Dagsbrún


Dagsbrún - 20.10.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 20.10.1916, Blaðsíða 2
126 DAGSBRÚN X NATHAN & OLSEN hafa á lager: Rúg1, Rúgmjöl, Maismjöl, Riis, Hálfbaunir, Flórmjöl, 2 teg., Hveiti, 2 teg. Kaífi, brent og óbrent, Kakaó, í 5 kg. pökkum é Niðursoðið KinHalijöt og Niðursoðnar IPerui* Kex, sætt og ósætt í tunnum, Smákex, í kössum TVI arsmaimsvindla, og- íieiri 1 eg'undir Special Sunripe Cigarettur og Fxtra F'lalce, Rjól og Rullu, Br. Br. © Ofnsvertu, Skósvertu, Gerpúlver m Ofnbursta, Skóbursta, Handbursta, Fatabursta, Spegla, Pvottaklemmur, með fjöðrum og án Herðatré Seglgarn, lcerti, spil © Póstpappfr, Vasabækar Handsápur 0 Enskar lniíur, ^kinnliúíur, Loðhúfur m Vinnujakkar og blússur, bláar, Drengjafatnað, Tfdpukjöla, Nærfatnað allskonar, Vetlinga, Sokka, Milliskyrtur Alnavörur, margar tegundir Hessian, Girðingastaura, Pakpappa, Slcilvinílui*, Pakjárn Myndagátur. Ein eftir Ríkarð. Laust og fast. Yélbátnr strandar. Vélb. Baldur strandaði um helgina við Garðskaga, og er sagður mjög skemdur. Hann er ro smálesta. Kvæði Bólu-Hjálmars útg. H. H. voru seld á bókauppboði í fyrri viku á 12 kr. og 50 aura. Leví keypti. í Stálfjalli eru þrjár kolanámur og hefir Guð- mundur kolakeisari látið þær heita eftir þessum þremur ráðherrum : Einari Arnórssyni, Hannesi Haf- stein og Birni Jónssyni. Halda sumir að hann hafi gert það af því, að hann hafi álitið, að mikill hiti hafi verið (eða væri) í þessum mönnum, og námurnar mundu því reynast vel með þessum nöfnum. Aðrir, sera mikla trú hafa á nöfnum, spá illu fyrir þessu tiltæki kolakeisar- ans og álíta, að það sé því að kenna, að námurnar reynast svona kolalitlar þ. e. innantómar. Fylklr heitir 2—3 arka rit „um atvinnuvegi, verzlun og réttarfar", sem Frímann B. Arngrímsson á Akureyri er farinn að gefa út, og á að koma annan hvern mánuð. í þessu fyrsta hefti eru þessar greinar: Til almennings. Hring- sjá. Aflið í grend við Akureyri. Upp- fræðsla og agi. Réttur og réttarfar. Ófriðurinn mikli. Rentulögin, o. fl. Verð þessa heftis 1 kr. Marz. Togarinn „Marz“ fiskar eins og í fyrra hér í flóanum og selur bænum allan aflann. Síðustu daga hefir hann fengið meira en selst hefir til bæjar- manna, enda stendur sláturtíðin enn þá yfir. Einar Jochumsson trúboðinn gamli, hefir af fátækt sinni gefið ekkju með 6 börn, er nýlega misti mann sinn, 50 kr., og ætlar að gefa Samverjanum 200 kr. Þetta mundi svara til þess, að þeir gæíu sínar 50 þús. kr. hver, Zimsen, Elías og Thor Jensen. Af Blöndnósi er skriíað: »Þó seint voraði hér og snjóa leysti seint, var tíðin svo hagstæð stöðugt í tvo mánuði, sem bezt má verða fyrir allan gróður. Grasvöxtur varð mikill bæði á túnum og úthaga, og þó að nokkuð rigndi með köflum, voru þurk- dagar á milli svo öll hey hafa verk- ast heldur vel yfirleitt í allri sýslunni«. Blóðeitrun. Maður að nafni Hildibrandur Kol- beinsson dó nýlega hér í Rvlk af blóðeitrun. Hann var að vinna að slátrun, en skar sig í fingur og hljóp blóðeitrun í sárið. Galdra-Loftnr. 2. þáttur Galdra-Lofts var leikinn í haust á Akureyri. Jónas Þórarinsson lék Loft, Gísli Magnússon ráðsmann- inn, Magnúsína Kristinsdóttir Dísu, en Ólaf lék Óskar Borgþórsson úr Rvík. Tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns læknir af Vestfjörðum hefir dvalið um hrlð hér í Rvík, en er nú farinn vestur aftur. Eggert Stefánsson söngv- ari er bróðir hans. Þjófnaður var framinn á Siglufirði í septem- berlok. Var mölvað upp kofort og stolið 250 kr. í seðlum frá pilti er Árni hét, Ólafsson, og ætlaði að stunda nám í vetur við gagnfræðaskólann á Akureyri. »Stella« hertekinl Blaðið »íslendingr« flytur þá frétt, að mótorskipið „Stella«, eign Snorra Jónssonar á Akureyri, sem hafi verið á leið til Svíþjóðar með síld (átti að koma við í Lerwich), muni hafa verið tekið af Englendingum. Skipið hafði meðferðis á þilfari 50 tn. af steinolíu, sem áttu að fara til Norðfjarðar. Þangað ætlaði einnig Björn Guð- mundsson kaupm. úr Rvík, sem var farþegi á skipinu. Það scni fólkid vill iesa. Trúlofuð: Kristín Jónsdóttir list- málari frá Arnarnesi og Valtýr Stef-- ánsson landbúnaðarkandídat. Höfnðstaðnrlnn heitir nýtt dagblað sem farið er að koma út hér í Rvík. Ritstjórar Þor- kell Clementz og Jakob Thorarensen skáld. Utg. Clementz. Enu citt nýtt dagblað er sagt að Guðbrand- ur Jónsson fyrv. skjalaritari ætli að fara að gefa út. Verða þá blöðin hér í Rvík, sem koma út daglega, /l'ögur. Knnni ekki að synda. Níu ára gamall drengur datt út úr bát við brimbrjótinn í Bolungarvík og druknaði (eftir Vestra). Guðm. frá Mosdal. Guðm. Jónsson frá Mosdal, útskurð- armaður, er nú se2tur að sem út- skurðarmaður á ísafirði. Vonandi hafa Isfirðingar vit á að leita til hans til þess að fá sér eitthvað fallegt. Heysknpur við Isafjarðardjúp er sagður í með- allagi, en í löku meðallagi í Barða- strandarsýslu og Dalasýslu. Hér sunn- . anlands hefir hann verið afleitur, en ágætur norðan lands og austan. Borgað 2 árg. fyrirfram með 5 kr.: Bjarni Árnason, Holtsgötu 7. Xlxðaverzlutt og saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íntacíni ekta litir. JF'ljót »f- "■reiösla — Vönduð vinna. Ný fataefni með hverju skipi, Sparið peninga. Jrúkaðar námsbxkur, innlendar og erlendar sögu- og fræðibækur, fást mjög ódýrar í Bókabúðinni á Laugavegi 4. Gamlar bækur teknar til útsölu. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.