Dagsbrún


Dagsbrún - 19.12.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 19.12.1916, Blaðsíða 3
D A G S B R'Ú'N 141 Ht Eimskipaféla Hlutaútboð, Eins og kunnugt ei\ hefur félagið orðið fyrir því slysi, að missa annað hinna ágætu skipa sinna. Félagsstjórnin hefur áformað, að reyna að fá sem allra fyrst handa félaginu annað skip í skarðið, ef hentugt skip íæst með þolanlegum kjörum og nægilegt fó verður fyrir hendi til kaupanna. Fer framkvæmdarstjóri til útlanda næstu daga i þeim erindum, að reyna að útvega hentugt skip. Og með þvi að búast má við, að þurfa að kaupa skip talsvert háu verði, hefur stjórnin ákveðið að bjóða nú út hlutafé sam- kvæmt heimild þeirri, er aðalfundur félagsins þ. 23. júni þ. á veitti, til að auka hlutaféð upp í 2 miljónir króna. Innborgað hlutafé er nú, að meðtöldu nýja hlutaíénu sam- kvæmt hlutaútboði frá 4. september 1915, um 1010000 kr.; af hinni fyrirhuguðu aukningu er ætlast til, að landsjóður taki á sínum tima (þegar strandferðaskip verða keypt) hluti fyrir 400000 krónur, samkvæmt lögum frá 15. nóv. 1914 um strand- ferðir. Er þvi upphæð aukningar þeirra, sem hér er boðin út: 590,000 krónur. Aukningin er aðeins boðin út innanlands. Ætlast er til, að menn borgi hlutaféð við áskrift. Hlutabréf fyrir hinu nýja fé verða gefin út jafnóðum og feð borgast inn til skrifstofu fé- lagsins, og veita þau hluthöfum full félagsréttindi, þar á meðal rétt til liltölulegs arðs fyrir þann hluta ársins, sem eftir er frá útgáfudegi, samkvæmt 5. gr. félagslaganna. Allir þeir, sem i september 1915 eða siðan hafa verið beðnir að safna hlutafé, eru einnig nú beðnir að taka við hluta- áskriftum, og innborgunum á hlutafé. Auk þess tekur skrifstofa félagsins í Reykjavik við hlutafé. Félaginu ríður talsvert á því, að hlutaíjársöfnunin geti farið fram sem allra fljótast. Stærð hinna einstöku hluta er eins og áður 25 kr., 50 kr., 100 kr., 500 kr., 1000 kr., 5000 kr. og 10000 kr. Reykjavik, 16. desember 1916. Stjórn hf. Eimskipafélags íslands. Sveinn Bförnsson. Halldór Danielsson, Eggert Claessen. 0. Friðgeirsson. Jón Gunnarsson. H. Kr. Þorsteinsson. Jón Þorláksson. Jólag sem allir munu gleðjast yflr — eru. Silkivasaklútar, — Bróderaðir silkivasaklútar og Lenon vasaklútar fyrir konur, karla og börn. Annað eins úrval ofg lijíi mér er livergi í bænnm. l'Gjgill Jacobsen. Munið eftir Silkivasaklútunum með ísl flaggi. Bezta jólagjöfin er Saumavél m* hraðhjóli frá Egill »Tacol>íseii. smmtm&m&mmmmm&m Kærkomin jólagjöf er Silkisvimtuefni og Silkisiipsi frá Eífiil Jacobsen. ^agsbrún óskar ksenðum sivm gleðllegra jéla. ¦ ÓDÝRASl' f KAUPANGl ¦ BEZT í KAUPANGI Stumpar nýkomnÍF í RADPAM. BEZT í KAUPANGI ¦ ÓDÝRAST í KAUPANGl ¦

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.