Dagsbrún


Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 2
136 DAGSBRÚN hefir landsins stærstu birgðir af Vefnaðarv0rum svo sem Tvisttau, Oxfords, Verkmanniiskyrtutau. Flaucl slétt og rifíluð mikið úrval. Karlmannafatatan, Cheviot, Flúnel. Féreft bl. og óbl. ágætar teg. Morgunkjólatau, Kjólatau, Handklædi. Silki, mikið úrval. Handklæðadret(il, Lastingur i ýmsum litum, Silkibönd. Máttkjóla þá beztu í bænum. Hillipils, Fasaklúta, Mærfatnaó kvcnna s. s. Bolir o. 11. H.venslifsi, HLarlaliúfur. Mærfatnaður karla mikið úrval og ódýrt. Kvensokkar, Axlabönd, Hendlar. Teygjubönd mjó og með göt. Millumverk og ISlúndur bród. Prjónagarn, Barnalegghlífar, Regnkápur karla. Tvinni, bezta teg. er til landsins flytst. Handsápur og Ilmvöfn mikið úrval. SGg*lcLÚ.kl nr. 8 Og* 10, bezta teg., en langódýrasta, vegna sérl. góðra innkaupa. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson. Árið 1914 fór háseti þessi — við skulum kalla hann Jón — af Skallagrími á annan togara. Sá togari fór ekki á síldveiðar. Meðal-afli. — I mánaðarkaup hafði Jón 85 kr. Varð mánaðarkaupið samtals ekki nema . . . kr. 729,62 Lifrarpeningar voru..................— 308,32 Tekjur samtals árið 1914 . . . kr. 1037,94 Frá fyrra ári . — 24.78 kr. 1062,72 Gjöldin voru þetta ár: Heimilið (þar með talin búsaleiga) . . . kr. 990,00 Sjálfur .... — 90,70 Sjúkrasjóðsgjald, skattar, félagsgjöld o. fl.............— 77,00 Styrkur til aldr- aðs skyldmennis o. fl.................— 36,75 Gjöld samtals árið 1914. . . . kr. 1191,45 Gjöldin urðu því samtals kr. 131,73 meiri en tekjurnar, og varð Jón að taka lán. Árið 1915 voru tekjurnar sem hér segir: Mánaðarkaup . kr. 911,64 Lifrarpeningar . — 604,31 Tekjur á síld- veiðum .... — 105,00 Tekjur samtals árið 1915. . . . kr. 1620,95 Lifur var þetta ár fyrst seld á 12 kr., þá 18 kr. og um haustið á 35 og 40 kr. 1 næsta blaði skal skýrt frá tekjum þessatogara-hásetal916, en af því sem komið er má sjá hve ýkt er um tekjur togará-háseta. Maður, sem í mörg ár hefur verið bátsmaður á togara og haft 125 kr. mánaðarkaup (móti 70—80 kr. kaupi háseta) en lifur eins og þeir, sagði þeim sem þetta ritar i fyrra vetur, að hann hefði aldrei náð 2000 kr. árskaupi á togara. Úr eigin herbúðum. Skemtnn Hásetafélags Rvíkur tókst á- gætlega; þareð fjöldi meðlima komst ekki að, mun hún bráð- lega verða endurtekin. Verkani.fél. „Dag8brún“ heldur fund á fimtudaginn. „Framsókn44 Verkakvennafél. »Framsókn« heldur bazar í Templarhúsinu uppi á fimtudagskvöldið. Þar er margt eigulegt og stúlkurnar sem selja faliegar á að líta. Almennur borgarafnndur verður haldinn í Bárubúð kl. 2 á sunnudaginn. Það er stjórn Alþýðuflokksins, sem boðar til hans og umræðuefni er: dýr- tíðarmál almennings. Mótorbáturinn „Síðuhallur“ á Djúpavogi. Fylgi heillir »Halli« hrelling burtu felli. Gull úr gigjarpalli gylli þig og fylli. Kljúf þú öll hjá Karli*) knarrafjöll með snilli. Tröll þó »Ha 11 i« halli »Hallur« fellur varla. R. J. *)' Karl Steingrímsson