Dagsbrún


Dagsbrún - 03.12.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 03.12.1916, Blaðsíða 1
PREMJIÐ EKKI RANQINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYIiK N0KKURRA IÐNABAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓI.AFUR FRIÐRIKSSON 42. tbl. Reykjavik, sunnudaginn .3. desember. 1916. Landsmál. Meðan þingið stóð yfir sum- arið 1915 kom Jón Ásbjörns- son lögmaður með þá tillögu, að lagður yrði útflutningstollur á innlenda vöru, er framleiðendur stórgræddu á af völdum ófrið- arins. Bar Sveinn Björnsson, er þá var þingmaður, fram frumvarp, er gekk í svipaða átt og ófriðar- skatts-uppástunga Jóns Ás- björnssonar. En frumvarp þetya var felt, og bar tvent til, sem sé, að »þversum« svelgdist á á því, og að frumvarpið sjálft var þannig úr garði gert, að bændur hlutu að vera q móti því, þar eð skatturinn sem lagður var á landbúnaðinn var mikið þyngri að tiltölu, en skatturinn, sem leggja átti á sjávarafurðir. Málið var samt tekið fyrir á ný, og lauk svo að litilfjörlegur ófriðarskattur var lagður á hinn gífurlega gróða, er útgerðarmenn og aðrir stórframleiðendur bera úr býtum af völdum ófriðarins. Þessi ófriðarskattur, þó léttur sé fyrir framleiðendur, hefir orðið til þess að stór og óvana- legur tekjuauki hefir orðið í landssjóði, og mun Island senni- lega.nú vera eina landið í álfunni þar sem tekjur landssjóðsins (eða rikissjóðsins) eru meiri en gjöldin. Væri stór heiður fyrir landið að svo góðum þjóðarbúskap, ef þetta flóð í landssjóðnum stafaði ekki af því, að á íslandi hefir ekkert verið aðhafst til þess að bœta úr dýrtíðinni, þvert á móti því sem gert hefir verið erlendis. í flestum hlutlausum lönd- urn hefir stórfé verið varið til þess að bæta úr d}rrtíðinni fyr- ir fátæklingunum, og þungir aukaskattar verið lagðir á allan gróða — sérstaklega stríðsgróða — til þess að gela staðist dýr- tiðarráðstafanirnar; og þó tekju- halli hafi orðið þá stafar það af góðum þjóðarbúskap en ekki iUum, þó undarlegt sé að órann- sökuðu máli. Hvað á nú að gera við þetta ^ sem er umfram það sem u^Uðsyn krefur í landssjóðn- um. Fyrst er að athuga: Er P^ð sœmilegt, að landssjóður- 1I1U hafi tekjur á þessum tím- Uln af tollum, sem hvíla með °hurn þunganum á alþ^'ðunni, eins og er um sykurtollinn, kaffitollinn (og að nokkru leyti um Voi"utollinn), þegar þess er ekki þörf? Svarið hlýtur að vera, að það sé beinlínis ósæmilegt að halda áfram að pína þessa tolla út úr alþýðunni. Þess vegna ætti að afnema nú þegar kaffi- tollinn, sykurtollinn og vöru- tollinn, að svo miklu leyti, sem hann hvílir á matvöru, og það án tillils iil þess, hvort ófriðar- skatiinum verður haldið áfram eða ekki. Hér á landi þarf að komast á tekjuskattur eflir útlendu sniði, í stað tekjuskattsnefnu þeirrar, sem nú er i ?gildi og er svo bandvitlaust fyrir komið, að hásetinn þarf að horga af sínum tekjum, en útgerðarmað- urinn ekkert af sinum (að svo miklu leyti, sem þær stafa af útgerð). Kyrirkomulag skattsins ætti að vera þannig, að hann sé alls eigi goldinn af tekjum er séu minni en 1500 (eða 2000 kr.), og að jafnan sé sú upphæð skattfrí. Skatturinn á ailðvitað að vera stigandi tekjuskattur, þannig, að tiltölulega sé borg- að meira af tekjunum því meiri sem þær eru. Þó ætti hann að hækka aðallega á þeim tekjum, sem eru framyfir 5 þús. krónur. Áreiðanlega leggur ekkert mentaland álfunnar eins litla skatta á efnamennina eins og við, enda eru skattarnir svo hlægilega lágir, að sumir efna- menn fyrirverða sig fyrir það, og reyna að bæta úr því með því að ausa fé út á báða bóga þegar tækifæri gefst. Steinolían. Mikilvægt atriði á stefnuskrá Alþýðuflokksins er landseinka- verzlunin, þ. e. að landið hafi einkasölu á sérstökum vöru- tegundum, og er tilgangurinn sumpart sá að tryggja lands- mönnum nóg af vörunni fyrir hæfilegt verð, en sumpart að afla landssjóði tekna, því það má vel saman fara, að lands- mönnum sé seld varan ódýr- ari en þeir fengu hana áður frá kaupmönnum, en að lands- sjóður hafi stóran gróða af henni samt. Að þetta má sam- an fara, sýna dæmi frá þeim löndum, sem lögleitt hafa hjá sér einkasölu á einstökum vöru- tegundum, svo sem salti, oliu, tóbaki