Dagsbrún


Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 137 NÁl i Í,SI RN Li n j liij L1 (\ U li U. LJ li hafa á lager: Marsmanns~vindlar svo sem: Maravilla, E1 Arté, Cobden, Supremo, Commercial. Auk þess margar aðrar vindlategnndir. Sömuleiðis Hills Cigarettur svo sem Special Sunripe og Extra Flake og fleiri tegundir. Aðaíumboö hafa NATHAN & OLSEN. THULE. Mikitl ásfreiiiingur er um það meðal vísindamanna, hvaða land eigi með réttu nafnið Thule; nefna sumir ísland, aðrir Noreg eða önnur lönd. Kiigiun á^reiningur virð- ist þó vera manna á meðal um, að lífsábyrgðarfélagið Thule sé bezta lífsábyrgðarfélagið. Það er stærsta lífsábyrgðarfélagið á Norðurlöndum.Tryggingarupp- hæð þess við árslok 1915 nam 278 milj. kr., en eignir 84 milj. Hví skyldu langflestir hafa geng- ið i þetta félag, fremur öðrum, ef það væri ekki af því það er bezta og ódýrasta félagið? inn og setur vélina í gang. Tvíblaðaða skrúfan vélarinnar • (hún er úr tré eða aluminium og fullar fjórar álnir á lengd) snýst tvisvar en fer síðan svo hratt að hún hverfur alveg áhorfendunum, sem um það bil er flugmaðurinn settist í sæti sitt, hafa hypjað sig til hliðanna. Flugvélin þýtur á stað nokkra faðma eftir flugvellin- um, þá stígur flugmaðurinn á hæðarstýrið, og flugvélin skýzt á ská upp í loftið, eins og sálin úr andatrúarmanni. Áhorfend- urnir sjá flugvélina minka þar til hún er til að sjá eins og og lítill fugl og eftir 6 minútur sjá þeir sem skarpasta hafa sjónina og þeir sem eru með kiki, að hún hverfur yfir Esjuna. Ferðamennirnir hafa með sér bækur, til þess að lesa í á leiðinni, en úr lestri verður samt ekkert. Síra Haraldur er með bók um ný dularfull fyrir- brigði, meðalannars það hvern- ig sálin í einum kolmórauðum blámanni úti f Kochinkína á sjö dögum varð svo drífhvit, að gloría stóð um höfuðið, og allar yfirsetukonur sem á horfðu, skrifuðu greinar um það og sendu Lögréttu, en rit- stjórinn hafði ekki rúm fyrir nema að eins fáar þeirra, því hann var að skamma sama ráðherrann og hann hafði hælt árinu áður, fyrir sama verkn- aðinn og hann áður hafði hælt honum fyrir. Einar Kvaran var með nýja bók eftir síra Campbell »Nýjasta guðfræðin« og var urn síðasta hringsnúning ýmsra enskra trú- nianna. Gísli var með skraut- útgáfu af bók Ragnars Lund- borgs um hálffull og alfullvalda Hki, sem eru svo lítil að þau sjást ekki nema i stjörnukiki. Þegar klukkan í Skólavörð- undi (sem á kostnað eins mik- ilsmetins bæjarfulltrúa, var búið að flytja og bæta ofan á Dóm- kirkjuturninn) sló 127* sáu llugfararnir niður á Skorradals- vatn og stefndu þeir beint á Kaldadal milli Oks og Lang- jökuls. Sex mínútum seinna voru þeir komnir inn á milli jöklanna, og rétt á eftir sáu þeir niður í Þórisdal. Flug- maðurinn beindi vélinni nú heldur meir til vestur, til þess að þurfa ekki að skrúfa sig yfir Eiríksjökul. Hálftíma ettir að þeir lögðu af stað úr Rvik voru þeir komnir svo langt norður með þessum dásamlega fagra jökli, að farið var að beygja austur á við. Fiskivötn- in blöstu við fagurblá, og séra Haraldur lofaði guð fyrir nátt- úrufegurðina og fyrir að hafa látið mennina finna upp flug- vélina. Gísli hugsaði um það sama, en á annan veg. Hann harmaði að land það er væri svo fagurt, skyldi ekki vera fullvalda riki, en flugvélin kom honum til þess að hugsa um sigur mannsandans á dauðri náttúrunni og hve dásamlegri skynsemi mennirnirværugædd- ir, þrátt fyrir allt þeirra trúar- rugl og andagutl. Einar Kvaran sat með vasa- bók og blýant, sem hann með mikilli fyrirhöfn hafði sótt inn fyrir skinnklæðin. Það voru að brjótast í honum í einu hend- ingar í nýtt