Dagsbrún


Dagsbrún - 20.10.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 20.10.1916, Blaðsíða 1
SDAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN CT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 39. tbl. Reykjavlk, föstudaginn 20, október. 1916. Af Dagsbrún koma út tvö tolöð í dag, nr. 38 og 39. Sjómennirnir og kosningarnar. Engin stélt manna hér í bæ fylgist eins illa méð flokka- og stjórnmálabraski eins og sjó- mennirnir, og er það ofur skilj- anlegt, þar sem þeirra starf er þannig vaxið, að þeir eru svo mjög einangraðir úti á sjó, oft yíir lengri tíma og ekki hvað sízt nu í seinni tío, síðan skip- in (togararnir) fóru að halda áfram veiðum yfir alt árið og útgerðartími þilskipanna er að mun lengri en áður, meðan skipin voru smá og ver útbúin. Þetta vita menn nú mjög vel og þessvegna vilja nú allir eiga þessar ópólitísku sálir að við kosningarnar í haust, og Heimastjórnar- og sérstaklega Langsumflokkurinn þykist hafa setíð borið þessa stétt mjög fyrir brjósti og alt viljað fyrir þá stétt gera hingað til og náttúrlega því meira framvegis. Og mjög sammála eru þeir um, að mál- efnum sjómannanna sé bezt borgið hjá sér, eins og verið heflr. Nú vill svo illa til, að sjó- menn eru farnir að efast um, að handleiðsla þeirra manna, sem standa stétt þeirra mjög fjarri, sé sem hollust og þykj- ast þeir hafa rekið sig á það fremur óþægilega, að þeir geta litið fyrir sjómannastéttina gert, sem hvorki hafa þekkingu eða vilja til, að gera neitt fyrir hana, sem henni mætti að gagni verða. Um viljaleysi hafa menn efast hingað til, en þess þarf nú ekki lengur, hjá sum- um að minsta kosti. Eg vil nú skýra frá, hverja ég, sem sjómaður, ætla að kjósa og af hverju, líka hverj- uib ég ætla að hafna og af hverju. Og þá er bezt að táka frambjóðendurna eftir röð. Jörund kýs ég vegna þess, að hann stendur sléttinni mjög uærri, og er búinn að marg- syna það, að hann berst með dugnaði fyrir viðreisn alþýð- unnar, er eindreginn jafnaðar- maður, vei máli farinn, ein- dreginn og einbeittur og síðast en ekld sjst vegna þesSj að Alþýðuflokkurinn hefir útnefnt hann seni þingmannsefni fyrir sig. Flest eða alt hið sama má segja um Þorvarð, að því við- bættu, að hann hefir gerst ein- ^reginn talsmaður alþýðunnar, án þess að hafa verið sérstak- lega sendur af þeim flokki til trúnaðarstarfa áður. Af þessu kýs eg þá Jörund og Þorvarð og hygg, að flestir eða allir sjó- menn hér í bæ geri slíkt hið sama, að undanteknum máske þeim fáu, sem útgerðarmönn- um tókst að vefja um fingur sér síðastliðið vor; þeir kanske dingla aftan í sínum eigin böðl- um einu sinni enn, og liggur mér við að segja, að það væri vel farið. Engum flokki hér hefir tekist eins illa að velja sér þing- mannaefni, eins og Heima- stjórnarflokknum. Þó báðir séu sjálfsagt góðir og nýtir menn á réttum stað, þá treysti eg hvor- ugum þeirra til að bera nokk- urt mál fram, sem sjómönnum mætti að gagni verða og síst til sigurs. Þar að auki eru báðir þessir menn vel launaðír starfsmenn bæjarins og hafa, eða gætu haft, ærið nóg að starfa, enda skyldugir til, að inna af hendi sín störf, sem bæjarfélagið hefir falið þeim og almenningur borgar þeim vel fyrir, en alls ekki að vasast í því, sem þeim á og má ekki ætla, sem sé að húka á þingi. Þessir menn eru líka í alt of nánu sambandi við útgerðar- menn, til þess að mögulegt sé, að sjómenn geti kosið þá; sam- eignar- og ættarbönd þar á miilum, og geta því hvorugur talist óháður þeim mönnum, sem okkur eru hættulegastir, eða vilja vera. Grunur minn er sá, að bæj- arfógeti Jón Magnússon finni þetta vel og óski með sjálfum sér að sleppa við að ná kosn- ingu. Hann er vissulega frið- samur og samvizkusamur mað- ur og vill ekki visvilandi gera rangt, en hefir líklegast gerst frambjóðandi af þægð við flokkinn. Verið getur að borg- arstjóra Knud Zimsen sé það alvara, að vilja komast á þing, þvi hann er fjörugur maður, en sjálfur veit hann að hann á þangað ekkert erindi annað en að reyna að halda við flokknum. Af öllu þessu