o. s. frv. Alþýðuflokkurinn ætlast ekki til þess, að landið taki að sér einkasölu nema á tiltölulega fáum tegundum, að minsta kosti ekki fyrst um sinn. Eigi heldur er ællast til þess, að landið hafi smásölu á öllum þeim tegund- um, sem það tekur einkasölu á, en vörutegundirnar eru fyrst og fremst þessar: steinolía, kol, saii, tóbak. Landið er nú þegar farið að reka verzlun með kornmat svo miklu nemur, og er sennilegt, að áður en langt líði verði framkvæmd uppástunga Guðm. Björnsonar landlæknis, um að landið taki einkasölu á korn- vöru til þess að landinu verði trygður nægur, góður og ód}7!' kornmatur. Hvað tóbakinu viðvíkur, er það að segja, að þó tóbaks- tollurinn sé minsl óréttlátur af innflutningstollunum, eða ef til vill alls ekki óréttlátur, þá er það heppilegra fyrirkomulag til þess að leggja skatt á tóbaks- neytendur, að landið hafi tó- baks-einkaverzlun, heldur en að innflutningstollur sé; hefir það reynst svo í þeim löndum, sem lögleitt hafa hjá sér tóbaks- einkaverzlun. En þau eru mörg og hafa áður verið talin upp hér í blaðinu. Fyrir tóbaks- neytendur er fyrirkomulagið einnig betra, því með því móti sleppa þeir við kaupmanns- skattinn. Þó skiftar kunni að verða skoðanirumlandseinka-verzlun á sumum þeim vörutegundum er Alþýðuflokkurinn tekur til, þá munu menn alment verða þeirrar skoðunar, að sjálfsagt sé, að landið taki nú þegar einkasölu á steinolíu. Eins og kunnugt er, er svo að segja algerð einokun á steinoliu hér a landi — verzlunin öll í hönd- um útlenzks félags, sem reynd- ar stássar sig með íslenzku nafni, en sem er jafn útlenzkt fyrir því, enda væri það lítil bót í máli, þó að það væri islenzkt. Enginn vafi er á því, að landið gæti selt olíuna mun ódýrara en steinolíufélagið, en þó haft töluverðan ábata á að verzla með hana. Beyndar má búast við, að þeir sem hag hafa á því, að fyrirkomulagið haldist eins og það er (og kannske einhverjir af þeim, sem kaupa má á kjaftinn) haldi þvi fram, að steinolíu-verzlunin verði tap fyrir landssjóð, að olian verði dýrari, og alt fram eftir göt- unum, en mál þetta hefir nú þegar svo mikla hylli meðal almennings, að líkindi eru til, að það muni bráðlega ná fram að ganga. Austurríki, Argentina og Ung- araland eiga stórfeldar stein- oliunámur, sem reknar eru fyrir rikisfé. í Serbíu er lands-einka- sala á steinolíu, og má vera, að það sé í fleiri löndum. — Hinn (líka hér á Islandi) þekti danski prófessor dr. L. Birch telur heppilegt, að landseinka- sölu á steinolíu verði komið á í Danmörku. Vonandi, að ísland yrði það land, sem fyrst fréttist um, að væri búið að koma á hjá sér landseinkasölu á steinolíu. Flóru-fölkiðv Eins og menn muna, varð nálega 100 manns, er í byrjun síldartímans var á leið til Siglu- fjarðar með »Flóru«, fyrir þvi slysi, að Englendingar tóku skipið, sem var á ferð milli tveggja íslenzkra hafna, og fóru með það til Englands. Fór mánuður í þetta ferðalag fyrir fólkinu, og þegar það kom til Siglufjarðar, þá var fyrst tunnu- laust þar, en síðan tók fyrir síldaraflann. Varð það til þess að fjöldi af þessu fólki hafði einar 30 kr. eða svo upp úr sumrinu, og þarf eigi að eyða orðum um hve bagalegt það er fyrir fólkið. Það var látið í veðri vaka að Englendingar borguðu fólk- inu skaðabætur, og hefir það fyrir eitthvað tæpum íveim mánuðum sent kröfur sínar til stjórnarráðsins. Nú er fólk- ið farið að verða óþolinmótt að bíða, og segir að því liggi á að fá skaðabætur núna, en að litið gagn sje að því að fá þær einhverntíma, enda er sumt af fólkinu ekkjur sem eiga fyrir börnum að sjá, og sem ekki víta hvað gera skal nema leita til sveitarinnar, af þvi þær voru svo óheppnar að verða fyrir þessum ójöfnuði Englend- inga (sem stafaði af misskiln- ingi). Vilji Englendingar ekki borga fólkinu skaðabætur, verður ekki annað sjeð en að lands- sjóður verði að borga þær. Frá Noregi. Ódýr miðdegisverður. Kristjaniubær lætur búa tíl miðdegisverð, og er höfð út- sala á honum á sjö stöðum i borginni. Hver skamtur (por- tion) af miðdegisverði, sem er vel útilátin og vel til búin er seld á 20 aura, en kostar bæ- inn liðlega 24 aura.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.