna atkvæði sitt, svíkur sjálf- an sig og félaga sína og hjálp- ar til að snúa snörunni um sinn eigin háls. ,Sá sem lætur vera að kjósa er ekki betri. Gamli. Eftirskrift. Haft er eftir einum uppskafn- ingnum að þeir Jörundur og Þorvarður séu ekki nógu fínir til að kjósast á þing. Alþingiskosningarnar Verkamannafélögin, háseta- félögin og öll alþýða heíur tals- vert að hugsa, þegar velja á fulltrúa á þing. Málefni okkar er ungt, eða með öðrum orð- um, það er stutt siðan við vöknuðum til meðvitundar um að við þurfum að vernda það, og reyna að koma hugsjónum okkar í framkvæmd. Sömuleiðis við allar opinberar kosningar að styðja þá menn, semokkur tilheyra, og ef enginn okkar manna skyldi vera í kjöri, þá að kjósa þá eða þann, sem við getum vonast eftir að verði okkur og málefnum okkar helst hlyntir. Nú er stutt þangað til að við eigum að sýna það. Þegar við kjósum okkur þingmenn, eigum við ekki að taka mark á þvi, sem þingmannsefnin lofa, né á þvi hrósi sem þeir hlaða á sjálfa sig til að gylla sig í aug- um okkar, áður en við kjósum þá á þing. Heldur eigum við að athuga, hvernig þeir áður hafa reynst okkur. Við erum ágætir meðan á því stendur að þessir herrar þurfa okkar með, en þar á eftir verðum við lýs á þjóðlíkamanum og sauðsvartur almúgi, algerlega gagnslausir eftir 21. þ. mán. Skemtilegast væri að við gætum kosið mann úr okkar kjördæmi; við eigum líka kost á því við þessar kosn- ingar þar sem Einar Þorgilsson nú gefur okkur kost á að fá sig fyrir þingmann. Því miður hefur þessi maður ekki verið félagsskap okkar hlyntur frá byrjun, en þvert á móti, hánn hefur barist móti líkum félagsskap, og það var eftirtektarvert þegar hásetafé- lagið var stofnað í fyrra haust, að aðeins einn maður af þvi skipi sem hann á og gerir út, gekk í félagið, þó að aldrei hafi jafn sterk samheldni sýnt sig meðal sjómanna.eins og þeg- ar þetta félag var stofnað, og ég efast ekki um og veit, að þeir sjómenn, sem á því skipi voru, eru félaginu jafn h-lyntir og þeir, sem í félaginu eru, en samt ganga þeir ekki í það. Hvað veldur, hver heldur? Það var líka eftirtektavert fyrir okkur, að Einar var altaf mesti and- vígismaður verkamannafélags- ins hér í plássinu, og ekkert af þvi fólki, sem hjá honum vann, gekk i það. í þá daga var ekki eins gott með vinnu og nú er, svo því var það hentast. En svo kom fyrir, að Einar vildi kaupa fiskireit, sem verkamannafélag- ið átti, sem átti að seljast ódýrt, en á fundi félagsins, þegar átti að greiða atkvæði um hvort hann fengi kauprétt á nefnd- um fiskireit, kom verkfólk hans í hópum og gekk í félagið, en eftir að honum var synjað um kaupin, sást það sjaldnar. Eg er húsbóndi á mínu heim- ili, sagði Jón hreppstjóri. Við verkamenn þurfum eng- an húsbónda, og við megum ekki kjósa andstæðinga okkar á þing, þó þeir svo þykist verkamanna-félagsmenn til 21. október. Verkamaður i Hafnarfirði. Xlæíaverzlun og saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ótlýrt f ataeíiii ekta litir. *?1 jót »f- g-reiösla — Vönduð vinna. TVý f ataefni með hverju skipi, Sparið peninga. Prentsrniðjan Guteaberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.