Dagsbrún


Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON FREMJIÐ EKKI RANOINDI ÞOLID BK'KI I RANQINDI 43. tbl. Reykjavik, miðvikudaginn 13. desember. 1916. Nathan& Olsen hafa á lager: LIBBYS’8 niðursoðnu MJÓLK og ýmsar aðrar niðursoðnar vörur frá Lí BBY. Öþarfi ad fylla lieila dálka til ad mæla með þeim, því LIBBY'S vörur eru lieimsþektar og: Iieimsfrægar. A.ðalumboðsmenn íyrir íslnud: Nathan&Olsen. Til athugunar! Á þessum timum auglýsa kaupmenn mikið af Ameríku- vörum og er það gott og blessað. — Eg hefi til sölu töluvert af vörum frá „dönsku mömmu“ og vona eg fastlega að lieimastjórnarmeiin taki það til at- hugunar. Þversuin-meiiii geta fengið ísl. afurðir úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Lanssiim-ineim enskar vörur samkv. samningnum, en Matthias fær ekki neitt. Óháðum bæiidum vona eg að geta selt saltket fyrir jólin. Reykjavik 10. des. 1916. Gisli Jónsson. Laugavegi 13. Sími 95. Jólagjafir er bezt að kaupa í Verzlan Jóns Þórðarsonar. Alþiug:i LandsmáL það er búið að setja Alþingi, þó ekki sé það tekið til starfa enn, þareð fjórða hluta þing- mannanna vantar. Eitt af þeim málum sem búist er við að lagt verði fyrir þingið er krafa frá embættis- mönnum um launauppbót sök- um dýrtíðar. Frá sjónarmiði Alþýðuílokksins(það kom skýrt fram á þingi Alþýðusambands- ins) virðist sanngjarnt, að lágt launaðir embættismenn fái dýr- tiðaruppbót, þó hvorki vit né sanngirni mæli með því, að menn sem hafa um 10 þús. krónur af embætti sínu (þó nokkuð af því séu óbeinar tekjur) fái dýrtíðaruppbót. En enn þá réttlátar og enn þá sanngjarnara en að em- bættismenn fái dýrtíðaruppbót, er að kaffi- og sykurtollurinn sé ekki lengur píndur út úr al- þýðnnni, heldur sé afnuminn þegarístað. í öðrum hlutlausum löndum állunnar er almenn- ingi veitt mikilvæg dýrtíðar- uppbót með því að veita hon- um aðgang að því að kaupa ýmsa nauðsynjavöru ódýrari verði en gangverð vörunnar er, og er stórfé veitt til þess úr landssjóðnum, en það fé er aftur fengið með því að leggja þunga (en réttláta) skatta á þá sem raka saman fé á þessum striðstimum. En hér á landi er aðferðin ein- ^Ver önnur. Hér er almenningi ®kki veitt dýrtíðarhjálp, heldur er pindur út at honum kalfi- *°hur, sykurtollur og vörutoll- ur’ með öðrum orðum: er- lendis leggja nienn á þá sem bezt geta borgað og minst munar um það, og verja nokkru af því fé til þess að bæta rneð kjör þeirra, sem verst eru staddir, en hér á landi fflenn tollana á þá fá- tækustu og ætla nú, að því er virðist, að bæta upp með því dýrtíðina sumum efnuðustu niönnnm landsins, sem verður, ef einnig þeir embættismenn er beztar hafa tekjurnar fá ^ýj'Uðaruppbót. t að er því ekki einkennilegt, Þó þingmálafundur í Haínar- fi'ói samþykti með öllum at- kvæðum ag sbora á þingið að alnema þegar í stað kaffi- og sykui lolliun, og er ekki ótrú- legt, að samskonar raddir fari að heyrast alstaðar að af landinu. var sett tiltekinn dag, 11. þ. m., en fundum var frestað þar til »Botnía« kemur með þann fjórðapart þingmannanna sem vantar. Ráðherra hefur lýst þvi yfir, að hann ætli að sækja um lausn. Um eftirmann hans er með öllu óvíst. Liklegast verð- ur ráðherrunum fjölgað svo, að þeir verði framvegis þrir. Enginn einn flokkur er svo sterkur, að hann hafi meiri- hlutann ineð sérj og hvaða flokkar það verða sem hræða sig saman um að mynda stjórn, er með öllu óvíst enn þá, og verður líklegast fram undir aðra helgi. LaiHlsverkfræðinfriir. 1 stað Jóns Þorlákssonar er sagt hefir af sér starfi sínu frá i. febrúar næstkomandi, hefir landsstjórnin skip- að 1 embættið Geir G. Zoéga. Laun togara-háseta. Miklar tröllasögur hafa geng- ið af því hve afskaplega góð kjör hásetar á togurum hefðu. Ganga þær einkum fram úr góðu hófi í ritgerð hr. Indriðá Einarssonar um gerðir launa- málanefndar, en þá ritgerð hefur »ísafold« verið að birta undanfarnar vikur. Eru um- mæli hr. I. E. eitthvað á þessa leið: »Hásetar gerðu verkfall og höfðu þó 3500 kr. árslaun«. Til þess að sýna fram á hve mikil fjarstæða þetta er, skal hér skýrt frá tekjum eins togara-háseta. Árið 1912varhann á »Skalla- grími«, sem aflaði í meðallagi. Mánaðarkaupið var 70 kr. á mánuði og fyrir lifur var borg- að til jafnaðar 10 kr. Mánaðarkaupið varð samtals á árinu .... kr. 787,27 Lifrarpeningar, samtals .... — 294,16 Síldarpremía var — 53,38 Aðrar tekjur — 8,00 Tekjur alls árið 1912 kr. 1142,81 Gjöldin voru þetta ár; til heim- ilisins (fæði og klæði lianda konu og þrem börnum). kr. 866,35 Sjálfur hrúkaði hann (fatnaður, sjóklæði etc.) . . — 120.00 Húsaleiga, skatt- ar, félagsgjöld og ýms smá útgjöld voru — 156,46 kr. 1142.81 Árið 1913 var hann einnig á sama togara. Meðal-afli. Mánaðarkaupið var samtals . . . kr. 800,30 Lifrarpeningar samtals .... — 351,69 Síldarpremia. . — 67,00 Aðrar tekjur. . — 39.10 Tekjur samtals árið 1913 .... kr. 1258.09 Gjöldin voru þetta ár; Heimilið . . . kr. 880,00 Sjálfur .... — 98,08 Húsaleiga, skatt- ar, gjöld .... — 170,00 Til sjúkrasaml . — 23,00 Styrkur til aldr- aðs skyldmennis o. 11 — 62,23 Samtals gjöld árið 1913. . . . kr. 1233,31 Tekju-afgangur . — 24.78 kr. 1258,09

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.