Dagsbrún


Dagsbrún - 22.12.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 22.12.1916, Blaðsíða 2
144 D A"G S B R Ú N Hf. Gimskipafélag Islands. Svo var til ætlast að þeir, sem skrifuðu sig fyr nýju hlutafé samkvæmt hlutaútboði dags. 4. september 1915 og borguðu hlutaféð, skyldu fá venjulega sparisjóðsvexti aí fénu frá því það væri innborgað til skrifstofu félagsins í Reykjavík og þar til byggingarsamningur um skip yrði undirritaður, en er lokið væri smíði skipsins skyldu hinir nýju hluthafar fá hlutabréf og hlut- deild i arði félagsins samkvæmt félagslögunum frá þeim tíma. Nú hefir félagsstjórnin ákveðið, vegna skipakaupa í staðinn fyrir »Goðafoss«, að gefa út hlutabréf fyrir hlutafé þessu, sem gefi rétt til þátttöku i arði, jafnt öðrum hluthöfum félagsins, frá 1. janúar 1917, en til þess dags fá menn sparisjóðsvexti af fénu. Þeir sem kynnu að kjósa heldur að fá ekki hlutabréf sam- kvæmt framansögðu, verða að hafa tilkynt það skrifstofu félags- ins í Reykjavík fyrir 10. marz 1917. Reykjavík, 18. desember 1916. Sfjórnin. Ofnkol. Ræjarstjórnin hefir ákveðið að selja ofnkol þau, sem hún hefir keypt, fyrir kr. 12.50 hver 160 kiló fyrst um sinn, og að takmarka söluna með kolamiðum, sem borgarstjóri gefur út. Þeir, sem vilja kaupa þessi kol verða því að snúa sér til skrif- stofu borgarstjóra (opin 10—12 og 1—3) til að fá kolamiða, en kolin afhendir h.f. Kol og Salt, gegn afhendingu kolamiðanna og tekur á móti borguninni. Rorgarstjórinn í Reykjavik, 21. desember 1916. K. Zimsen. fjöregg þjóðarinnar og það með réttu á þessum síðustu og verstu tímum, en eins og kunnugt er, er nú annað cggið brotið — »Goðafoss« strandaður. Blöðin hafa sagt frá þessu slysi svipað þvi, að fokið hefði hjallur eða sök áttu á eftir réttum atvikum. Hvort svo verður i þessu til- felli, skal ósagt látið, en mér virðist þjóðin eiga heimtingu á, að mál þetta sé rannsakað af- dráttarlaust og opinberlega til- kynt, hver eða hverjir eigi hér sök á, og sannleikur og réttlæti fái að koma fram, en ekki myndaður hlutdrægnisvefur ut- an um málið. Það er ýmislegt í siglingasögu okkar nú á síðari tímum, sem vert væri að halda uppi fyrir almenningi, og mun eg minnast á nokkur tilfelli síðar við tæki- færi. Sailor. Kolakaup bæjarstjórnar Reykjavíkur. Aukafundur í bæjarstjórninni var haldinn þriðjudag 12. þ. m. á skrifstofu borgarstjóra, til að taka ályktun um sölu á kola- farmi þeim er verið var að skipa í land. Enn fremur um lántöku og greiðslu kolanna. Sv. B. og K. V. G. vildu ekki selja kolin nú fyrst um sinn. Skildu kolakaupin sem trygg- ingarráðstöfun af hendi bæjar- stjórnar. Sjö fulltrúar vildu selja kolin nú þegar; töldu hugsun hinna tveggja óverjandi gagnvart þeim, sem kolanna þyrítu með nú þegar. Borgarslj. K. Z. skýrði frá því að firmað »Kol og salt« væri að verða kolalaust (af ofnkolum) og myndi alls ekki fá kol um skeið. — Kvað »Kol og salt« viljugt til að taka að sér útsölu kolanna og greiða andvirði farmsins. Ómakslaun firmans virtust vel við hóf. Bærinn áhaldalaus með öllu til kola- flutnings um bæinn o. fl. Firm- að gat látið í hús ca. 500 tons kolanna. Slikt gat bærinn ekki. Kolasalan háð íhlutun bæjar- stjórnar ef svo sýndist. Samþykt að »Kol og salt« fengi farminn samkvæmt ofan- rituðu. (Móti voru: J. B., Á. J., Þ. Þ.). K. „Bragi“ kom í morgun. Úr Fljótum er blaðinu skrifað: Það er víst að landbúnaðurinn er í stórhættu, ekki að eins vegna dýrtíðarinnar heldur og vegna hinnar sívaxandi vinnufólks- eklu. Ráð til þess að land- búnaðurinn gæfi meiri arð, er að minka tilkostnaðinn, og það ráð heitir Samvinnuauki. Flytjum býlin