Dagsbrún


Dagsbrún - 22.12.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 22.12.1916, Blaðsíða 1
I L i-REMJIO EKK RANQINDI DDAGSBRUN BLAD JAFNADARMANNA GEFIN CT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ARYRGÐARMAÐtJR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 45. tbl. Reykjavik, föstudaginn 22 desember 1916. Einkaverzlun á tóbaki. Alþýðuflokkurinn hefirafnám aðflutningstollanna á stefnuskrá sinni, af því aðflutningstollar eru afaróréttlátt skattafyrir- komulag, og auk þess óhag- kvæmt. í þeim löndum, sem landseinkasala á lóbaki hefir verið lögleidd — en það er meðal annars í Frakklandi, Austurríki, Ungverjalandi, Jap- an, ítalíu, Spáni, Portúgal, Rú- meniu, Serbíu, Perú og Sviþjóð — þykir landseinkasalan miklu heppilegra fyrirkomulag bæði fyrir rikið og einstaklingana heldur en tolla-fyrírkomulagið. Bismark lagði á sínum tíma írumvarp um einkasölu á tó- baki fyrir þýska þingið, en kom því eigi i gegn. 1 Eng- landi heyrðist þegar fyrir stríðið háværar raddir um, að rikið ætti að taka að sér einkasölu á tóbaki, og mun komast á þar strax að stríðinu loknu, ef ekki fyr. í sumum af þessum löndum, sem nefnd voru — einkum þau sem síður eru mentalönd yfir- leitt, t. d. Spánn, Portúgal og Serbía — er einkasalan leigð einstökum félögum, en það hefir yfirleitt gefist langtum ver en að landið ræki sjálft verzlunina. Ýms lönd, sem í fyrstu leigðu félögum einkaréttinn, hafa því hætt því og rekið verzlunina sjálf, t. d. ítalia, sem árið 1883 keypti allar eigur félags þess, er áður hafði haft verzlunar- réttinn, og hefur rikið sjálft síðan rekið verzlunina og með þeim árangri, að tekjur' þess af henni eru nú árlega 220 milj. lira, en það er helmingi meira en tekjur ríkisins með- an það leigði verzlunarréttinn. Árið 1810 gerði Frakkland Upptækar tóbaksbirgðir og tó- baksverksmiðjur og borgaði eigendunum (eftir mati) 60 milj. frc. fyrir birgðirnar, en 10 milj. fyrir verksmiðjurnar. Hefir landið síðan rekið tóbaks- einkaverzlun og framleiðslu. ^óbaksrækt er leyfð, en skyld- ugt að selja ríkinu. Allur gróði franska ríkisins ^* þessu er 500 milj. franka arkga; hreinn gróði kOO milj. árlega. I Austurriki er hreinn gróði rikisins árlega 200 milj. aust- urriskra kr., og í Japan, sem arið 1898 lögleiddi landseinka- verzlun á tóbaksblöðum og 6 arum síðar á öllu tóbaki (og framl.) er tíundi hluti ríkis- Nathan &01sen hafa á lager: JTólalierti. liarna^pil. X^eilif ön g. OliocoladLe suðn> ogát. Coníect HlietlXr margar teg. -A/Vextl niðurfeoðna og þurkaða. S^ardínixr. Vinclla. Oisrafettu.i'. o. m. íl. Karlm.stigvél frá kr. 9,98 til jóla! 5°|o afsláttur til jöla! Kveninniskór frá kr. 1,90 til jóln! Sköfatna 5°h afsiátt gefa Olaiisens-íln'SBeÖur af skófatnaðí til jóla til þess að rýma fyrir nýjum vörum sem koma með s.s. GULLFOSSI. Komið fljótt, meðan nögfu. er úr að velja. ^iíH! 39. (BlausQnsBrœé ur. Hotel hland tekjanna gróði af verzlun þess- ari, auk þess sem afleiðing hennar hefir orðið sú, að var- an hefir batnað mikið, fram- leiðsla og útflutningur stórum aukist. Rúmenía hefir sett tóbaks- einkaverzlun sína (sem landið rekur sjálft nema á vindlinga- pappír) sem veð fyrir ríkisláni. Par eð alt tóbak og allir vindlar eru aðfluttir hér á landi, er langtum umsvifaminna að koma á tóbaksverzlun hér en í þeim löndum, sem nefnd hafa verið og þegar hafa komið á hjá sér einkaverzlun á tóbaki Bessastaði á Álftanesi befir hreppsnefndin þar ný- lega keypt af erfingjum Skúla heitins Thoroddsen. Al'iiám syknrtollsins. Frumv. til laga um afnám sykurtollsins flytur Jörundur Brynjólfsson í Neðri deild. — Jafn sjálfsagl og réttlátt mál hlýtur að fljúga í gegn hjá þínginu. llil Laisn í hefir mikið órval aí J 013." og öðrni sMort frá 2 aor. og opi Fjöregg brotið. Eitl allra stærsta og þarfasta verk, sem framkvæmt hefir verið til þrifa og framfara þess- ari þjóð, er stofnun Eimskipa- félagsins, og sést á því bezt, hvað þjóðin getur, efhúnsam- einar sig um eitthvað, sem hvorki stórpólitík eður aðrir fleygar ná til að kljúfa. Pað er næstum hið eina, sem gert hefir verið til þjóðþrifa, sem allir sannir íslendingar hafa verið ánægðir með og flestir litið vonaraugum til, sem bjarg- vættar á þessu sviði. Það hafa margir kallað skip- in »Gullfoss« og »Goðafoss« fjöregg þjóðarinnar og það með réttu á þessum síðustu og verstu timum, en eins og kunnugt er, er nú annað eggið brotið — »Goðafoss« strandaður. Blöðin hafa sagt frá þessu slysi svipað þvi, að fokið hefði hjallur eða hesthúskofi, og er slíkt jafnað- argeð liklega óviða að finna annarstaðar en hér á íslandi; eg held, að þessi sljóleiki, sem hér kemur fram, sé þjóðarein- kenni, sem betur sæmdi þræl- um liðinna alda en frjálsum mönnum þessara tíma, Þetta

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.