Dagsbrún


Dagsbrún - 21.10.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 21.10.1916, Blaðsíða 1
Fylgiblað Dagsbrúnar. Pingmálafundur Alpýðuflokksins. Alþýðuftokkurinn hélt fund í Báru- búð í gærkveldi. Samtímis höfðu langs- um og heimastjórn boðað til funda á öðrum stöðum, en lítið varð úr þeim. Kl. 97« sat Jón Þorláksson í sínum sal með 2—3 tryggar sálir. Á langsum- fundi hlýddu menn máli Sveins og Blöndahls, en þegar Yísis-ritstjórinn sté í stólinn, þurkaðist salurinn. Fund- ur alþýðunnar gleypti þannig hina fundina af því að þar voru málefnin best og áhuginn mestur. Yar troðfult hús allan fundartímann frá 8V2 til 2 eftir miðnætti. Komust færri inn en vildu. Skipulag og regla var betri en venjulega á pólitískum fundum hér í bænum. Var auðséð að alþýðan var hér að fylgjs fram áhugamálum sínum með festu og gætni — háttsemi þess vegna ólík því, þegar broddborgarar gömlu flokkanna voru að berjast um vcldin og aðgöngu að landsjóðnum. Fyrirspurnir komu til Heimastjórn- arframbjóðendanna, sem komu fyr á fundinn heldur en Magnús og Sveinn. Lutu þær að þvi, hvernig þeir mundu snúast við helstu áhugamálum Al- þýðuflokksins, svo sem einkasölu á kolum og olíu, afnámi ranglátustu tollanna (vöru-, kaffi- og sykur-tolls), um aðstöðu þeirra til útlenda bank- ans hér, um álit þeirra á hinum óhæfi- legu vökum á togurunum, um bann- lagagæsluna hér i bænum o. fl. Bæði J. M. og' K. Z. svöruðu með afar- löngum ræðum. Flutti bæjarfógeti tölu sína sæmilega og skipulega, þótt hann reyndist gdTSamlega mótfallinn öllum áhugamálum alþýðunnar. Bæða K. Z. var aftur á móti sund- urlaus, óáheyrileg og þokukend, enda átti ræðumaður eríitt með að dylja andstöðu sina og ótta við Alþýðu- ílokkinn eg málefni hans. Bæður þeirra voru síðan gerhraktar og sannað ótvírætt, að þessir frambjóð- endur væru eingöngu í samræmi við þarfir auðvalds og einokunarhring- anna. Sérstaklega var auðséð að K. Z. vildi ógjarnan minnast nema sem minst á Kol og salt og Steinolíufé- lagið nafntogaða. Auðheyrt var að fundarmenn, þvi nær allir, voru mót- fallnir þessum frambjóðendum og álitu þá fullkomna andstæðinga sína. Einn ræðumanna, Jón Sveinsson lögfræðis- nemi, rakti sundur pólitískan feril J. M., og sannaði með eigin orðum bæj- arfógetans stefnuleysi hans og hringl í skattamálunum, og hve gersamlega andstætt þingmenskuframboð hans, sem dómara, er við orð hans sjálfs í í launamálanefndinni frá í sumar. Tóku menn eftir því að bæjarfógeta var órótt undir þeim lestri, enda svar- aði hann fáu. Um »langsum«-fi'ambjóðendurna, Svein og M. Bl. er það að segja, að sína nauðaómerkilegu ræðuna íluttu þeir hvor um sig, enda bersýnilegt algert fylgisleysi þeirra (eins og sagt mundi á Isafoldar-máli). Menn voru óvenjulega ánægðir og rólegir á þessum ianga fundi, og var sýnilegt, að menn fylgdust með málum alþýðunnar með fullum áhuga og samúð. Var það allra mál, að alþýðan gæti sýnilega éinkis stuðnings vænt sér og sínum áhugamálum af frambjóðend- um »Langsum«- og Heimastjórnarflokk- anna og að menn festust í þeirri trú að láta eingöngu menn úr sínum ílokki fara með mál sín á þinginu. A. Úr hinum herbúðunum. í dag var borið út kosningablað frá Isafold með venjulegu hóli um Svein og Blöndahl, en staðlausu níði um frambjóðendur Alþ5rðuflokksins, eink- um Jörund. Er ekki ástæða til að virða þá langloku sval's. í litlum snepli, dags. 19. þ. m.,. sem sýnilega var frá Heimastjórnarmönn- um (undirritað »Nokkrar konur í Reykjavík«) er verið að telja konum trú um þá fjarstæðu, að Heimastjórn- arflokkurinn haíi útvegað lconum kosningarrétt, en það er sú rammasta haugalýgi, því að sá flokkur stóð ein- mitt lengst á móti því, að veita kon- um þennan sjálfsagða rétt, og þegar þeir ekki gátu drepið það alveg, fengu þeir því laumað inn í stfórnarskrána, að engin kona skyldi öðlast kosning- arréttinn yngri en 40 ára. Er það býsna djarft af Heimastjórn- arflokknum, að ætla sér þannig að öðlast atkvæði kvenþjóðarinnar, fyrir fylgi við mál þeirra, sem hann þó vit- anlega var andstæður og barðist á móti í lengstu lög. Og þegar hann ekki gat slaðið lengur á móti þá reyndi hann — og tókst — að fleyga málið með 40 ára aldurstakmarkinu. Munid að koma nógu snemma til að kjósa. Látið það ekki dragast þangað til í kvöld, Hvarílið ekki frá fyr en þér hafið kosið, og bíðið með þolinmæði, þó að þér komist ekki strax að. ITBcitii. sem eru i vlnnu Ii|á öðrum, els; j« Iieimtingfu á að fara að kjósa livenær semþetmlísA; og' þeím, sem banna mönnnin að fara <il kosningarinnar, eða reyna að liefta það, má koma i margfalða bölvun. ' Alþýðuflokksmenn ! Látið ekki blekkjast af leigðum smölum Heimastjórnarliðsins (Langs- um má nú telja úr sögunni), sem nú skjótast hús úr húsi til að telja menn á að kjósa embættismennina Jón Magn- ússon bæjarfógeta og Knud Zimsen borgarstjóra. Sýnið embættis- og auðvaldinu, sem nú íinst skjaldborg sín skjálfa fyrir fjörkippum alþýðunnar, að þér getið lyít Grettistakinu, að taka herskildi höfuðstað landsins með því að kjósa þingmenn úr ykkar hóp. I4jósið Jörinnl og Porvarö. \ Gutenberg 1916.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.