og mörgu fleira getur enginn alþýðumaður eða kona kosið þá Jón Magnússon og Knud Zimsen. Þá eru »Langsum«mennirnir. Það þarf tæpast að eyða orð- um að því, að enginn sjómað- ur getur gefið þeim atkvæði. Við munum vist eftir verkfall- inu í vor, hvern velvilja út- gerðarmenn sýndu okkur þá ög verður Magnús Blöndahl óhikað að teljast til þeirra, þó hann máske hafi danzað nauð- ugur, enda getur honum sjálf- um tæpast dottið í hug að tá mörg atkvæði. Svein Björnsson þekki eg því miður ekki neitt, en mér er sagt að hann sé góður maður og vilji vel, en svo sé það heldur ekki meira. Ég er fullviss um, að hann hefir mjög litla þekkingu á mál- efnum okkar sjómanna og er þvi viss um, að enginn sjó- maður gefur honum sitt at- kvæði. Við höfum alt of lengi látið leiða okkur í blindni, alt af eða oftast niður á við, en nú eigum við að fara að ráða okk- ur sjálfir og komast upp á við, og velja okkur okkar eigin full- trúa, sem virkilega vilja leiða okkar málefni áfram til sigurs. Ég vil svo alvarlega og allra hluta vegna skora á alla, bæði karla og konur, sem eru Al- þýðuflokknum fylgjandi, að nota nú atkvæðisrétt sinn og kjósa þá Jörund Brynjólfsson og Þorvarð Þorvarðsson sem þingmenn fyrir þennan bæ, og ef allir gera skyldu sína, þá ætlu þeir, hvor um sig, að fá eins mörg atkvæði, eða fleiri, en allir hinir til samans, og mundi það hafa meiri og betri áhrif fyrir okkar baráttu fram- vegis, en við getum gert okkur í hugarlund ennþá. Sailor. Heimastjórnar-þrekvirki. Hannes talaði 4 sinnum á alþingi 19.15 og útvegaði dr. Jóni Þorkelssyni 1200 kr. launa- viðbót á ári fyrir að heita þjóðskjalavörður, í stað lands- skjalavörður, sem doktorinn heflr heitið hingað til. En nú hefir launamálanefnd- in, sem reiðir annars hvorki yit né þrek í þverpokum, verið svo hláleg að leggja til, að taka upp gamla nafnið aftur og meira að segja afnema em- bættið og steypa því saman við landsbókavarðarstarfið. Halli. Danskur kafbátur varð núna í vikunni fyrir á- rekstri af norsku skipi í Eyr- arsundi og sökk. Varð öllum skjpverjum bjargað nema for- ingjanum, Christiansen að nafni. Kafbátnum hefur þegar verið náð upp aftur. Smáregis eftir verkamann. í fyrra ætluðu iðnaðarmenn að stofna kaupfélag. Báðgert var að vera í félagi við verka- menn. Nefnd kusu iðnaðar- menn í það mál. Sú nefnd lagði til að byrjað yrði á kaupfélags- skap. K. Zimsen, formaður Iðnaðarmannafélagsins, lagði á móti þvi að slikur félagsskapur yrði stofnaður. Bezt væri að fá alt hjá kaupmönnum. Ætli hann hafi munað eftir Jes Zimsen bróður sínum þá? En skyldi hann muna eftir honum ef hann kæmist á þing? Olíufélagið setti upp um 15 kr. hverja einustu olíutunnu* í vor þegar olía Fiskifélagsins var búin. Nú leggja helztu menn olíufélagsins, venzlamenn og félagar J. M., Sv. Bj., K. Z. og M. Bl. alt kapp á að koma þeim á þing, sjálfsagt til að tryggja það, að þessi góði olíu- félagsskapur haldi áfram að starfa hér. Máske að löggjöfinni sé ætlað að tryggja það. Þetta átti að gera á þingi 1912. 1 vor setti »Kol og salt« kolin niður i 10 kr. skpd.; áður höfðu kolin kostað llkr. skpd. Þetta 10 kr. verð stóð í 3—4 daga. Á þessum fáu dögum var rifið mikið út af kolum, og þau voru geymd lengi hjá »Kol og salt« fyrir suma stórborgara þessa bæjar. Almenningur hafði ekki hug- mynd um þetta kolaverð fyr en eftir á. Embættismenn og kaupmenn, vinir »Kol og salt«, keyptu kolin. Þegar almenn- ingur frétti um þetta kolaverð, og ætlaði að tara að fá sér kol, kostuðu þau 12 kr. skpd., ekki einu sinni 11 kr. Gott sýnishorn er þetta af því, hve ant þessum háu herr- um er um alþýðu þessabæjar. Nú er ætlast til, að verkamenn kjósi þessa herra a þing. Flest má bjóða almenningi. Mjög margir Heimastjórnar- menn vildu endilega hafa Lárus H. Bjarnason prófessor hér í kjöri. Nokkrir forkólfar Heima- stjórnarflokksins aftóku það, og vildu stinga K. Zimsen upp í kjósendurna. Ósjálfstæðuaum- ingjarnir eiga að totta dúsuna. en hvað ætli þeir verði margir?

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.