saman í þorp, þar má hafa sameiginleg íbúð- arhús, fjárhús og safngryfjur, smiðju, geymsluhús — sam- vinna í öllum aðflutningum, kaupum, sölu. Sameiginleg kynbótanaut og hrúta. Vagnar, vélar og áhöld sameiginleg að miklu leyti. Hægara að gera veg að einum bæ en tíu. Hægra að raflýsa einn bæ en tíu. Kringum þorpin stórfeld tún- rækt og beitarhús og selstöðv- ar á gömlu býlnnum — þeim afskektari. — Það er grunur minn að samvinnuþörfin sé því valdandi að á stórjörðum sumstaðar í Skaftafellssýslum er margbýli. Einhver greindur búfræðingur ætti að rannsaka þetta mál nánar. — — M. T loftinu. Dagsbrún hefur orðið var við að marga Jangaði til þess að vita hvað dreil' á daga flug- mannanna eftir að Davíð á Kroppi veifaði til þeirra með rauðum snýtuklút. Flugvélin með þeim félögum lenti heilu og höldnu á flug- vellinum, setn Akureyrarbær haíði. látið gera á Höfðanum milli gilsins og kirkjugarðsins. Æði margt fólk var saman- komið til þess að sjá hina góð- kunnu andans höfðingja lenda, ásamt hinum illræmda van- trúarmanni, sem að sögn setti skynsemina yfir trúna. Bæjar- stjórnin hafði í skyndi kvöldið áður kosið þriggja manna nefnd til þess, að taka á móti Reyk- víkingunum og hafði að gamni sínu kosið þrjá Júlíusa í hana þ. e. Júlíus Árnason, Júlíus Sigurðsson (sem var eini mað- urinn á landinu, að meðtöld- um Færeyjum og Jónsbygðum i Grænlandi) sem var eins mikill að þyngd og Gísli. — Þriðji .Júlíusinn var Júlíus Hav- steen, formaður í málhreins- unarfélagi Akureyrar. Af því frásögn þessi heitir »í loftinu«, virðist ekki eiga víð, að segja frá viðtökum frek- ar á Akureyri. Þó hefði auð- vitað átt vel við, að sagt hefði verið frá röksemdum andatrú- armannanna, því vanalega eru þær æði mikið út í loftið. Hér lýkur því sögunni af þeim Gísla, Einari og Haraldi. Bændur. Ef hver sá er kallaður bóndi, sem býr á jörð eða jarðarparti, er liðugt hálft sjöunda þúsund bænda hér á landí.. OMA smjörlíkið góða, og plönfufeitin Kokkepige sem allir vilja helzt, er nú aftur komið í verzlunina Svanur Sími 104. Laugav. 37. Sími 104 Af heimsku, illgirni eða þá öðru enn verra, hlýtur hann að vera sprottinn frétta- burðurinn í Morgunblaðinu hér á dögunum um það, að kaffi- lítið mundi vera orðið í heim- inum. Á þessum vandræða- tímum geta slíkar fréttir, hvort sem þær eru réttar eða rangar, stórskaðað almenning. Ef það heyrist um einhverja vöruteg- und, að hún sé á þrotum eða hækki í verði bráðlega, þá fara efnamennirnir og þeir, sem nokkur peningaráð hafa, að birgja sig upp, svo að annað- hvort þrýtur varan eða stór- hækkar i verði, og almenningur verður að sætta sig við að vera án hennar, eða borga fyrir hana margfalt meira en þurft hefði, ef úthlutunin gengi jafnt yfir alla. En nú vill svo vel til í þetta skifti, hvað sem fréttaburði Mbl. liður, að við íslendingar þurfum vonandi ekki að óttast kaffileysið í bráð. Ýmsir kaup- menn hér í Rvík þykjast t. d. hafa alt að því ársbirgðir af kaffi, og umboðssalarnir sumir telja enga tregðu á að útvega það með sæmilegu verði. Sé því nokkur trúnaður lagður á þetta kaffislúður Mbl., þá er það algerlega að óþörfu, því sá dagur er vonandi miklu nær, að menn verði að vera Morgunblaðs-lausir, heldur en morgunkaffi-lausir. Kaupmaður. Klæðaverzlun og saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt iataefni ekta litir. Fljót ní- g^reiösla — Vönduð A Ínmi. TVý fataeíni með hverju skipi. Sparið peninga. Brúkaðar námsbækur, innlendar og erlendar sögu- og fræðibækur, fást mjög ódýrar í Rókabúðinni á Laugavegi 4. Gamlar bækur teknar til útsölu. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.