formaöur á „Síðuhalli". f loftimi. Alvara. Enginn vafi er á því að flug- vélar eiga eftir að verða eins ódýrar og jafnmikið notaðar eins og bifreiðar. Hér á íslandi eru líkindi til þess að flugvélar verði með tímanum notaðar að tiltölu meira en bifreiðar, af því landið er svo óslétt, en flugvélarnar fara beint yfir fjöll- in, yfir allar vegleysurnar. Þær þurfa bara sléttan völl til þess að lenda á, eða (sæflugvélarn- ar) fjörð eða vatn til þess að setjast á eins og svanur. Það eru ekki mjög mörg ár síðan fyrstu bifreiðarnar (brúk- legu) komu til landsins, en nú munu 40 eða þar yfir vera til hér, og vafalaust mun sú tala aukast að mun á næstu árum. Enda hafa nú þegar nokkrir einstakir menn fengið sér bif- reið til eigin notkunar, og þó það muni stafa meir af tildri en þörf, eða jafnvel einkum þessvegna, þá munu fljótt fleiri á eftir fara. Það er því ótrúlegt, að það líði mörg ár eftir að friður verður í álfunni, að ein- hver íslendingur tái sér flugvél. í siðasta blaði var sagt frá hvað lengi væri verið aðfljúga til Hafnarfjarðar og til Akur- eyrar, en þar var á lítilsháttar skekkja, sem sé sú, að það er talin meðalferð flugvélar, en gert ráð fyrir að vélin færi 200 rastir (um 27 milur) á klst., en það er heldur góð ferð á flugvél. í því sem hér fer á eftir er samt alstaðar gert ráð fyrir þeim hraða. Til Hafnarfjarðar er eins og sagt var frá, 3 mínútna flug úr Rvík. Ef reiknað er frá því maður setst^i flugvélina á ílug- vellinum í Rvík*) og þar til maður er lentur í Hafnarfirði, verður að gera ráð fyrir 4 mín. Ælli maður til Akureyrar, er bezt að vera fyrst búinn að fá vita hjá veðurathugunarstofunni (sem vonandi verður stofnsett bráðlega) hvernig veðrið sé fyrir norðan fjöllin, og eins að ekki sé von á óveðri. Það má sem bezt halda beina stefnu til Akureyrar, en þá þarf að íljúga yfir Ok og Langjökul. En það er kalt svo hátt uppi; það er þvi bezt að fara milli jöklanna. Gaman. Gerum okkur nú í hugarlund,. að síra Haraldur, Einar Kvaran og Gísli Sveinsson séu að leggja af stað einn sunnudag á fund sem halda á á Akureyri kl. 3, til þess að ræða um mótþróann gegn dularfullum fyrirbrigðum. Það þarf að vera stór og aflgóð vél sem þeir fara í, til þess að geta farið 200 rastir á klukku- stund með fjóra menn (þó andatrúarmenn haldi sér ekki mikið við jörðina, er ekki vert að gera ráð fyrir, að þeir geti stjórnað flugvél, það þarf því flugmann). Klukkan tæplega tólf setjast þeir skinnklæddir og með bifreiðargleraugu í flug- vélina. Andatrúarmennirnir setjast hægramegin við ílug- manninn, en Gísli (sem þegar þetta skeður, er orðinn orð- lagður ístrubelgur) sezt vinstra megin. Flugmaðurinn dótar eitthvað við vélina og sezt í sæti sitt; Gísli lítur á úrið sem hann hefir spent um úlnliðinn og segir: »Klukkan er tólf«. »Farið frá 1« hrópar flugmaður- *) Úr því búið er að skemma Mel- ana, verður hann að líkindum að vera inn við^Öskjuhllð, norðan við hana.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.