Dagsbrún - 16.02.1918, Blaðsíða 1
P*—":1 DAGSBRÚN [!Éi
BLAÐJAFNAÐARMANNA
GEFIÐ ÖT AF ALPÝÐUFLOKKNUM
RITSTJÓRI OG ÁBTRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
ÍO. tbl,, 4.
Reykjavlk, laugardaginn
1 6. febrúar.
1918
iyndua sameignarríkisins.
Eftir Emil Davis.
(kýtt úr ensku.)
----- (Frh.)
Eitt af hinum skýrustu dæm-
um þess hvað einkarekstur get-
ur orðið óvinsæll, var gasfram-
leiðslan fyrir Parísarborg. Hún
var i höndum einokunarfélags,
sem rúði gasnotendur eftir
fremsta megni. Almenningur
varð svo reiður gasverðinu að
borgarstjórnin sá að lokum ekki
annað fært en að taka á sig
einn þriðja af gasverðinu, eða
sem svaraði 10 sentím af hverj-
um rúmmetra af því gasi er
notað var í borginni. Þetta
lcostaði bæjarsjóð upp undir
90 miljónir franka, þangað til
31. des. 1905 að bærinn náði
sjálíur eignarhaldi á gasfram-
leiðslunni. En í 35 ár frá þeim
degi verður bæjarstjórnin að
leggja hálfan annan sentím á
hvern gasrúmmeter, til þess að
hafa upp kostnaðinn sem fé-
lagið bakaði borginni. — Eða
tökum kornfélögin í Kanada
til dæmis. Getur nokkuð skýrt
það mál betur en útdráttur úr
bréfi sem birtist í Times 13.
ág. 1910 frá fréttaritara blaðs-
ins i Toronto:
»— Það hefir verið enda-
laus deila milli kornbændanna
og kornfélaganna. Því er stöð-
ugt haldið fram, að í kornbúr-
unum sé kornið blandað og
bændur séu rændir parti af
réttmætum ógóða sínum, en
gæði vestanhveitisins séu rirð.
Hvað eftir annað hafa korn-
búraeigendur orðið uppvísir að
þessu. Ef til vill eru þetta samt
öfgar. En fortakslaust er hreyf-
ingin fyrir því að gera korn-
búrin að opinberri eign orðin
feikimögnuð.
í Bandaríkjunum varböggla-
pósturinn lengi í höndum hinna
svokölluðu »Express-félaga«.
Voru þau aftur mestmegnis
úndir yfirráðum járnbrautarfé-
faganna, og feiknarlega óvin-
ssel. Árið 1912 settu Bandarík-
io á stofn bögglapóstsambönd
er reyndust mjög vinsæl. Var
Þungahámarkið brátt fært upp
11 pundum — sem það er
enn í brezka ríkinu — og upp
1 20 pd. og síðar upp í 50 pd.
^ sama tíma neyddi yfirstjórn
^illiríkjaviðskiftanna, sem hafði
blsjón með járnbrautarsam-
úöndunum, »Express-félögin«
^ að færa niður burðargjöld
um 16°/o í almennings þágu.
n út af þessu hefir eitt hið
^fsta af þessum félögum, sem
hafði 5—6000 stöðvar, hætt að
starfa.
Samkepni vlð einstaka iðnrekendur.
Sú röksemdaleiðsla, sem oft
er notuð gegn ríkisverzlun, er
sú, að það sé rangt af ríkinu,
ei hefir hæfileika til að aíla
sér mikilla fjárupphæða á auð-
veldari hátt heldur en nokkur
einstaklingur, að keppa við
einstaka iðnrekendur. Það er
sagt, að ráðherrar og aðrir,
sem kjörnir eru af þjóðinni,
hafi engan rétt til að stofna fé
útsvarsskyldra manna í voða.
