Dagsbrún


Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 13.12.1916, Blaðsíða 4
138 DAGSBRUN <jíítarar eru fögur en ódýr hljóðfæri, sem hver og einn getur lært af sjálfum sér að leika á. Auðskilinn leiðarvísir fylgir ókeypis hverjum gítar, sml. »skóli« með mörgum velþekt- um lögum. Illjódfærahús SSvíkur, Pósthússtræti, hornið á Ternplarasundi. Opið 1—4 og 7—8. Gunnar Gunnarsson. Ný bók eftir Gunnar Gunn- arsson kemur út um þessar mundir hjá Gyldendal; hið islenzka nafn hennar er »Varg- ur i véum«. Samtimis kemur 3. útg. af »Livets Strand«. Bækur sendar Dagsbrún. Glímubók, gefin út af íþrótta- sambandi íslands, með 36 myndum. Rvík 1916. 144 bls. Verð kr. Knattspyrnulög, gefin út af íþróttasambandi íslands, með 22 myndum. Rvík 1916. 58 smáar bls. Verð 50 aurar. Um báðar þessar bækur má segja, að þær séu mjög þarfar til þess að viðhalda og auka þann neista af áhuga fyrir i- þróttum, sem kviknaður er kér á landi. Báðar eru bækurnar ódýrar, og allur frágangur á þeim hinn bezti, svo unun er með að fara. í glímubókinni er rækilega sagt frá glímum, að fornu og nýju, svo hún er auk þess að vera ágæt kenslu- bók i glimu, bæði skemtileg og fróðleg aflesturs. Er líklegt að flesta íslendinga langi til þess að eiga bók þessa i bóka- hillunni sinni. Hinar mörgu myndir prýða mjög bókina og gera lesmálið skiljanlegra. Knattspyrnulögin eru nauð- synleg eign eigi að eins þeim sem knattspyrnu, iðka, heldur einnig þeim mörgu, sem gam- an hafa af að sjá knattspyrnu- leik. Kemur sér þá vel, að rit þetta, sem Ben. G. Waage is- lenzkaði og bjó til prentunar, Guðm. Björnson skóp i ný- yrðin, en Rikharður Jónsson skar í myndirnar, er svo litið og snoturt útlits, að mann langar til þess að ganga með það í vasanum, enda er til þess ætlast. Enginn vafi er á þvi, að bækur þessar munu seljast vel, og er gaman að eiga von á fleiri bókum frá Iþróttasam- bandinu, t. d. um skíða- og skautafarir, boglist, gang o. fl. Laust og fast. Þnð sem fólkið vill iesa: Gift: Ungfrú Guðbjörg Kristjánsd. og Kjartan Sigurðsson sjómaðnr. Vetrarblflðið heitir blað, sem íþróttafélag Reykja- víkur gefur út við og víð. i. tbl. er útkomið fyrir nokkru. Laglegt. Nýlega er dáinn Guðmundur Jónsson, er lengi var bæjarpóstur á Isafirði; var hann fjörgamall orðinn. Lét hann eftir sig 4000 krónur 1 peningum — þar af 700 kr. í gulli —, er fundust að hon- um látnum 1 koffbrtsgarmi, er hann hafði við rúm sitt. Karlinn hafði aldrei gifst og var barnlaus. Hús átti hann, en gaf það eftir sinn dag fátækum hjón- um, er hjá honum leigðu og stunduðu hann í banalegunni. A. Villudýr á götuDum. Þegar eg nálgaðist Aðalstræti á leiðinni heim, eitthvað kl. 12 á sunnudagskvöldið, heyrði eg arg og óhljóð, gauragang og læti. Villudýrin, sem völd voru að óspektum þessum, voru tveir fullir menn, sem án ámælis í aðalgötunni í höfuðstað bann- landsins, emjuðu, skræktu, org- uðu, veinuðu og bölvuðu, svo óhljóðin urðu viðlíka og þegar öll óargadýrin í stórum dýra- garði erlendis taka til hljóðanna í einu. Munurinn var að eins sá að öskur dýranna eru ekki eins viðbjóðsleg. U. Jón og spillingin. »Jón, Jón! Þú mátt ekki verða jafnaðarmaður!« Jón tók upp i sig (á því get- um við séð að það var ekki Jón Dúason) og tugði töluna nokkrum sinnum. »Því má eg það ekki?« »Af því að þá ferðu að drekka og siðspillist og þá skilurðu við mig, og hver veit hverju þú kant að taka upp á«, sagði Stína ákveðin. »Hvernig getur þér dottið þetta í hug, kona?« »Hefnðu ekki lesið »Tímarit Kaupfélaga«? Hann Jón Dúa- son hagfræðislærlingur segir þar að jafnaðarmenn i Dan- mörku drekki svo mikið og skilji við konurnar og íleira, sem eg ekki segi. Hugsaðu þér hvernig alt yrði hérna á ís- landi, ef karlmennirnir tækju upp jafnaðarstefnuna, þeir myndu ekki tolla stundinni lengur í hjónabandinu ogliggja svo hver um annan þveran blindfullir«. »Það er ómögulegt að mað- urinn sé svo vitlaus, að skrifa þetta«, sagði Jón gætilega, »lof mér að sjá tímaritið«. »Eg lánaði henni Siggu það, svo hún gæti varað Jón sinn við voðanum«. Jón hafði heyrt og lesið sitt af hverju, eins og flestir Þing- eyingar, svo honum datt ekki í hug að trúa þessu. Hann vissi það mjög