Dagsbrún


Dagsbrún - 16.11.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 16.11.1916, Blaðsíða 1
^ DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÖT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNABAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 41. tbl. Reykjavik, fimtudaginn 16. nóvember, 1916. Húsnæði vantar. Húsnæðiseklan er nú orðin eins mikil hér í Reykjavík og allir vita. Eða þó líklegast held- ur verri en þeim betur stæðu af borgurum bæjarins er kunn- ugt um. Því fæstir, sem eigi hafa sjálfir séð það, gera sér í hugarlund hve þröngt er um fjölda af efnaminni íbúum þessa bæjar, né hafa þá heldur látið sér detta í hug hve mikil heilsuspilling, eða jafnvel bein- línis úrkynjun, hlýtur að koma fram á þjóðinni hér í Rvík af völdum húsnæðisleysisins. í sumar starfaði nefnd úr bæjarstórninni i húsnæðismál- inu, en hún sá sér ekki fært að ráða til þess að bærinn færi að byggja. En þó tiltölulega stutt sé síðan nefnd þessi starf- aði, þá horfir málið þó nokkuð öðruvísi við nú, en þá. Fyrst og fremst er húsnæðisleysið mikið meira en nefndina gat órað íyrir, þar eð mikið fieira fólk hefir með haustinu sótt til Reykjavíkur, en nokkur átti von á. í öðru lagi mátti í sumar búast við, að stríðinu mundi slota innan tveggja missira, og byggingarefni þar af leiðandi lækka í verði. En nú er sú von algerlega úti, og má segja, að aldrei hafi litið óíriðlegar út en nú, og að flest bendi á, að styrjöld þessi muni lengi yfir standa, fimm ár, eða ef til vill tiu. Það er því röng hugsun að ætla sér að láta bygginga- málið bíða til þess er ófriðn- um er lokið, og alger falsvon að halda, að gróðavon sé fyrir bæjarfélagið að láta bygginga- málið bíða af þvi að útlend efnivara muni lækka í verði. Ræjarstjórnin verður því að taka húsbyggingamálið fyrir aftur, svo bærinn geti sem fyrst byrjað að byggja. Þvi þeir verða samt of margir, sem mist hafa heilsuna af miður hollum hibýlum, og of margt barnið sem grátandi móðir hefir til grafar fylgt, beinlínis af völd- um óhollra, heilsuspillandi hí- býla. Tekjuskattsskráin hggur nú frammi frá 15,—29. p. m. eins og augl. er .hér í hlaðinu. Ættu sjómenn, verka- *nenn og aðrir ekki að láta hjá líða að líta á skrána. Kærur skulu sendar borgarstjóra fyrir 29. nóv. Alþingiskosníngarnar. Nú eru komnar fréttir af þeim úr öllum kjördæmum landsins og hafa þessir verið kosnir þingmenn: í Reykjavík: Jörundur Rrynj- ólfsson og Jón Magnússon. Rorgarfjs.: Pétur Ottesen. Mýras.: Pétur Þórðarson í Hjörsey. Snæfellsness.: Halld. Steinsen læknir. Dalasýslu: Rjarni Jónsson frá Vogi. Rarðastrandarsýslu: Hákon J. Kristófersson í Haga. V.-ísafj.sýslu: Matth. Ólafsson ráðunautur Fiskifélagsins. N.-ísafj.sýslu: Skúli S. Thor- oddsen cand. jur. ísafj.kaupstað: MagnúsTorfa- son bæjarfógeti. Strandasýslu: Magnús Pét- ursson læknir (sjálfkjörinn). Húnavatnss.: Þór. Jónsson á Hjaltabakka og Guðm. Ólafsson í Ási. Skagafjs.: M. Guðmundsson sýslum. og Ólafur Briem. Eyjaij.s.: Stefán Stefánsson í Fagraskógi og Einar Árnason á Litla-Eyrarlandi. Akureyri: Magnús Kristjáns- son kaupm. S.-Þing.: Pétur Jónsson á Gautlöndum (sjálfkjörinn). N.-Þing.: Ren. Sveinsson. N.-Múlas.: Jón Jónsson á Hvanná og Þorst. M. Jónsson. Seyðisfj.kaupst.: Jóh. Jóhann- esson sýslum. S. Múlas.: Sveinn Ólafsson í Firði og Rjörn R. Stefánsson. A.-Skaftaf.s.: Þorleifur Jóns- son í Hólum. V.