Sé það réttmætt að stór félög
keppi við smáiðnrekendur, þá
hafa þau hina sömu yfirburði
yfir þá, að því er viðvíkur meira
lónstrausti og meiri viðskiftum,
sem ríkið hefir i samanburði
við þessi stóru félög. Hvers
vegna er þá ekki rétt að ríkið
keppi við félögin? Þegar »May-
pole Dairy« félagið, sem sök-
um síns góða skipulags, sinna
miklu fjárráða og lánstrausts
bolar út smáostasala, þá bætir
það honum -ekki skaðann og
enginn býst heldur við að það
geri það. Þegar ríkið eða bæj-
arfélag tryggja sér einhverja
iðngrein, tekur það næstum
altaf að sér þau fyrirtæki, sem
búið er að koma á fót og borg-
ar sanngjarnar skaðabætur. Það
getur rekið iðngreinina með
meiri ágóða sökum þess, að
ágóðinn vex við það að slengja
mörgum smáfyrirtækjum sam-
an í eitt allsherjarfyrirtæki og
þar við bætist að það getur
aflað fjár með minni rentum;
án þess að taka með i reikn-
inginn framför í gæðum var-
anna, þá leiðir af þessu að
vörusvik, undirvigt og annað
það ilt er af samkeppni stafar,
fellur úr sögunni.
Það er vert að gefa því gæt-
ur hvernig erlend borg hefir
farið að í ináli þessu. Árið 1911
lagði borgin Budapest fram
meir en 350 þús. krónur til að
setja á stofn bæjarfélagsbúðir,
sem verzluðu með kjöt, alifugla,
egg og smjör. Tilgangur með
búðum þessum var sá, að hindra
hina stöðugu hækkun á mat-
vörum og hjá Viceconsul Gen-
eral Bandaríkja segir í skýrslu
hans No. 298, dagsettri í Wash-
ington, 19 des. 1912: ' »Það er
áætlað að búðir þessar græði
5—6°/° til þess þær keppi ekki
óheiðarlega við smáslátrara og
mjólkursala, en þessi hagnað-
ur hefir verið nægilegur til
þess að hafa ákveðin áhrif á
vöruverð yfirleitt.«
Kjör á þilskipum.
Duusverzlun kvab bjóða háset-
um 19 aura fyjir kilo, sem þeir
draga, og svarar það til 95 kr.
fyrir skippundið af hálfdrætti. Salt
eiga hásetar ekkert að borga, en
hálfa beitu og hálfan ís og hálf
veiðarfæri. Ennfremur á þeim
skipum, sem hafa mótor, hálfa
steinolíu og háljt kaup mótors-
mannsinsl Hásetar eiga líka að
annast allla uppskipun og útskip-
un. Duusverzlun fastræður menn-
ina aðeins til vertíðarloka.
Alt bendir á að það sé til stór-
skaða fyrir háseta að breytt er frá
hálfdrættisfyrirkomulaginu. Þó ekki
sé ennþá víst hvert fiskverðið verð-
ur, þá bendir útlitið á að það
verði ágætt.
Mórinn.
Eidiviðarskortur verður hjá öll-
um almenningi í Reykjav. þegar
líður að vorinu, og eiga nokkra
sök á því þeir menn sem staðið
hafa.fyrir úthlutun mósins. Fyrir
löngu síðan auglýsti eldsneytisskrif-
stofan að hætt væri að selja mó-
inn, og vissu þó allir að miklar
móbirgðir voru enn óeyddar inn
á Kringlumýri. Enda hefir á hverj-
um degi, að heita má, svo vikum
skiftir, mór verið fluttur ofan í
bæinn til einstakra efnamanna sem
hafa miðstöðvar-ofna í húsum sín-
um — þeirra manna, sem undan-
tekningarlaust hafa nóg efni á því
að kynda kolum. Efnalitlir fjöl-
skyldumenn gátu ekki í haust
pantað, og borgað, svo mikinn
mó, sem þeir þuiftu til vetrarins,
og treystu því að mórinn yrði lát-
inn ganga sem jafnast yfir, en
ekki látinn lenda hjá einstökura
efnamönnum.