vel, að jatnaðarstefn- an hafði útbreiðst mikið á síð- ari árum i flestum löndum Norðurálfunnar. Einnig vissi hann, að jafnaðarstefnan var ekki nema 50—60 ára gömul og þess vegna datt honum i hug að það væri fjarstæða, að setja hana í samband við drykkjuskapinn. En til þess að vita vissu sina fór Jón á bóka- safnið og náði sér í aðra út- gáfu af Salomonsens Lexikon, sem nú er að koma út. Jón sló þar upp á »Afholds- bevægelsen« og fann þar, að brennivínsdrykkjan í Svíþjóð var árið 1912, 6 lítrar á mann og Noregi 3,1 1. á mann. Svo fletti Jón upp í »Af- holdspörgsmaalet eftir Matti Helenius og þar fann hann að Svíar höfðu drukkið 40—46 lítra af brennivíni á mann árið 1830 og Norðmenn 16 1. á mann árið 1833 — áður en nokkur varð þar jafnaðar- maður. í Salomonsens Lexikon fann Jón að vínneyzla Dana hafði minkað úr 8,2 1. á mann árin 1910—1905, niður í 6,5 1. á mann árið 1912 og brennivíns- framleiðslan hafði minkað þannig: árin 1881—’85 var hún 16,70 milj. 1. 100, en árin 1906 —'10 var hún 14,93 milj. 1. á 100. Þannig komst Jón að raun um, að drykkjuskapur hafði minkað að mun í löndum þessum eftír að jafnaðarstefnan fór að ná þar útbreiðslu. Jón fór svo og náði í tíma- ritið. Þar sá hann að nafni hans Dúason skrifaði um hvað hjónaskilnaðir hefðu vaxið mik- ið að meðaltali á árunum 1896 —1900, 1901—1906 og 1906- 1911; en Jón (ekki Dúason) rak líka augun í það að nafni hans mintist ekkert á hjóna- skilnaði í öðrum löndu,m, þar sem engir jafnaðarmenn eru, og ekki heldur á það að Dön- um hefir mikið fjölgað, eða á það, hvorl giftingum hefir tækkað eða fjölgað — nei, hann skrifaði bara töluna á hjóna- skilnuðunum. — Jón (ekki Dúason) fór að gruna natna sinn um, að hann væri ekki sem beztur »spillingarmælir« þó hann létist vera það. Jón hélt áfram að lesa, og rak sig svo á það, þegaé nafni hans Dúason segist ekki hafa leitt neinar fullnægjandi sann- anir fyrir almennri siðspillingu meðal jafnaðarmanna, og þar getur Jón verið alveg sammála nafna sínum Dúasyni. Hann ályktar þannig: Þó hugsjónamenn séu eílaust ekki yfirleitt siðspiltir, þá finst auðvitað »misjafn sauður í mörgu fé«, en þó vill Jón (ekki Dúason) alls ekki bannfæra heildina fyrir brek einstalding- anna. Eins og það t. d. væri algerlega rangt að segja, að enginn hagfræðingur notaði hagfræðina eins og heiðvirðum manni og hagfræðing sæmdi, þó Jóni Dúasyni hefði orðið það á í þetta sinn. Já, fleiri eru spiltir en jafn- aðarmenn. Jón jafnaðarmaður. Norðnrljós óvenjuleea fögur sáust hér í Rvík um fyrri helgi. Bezt er að sitja á bekk, þegar leikið er á harmonium. Nokkrir har- monium-bekkir ennþá til í Hljóðfærahúsi Reykjavíbur, Pósthústræti, hornið á Templarasundi. Opið 1—4 og 7-8. Himinn og jörð. Llðlega 100 fiskategundir hafa veiðst hér við land svo menn viti með vissu. Af þeim eru um 50 nokkuð algengar, um 20 fremur sjaldgæfar, en hinar mjög sjaldgæfar. Tvær tegundir fæða lifandi unga, háfurinn og karfinn. Ástuóður. Ásta er skást, hún aldrei brást eins og sást svo tíðum. Hún er gull aí gæðum full, geðjast ullum fríðum. Ásta sést sem svanna bezt! Sælubresti enga! Hún er gestum gæðamest gleði flestra drengja. Ásta Ijómar líkt og blóm list og sóma búin. Hún er fríð og himinblíð, hún er lýðum sumartíð. 4 Kvöldskemtun hélt Bjarní Björnson leikari í Bárubúð á fimtudags-. föstu- dags og laugardagskvöldið. — Þótti mörgum skemtunín góð einkum Jakob Möller og V. Finsen, sbr. Yísi og Morg.bl., og það sem vantaði á listina hjá Bjarna, bælti hann upp með klámi. Hásetafélag Rvíkur. Meðlimir Hásetafélagsins.sem ekki hafa greitt árstillög sín, greiði þau nú þegar til gjald- kera fjelagsins, sem er að hitta á skrifstofu Dagsbrúnar kl. 7-8 e. h. Ólaf' ti'ridi'IUHMon er oftast að hitta á skrifstofunni í Gamla Bio milli 6 og 8 á kvöldin. Klæðaverzlnn og saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt laiaefui ekta litir. JL<’ljót sif- g-roiö.-ila — Vönduð viiuitt. TVý fataelni með hverju skipi. Sparið peninga. grnkaðar námsbxkur, innlendar og erlendar sögu- og fræðibækur, fást mjög ódýrar í Bókabúðinni á Laugavegi 4. Gamlar bækur teknar til útsölu. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.