ættjarðarkvæði, og þráður i nýja sögu, og hann fann þá innilegu gleði, sem kölluð er sköpunargleði, og hefði getað faðmað Gísla að sér, ef flugmaðurinn hefði ekki setið á milli þeirra. Flugvélin hélt nú austur með Eiríksjökli og Balljökli (sem er norðvesturhluti Langjökuls) en nokkuð fyrir norðan hann. Fimtiu minútum eftir að lagt var af stað í Rvík var farið yfir Blöndu, sem úr flugvélinni var að sjá eins og mjótt grá- blátt band. Brátt voru Illviðra- hnúkar, og bak við þá Hofs- jökull að sjá til suðurs og sást þá ofan í ýmsar sveitir Skaga- fjarðar. Þegar komið var á móts við Vatnahjalla var stefnunni breytt, og haldið hér um bil í hánorð- ur ofan i EyjafjÖrð. — — Þeir nálguðust nú óðum Eyjafjörð og Gísli þóttist þekkja Rimar, Súlur og fleiri fjöll. — Þegar ltomið var á móts við Hóla, lækkaði flugmaðurinn flugið, þar til vélin þaut yfir grundirnar að eins 200 fet yfir þeim. Síra Haraldur íór nú að búa sig undir að fleygja niður bögli, sem ætlaður var Magn- úsi á Grund, en í böglinum voru nýjustu tbl. af Morgun- blaðinu, sem var orðið á stærð við Politiken en miklu efnis- meira, og Vísi, sem Hjálpræðis- herinn hafði keypt og gert að myndablaði. Böggullinn var látinn detla niður á réttum stað, og bar ekki fleira til tíð- inda fyrr en komið var á móts við Kropp. Þar stóð maður úti og veifaði til flugmannanna með rauðum snýtuklút. Það var Davið á Kroppi sem »Norð- urland« laug eitt sinn á, að Harmonium frá Petersen & Steenstrnp (stofnað 1839) eru hin full- komnustu hljóðfæri sinnar teg- undar, og þó ódýr. Þau hafa hlotið mikið lof söngvina, sök- um hljómfegurðar, og sökum þess hve sterk og haldgóð þau eru. Hafa fengið ótal verðlaun, meðal annars á heimssýning- unum í París 1900 og Bryssel 1910. Hljóðfærahús Reykjavíkur hefir einkasölu á þessum ágætu hljóðfærum. Öllum velkomið að koma og reyna þau. Hljóðfærahús Reykjavíknr. Pósthússtræti (hornið á Templ- arasundi). Opið 1—4 og 7—8 slðd. hefði fengið fjárkláða austur á landi. (Framhald ef til vill siöar). „Goðafoss“ strandaður. Það þótti ill tíðindi, þegar það fréttist, að »Goðafoss« væri strandaðurvið Straumnes,norð- an við Aðalvík á Vestfjörðum. En menn gerðu sér eftir þess- um fréttum, sem komu, góðar vonir um, að skipið mundi nást út aftur, lítið skemt. Því miður brást sú von. Þann dag sem björgunarskipið Geir ætl- aði að reyna að ná Goðafossi út með flóðinu kl. 3, kom mikil vestan kvika tveim tím- um fyrir flóð, og flutti hún Goðafoss 7 eða 8 faðma nær landi og braut hann enn meir en áður var. Mestu af vörunum sem Goða- foss hafði meðferðis björguðu mótorskip frá ísafirði. Goðafoss kostaði hálfa milj. kr., en var vátrygður fyrir 900 þús. kr. Samt er tapið tilfinn- anlegt, því skip, sem getur gert svipað gagn og Goðaíoss, fæst ekki nú fyrir minna en 17* milj. króna. SkipstjóriáGoðafossi erJúlius Júliníusson af Akureyri. Frá Danmörku. Ströng lög eru nýju dýraverndunarlögin dönsku, sem samþykt voru í sumar. Má eftir þeim dæma þá sem fara illa með skepnur, vanrækja hirðingu þeirra, eða ofbjóða starfsþoli vinnudýra, í 20 til 4000 kr. sekt eða fangelsi. Mikill hluti af fiski þeim sem seldur er í borgum í Dan- mörku er seldur lifandi, og er eftirtektarvert, að dýravernd- unarlög þessi ná að sumu leyti til fiskanna. Lifandi fisk má til dæmis ekki vega á þann hátt, að vogarkróknum sé stungið í fiskinn. Piano Þeir, sem vilja fá sér hljóm- f<>gnr og sterk piano, kaupi frá hinum gömlu og velþektu verk- smiðjnm T. M. Hornung & Sönner. Rijóðfærahús Reykjavíknr Tósthússtrætl, hornið á Temlarnsiindl. opið 1—4 og 7—8.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.