-Skaftaf.s.: Gísli Sveinsson lögm. Rangárv.s.: Eggert Pálsson prestur og Einar Jónsson á Geldingalæk. Árnessýsla: Sig. Sigurðsson ráðunautur og Einar Arnórs- son ráðh. Gullbr.s.: Rjörn Kristjánsson bankastj. og sr. Kristinn Dani- elsson. Vestm.eyjum: Karl Einarsson sýslumaður. Við landskosningarnar 5. ág. í sumar voru kosnir 6 þingm. eins og getið heíir verið um áður hér í blaðinu, en það eru þeir: H. Hafstein, Sig. Eggerz, Guðj. Guðlaugsson, Sig. Jóns- son á Yztaf., G. Rjörnson land- læknir og Hjörtur Snorrason í Arnarholti. Það er engan veginn auðvelt að segja með nokkurri vissu, hvernig þingmennirnir skipast í flokka á þinginu. Deilumálin sem skiftu þjóðinni í Heima- stjórnar- og Sjálfstæðismenn eru nú úr sögunni íyrst um sinn, svo að þeir flokkar eru í rauninni búnir að missa til- verurétt sinn, og deilurnar milli þeirra nú mestmegnis eftir- hreyta gamalla væringa. Þó verður þvi ekki neitað, að þessir tveir flokkar, Heimastjórnar- og Sjálfstæðisflokkurinn (þvers- um), hafa hlotið langflest þing- sætin við kosningarnar. Eftir því sem næst verður farið, er flokkaskipunin þessi: 14 Heimastjórnarmenn (J. M„ H. St., M. Ól., St. St., Þór. J., M. K., P. J., Jóh. Jóh., Rj. R. St., E. P., E. J., H. H„ G. G., G. R.). 12 Sjálfstæðism. (þversum) (Rj. f. V., R. Sv„ P. 0„ Rj. Kr., Kr. D„ H. J. K„ K. E„ Sig. E„ Hj. Sn„ M. T., J. f. Hvanná, Þ. M. J.). 7 Rændaflokksm. (báðirR.fl.) (P. Þ„ G. ÓL, Ó. Rr„ E. Á„ Sv. Ó„ Þorl. J„ Sig. á Yztaf.). 3 »langsum« (E. A„ M. P„ G. Sv.). 1 Alþýðufiokksm. (Jör. Rr.). 3 utanflokka (Sk. S. Th., M. G„ Sig. Sig.). -A_lþiiig. Aukaþing heflr verið kvatt saman með kgl. úrskurði, og á það að setjast ll.næsta mán. Verða helstu mál þess að reyna að bæta ýms vandræði er af ófriðnum leiðir t. d. viðvíkjandi siglingum. Sömuleiðis viðv. »brezka samningnum«, sem að því er vöruverðið snertir, er útrunninn um nýár. Úr eigin herbúðum. Hásetafélag Rvíkur hefir nú kosið nýja stjórn. Formaður Guðl. Hjörleifsson, varaform. Hannes Ólafsson, ritari Ólafur Friðriksson, gjald- keri Grímur Hákonarson, v.gjk. Sigurjón Ólafsson. Ennfr. eru í stjórninni Jón Rach, sem ekki óskaði að vera formaður áfram, og Vilhjálmur Vigfússon. Skemtun verður bráðum haldin í Há- setafélaginu. Verður tekin ákvörðun um hana á næsta fundi. 1. sambandsþing» Alþýðusamb. íslands verður haldið næstk. sunnud., 19. nóv. 1916, í Rárubúð (uppi) og hefst kl. 2 síðd. Verða þar tekin fyrir ýms mál er Alþýðuflokkinn varða, kosin stjórn til tveggja næstu ára o. fl. Islenzk fuglaheita-orðabók. Út er komin íslenzk fugla- heitaorðabók eftir Pál Þorkels- son, og er hún með frönskum, enskum, þýzkum, latneskum og dönskum þýðingum. Text- inn er bæði á islenzku og frönsku. Rók þessi sem er 128 bls. að stærð er hin fróðlegasta, eigi einungis fyrir þá sem gam- an hafa af málfræði og fugla- fræði, heldur yfirleitt fyrir alla hugsandi menn. í bókinni er fjöldi af nýjum heitum íslenzk- um, á erlendum fuglum, er eigi áttu sér neitt íslenzkt heiti áður, og virðast þau yfirleitt mjög vel valin. Pappírinn í bókinni er afleitur, einkum þegar tillit er tekið til hve mikla vinnu bókin hefir kost- að. Heyrðu, lapm! Hefirðu heyrt um kerlinguna, sem kom móð og másandi út úr einu kjörherberginu í Rarna- skólanum á kosningardaginn? Hún hafði lent í mestu þrengsl- um og troðningi, fengið ótukt- ar olnbogaskot og sjálf náttúr- lega stjakað frá sér eins og hún gat, og fengið skammir í stað- inn. Svo loksins þegar hun komst inn, var hún orðin bæði heit og þreytt og reið, og rauð og sveitt og leið, og fekk þar á ofan ærna andlega áreynslu við kosninguna. Svo þegar kelsa kemur út, þá skellir hún á lær og segir. »Ja, það veit þó ham- ingjan, að þetta hefði eg nú aldrei gert, nema af því að maður fær það vel borgað«. »Og hverja kaustu uú?« var spurt. »Voru það þeir Jörund- ur og Þorvarður?« »Jörundur og Þorvarður! Nei, ég held nú ekki! Ég þurfti nú ekki að spyrja að því, hverja ég ætti að kjósa. Þeir voru nú búnir að segja mér það svo útþrykki- lega í bílnum, að ég ætti að kjósa Jón og Knút, en í gær kom til mín maður, sem bað mig endilega um að kjósa Svein og Magnús. Svo mér fanst mig muna minst um það að kjósa þá alla fjóra«. R.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.