Vissa er fyrir því að einhverjir
þessara herra, sem pöntuðu móinn
afsöluðu sér honum aftur, en sáu
sig svo seinna um hönd og pönt-
uðu hann á ný, og fengu svo mikið
sem þeir vildu.
Þó að mórinn sé dýr, verður
hann samt ódýrari en kolin, og
það hefir Jón Þorláksson vitað,
enda líka náð í sinn skerf og byrgt
aðra upp, sem nota hann í mið-
stöðvarnar. Mórinn var því eina
eldsneytið, sem hinir fátæku hefðu
helzt klofið að kaupa.
Þegar næst verður tekinn upp
mór fyrir Reykjavíkurbæ ættu
menn að muna eftir því að ráða
ekki Jón Þorláksson með 25 kr.
kaupi á dag til þess að bruðla
honum til einstakra efnamanna
bæjarins. P.
Bréf frá Akureyri.
6.—1.—1918.
Nákaldur nístandi norðanstorm-
urinn hristir og skekur húsið.
Veggirnir á herberginu eru hélaðir
innan, þó dýrtíðarkolin skíðlogi í
ofninum, og eru þó kolin góð. Það
er um 20 stiga frost. Sjö svona
dagar, og kolin eru búin, hvað
tekur þá við? Þannig spyrja marg-
ir nú, og svarið verður: Hungur
og kuldi, eða sveitin.
Dýrtíðarráðstafanir síðasta þings
hefðu komið að haldi e/ allar sveita
og bæjastjórnir á landinu hefðu
verið framtakssamar og framsýnar,
og ef tíðin hefði verið góð í vetur.
En var á það treystandi? Allir
verkamenn munu nú svara því neit-
andi. Að minsta kosti hefðu til-
lögur Jörundar Brynjólfssonar um
sölu á vörum undir verði, átt að
vera varatillögur, ef annað nægði
ekki. Eins og nú standa sakir get-
ur ekkert annað, en öflugar ráð-
stafanir þess opinbera, bjargað þjóð-
inni frá voðanum sem vofir yfir
henni. En því miður er svo sem
að þeir ráðandi búi oft of langl
frá almenningi, svo þeir skiija ekki
og finna ekki þarfir fjöldans. Svona
er það með bæjarstjórn okkar Ak-
ureyringa á mörgum sviðum, þó
í henni séu ýmsir gáfu og dugn-
aðarmenn. Tek eg hér tvö dæmi,
sem alþýða manna ætti að hafa í
huga við næstu kosningar.
Yerkamannafélagið hafði einróma
farið þess á leit við bæjarstjórn
að fá húsaleigulög Rvíkur löggilt
á Akureyri, svo ekki lenti hér í
sömu ógöngunum og okrinu á
húsaleigu eins og þar. Bæjarstjórn-
in skipaði nefnd í málið, tvo lög-
fræðmga og þingmanninn, sem var
á móti lögunum á alþingi. Nefnd-
in lagði til að bæjarstjórnin synj-
aði beiðni verkamannafélagsins.
Sagði hún að ennþá væri húsa-
leigan ekki orðin eins há og í Rvík
og hækkun yfirleitt ekki meiri en
sanngjarnt væri. Fleiri rök færði
nefndin fram, höft á persónufrelsi
o. s. frv.
Þeir sem nær búa almenningi
en nefndin, vita mörg dæmi þess
að húsaleiga var hækkuð víða á
Akureyri s. 1. vor um 10—40 og
jafnvel 70°/o, án þess gert væri
við íbúðirnar eða þær bættar. Þó
voru byggðar nokkrar íbúðir þar
s. 1. ár, mest í gömlum penings-
húsum. Hvernig fer þá nú í vor
þegar ekkert verður bygt? Jú,
bæjarstjórnin vildi ekki „hefta per-
sónufrelsið", svo nú geta þeir hús-
eigendur sem það þóknast1) okrað
á húsaleigunni, og hafa „frelsi" til
1) Hér eru margar heiðarlegar und-
antekningar.