Dagsbrún


Dagsbrún - 16.02.1918, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 16.02.1918, Blaðsíða 2
26 DAGSBKÚN að sparka fceim, sem ekki vilja eða geta borgað háa leigu, út á gaddinn, — og leigjandinn heflr „frelsi“ til að láta sparka sér út. Það er ekki von að vel fari þeg- ar enginn bæjarfulltrúanna, nema nefndin, og Erlingur Friðjónsson, sem greiddi atkvæði móti nefndar- álitinu og barðist á móti því, eins og hans var von og vísa, hafði lesið húsaleigulögin eða kynt sér þau á annan hátt. Bæjarstjórnin okkar er ólaunuð, og bæjarfógetinn heflr ekki nema eitthvað 500 krónur, fyrir stjórn bæjarmála. Er því varla að búast við að fulltrúarnir geti kynst svo málum almennings sem skyldi, einkum af því flestir þeirra búa andlega langt frá alþýðunni. Þessar 500 kr. til fógetans eru einnig svo lítill hluti af launum hans, að varla er af miklu starfl að búast, af hans hálfu í þarfir bæjarfélags- ins, enda verður sú reyndin á. Af þessum og öðrum ástæðum komst bæjarstjórnin á þá skoðun, að rétt væri að fá sérstakan bæjarstjóra, sem eingöngu gæíi sig að stjórn bæjarmálanna. Var þetta borið undir borgarafund og samþykt með þorra atkvæða. Bæjarstjórnin var búin að búa til frumvarp til nýrra bæjarstjórnarlaga, og sendi það þinginu til staðfestingar. Frum- varpið kom aftur staðfest írá ping- inu, en þó mjög torkennilegt. Þing- ið hafði t. d. bætt inn í það ákvæði um að leynleg atkvæðagreiðsla skyldi fram fara um bæjarstjór- ann, og ruglað frumvarpinu á ýms- an hátt, svo mjög deildi á um hvort hægt væri að framkvæma það. Varð þetta frumvarpinu að falli í bráð. Mótstöðumenn bæjar- stjórans, úr bæjarstjórninni, sem ennþá hafa ekki mótmælt því að þeir ásamt fleirum kæmu ákvæð- inu um atkvæðagreiðsluna inn í lögin, bak við almenning, þorðu ekki þegar til kom að láta bæjar- búa ganga til atkvæða um málið. DAOSBRÚN kemur út á laugardögum, og er að jafnaði 4 síður aðra vikuna en 2 hina. Árg. kostar 3,00. kr. ogborgist fyrir- fram. Afgreiðsla og innheimta á Lauga- vegi 4 (Bókabúðinni). Var það felt með jöfnum atkvæð- um í bæjarstjórninni. Fjöldi kjós- enda leit svo á að bæjarstjórnin hefði ekki heimild til að ónýta málið þannig, gegn yfirlýstum vilja kjósenda, og komu undir- skriftir frá um 300 kjósendum að láta atkvæðagreiðslu fara fram. Því synjaði bæjarstjórnin, með jöfnum atkvæðum. Virðist þannig meira afl þurfa til að þoka bæjar- stjórninni en þinginu, sem fór eftir vilja fárra kjósenda með breyting- ar á frumvarpinu. Býr nú bærinn eftir sem áður við óhæf og úrelt bæjarstjórnar- lög. Ólaunaða hjáverka-bæjarstjórn og hjáverka-bæjarfógeta, sem varla er notaður í starfandi nefndir, hvað þá meira. Skuldlausar eignir bæjarins eru um 7* milj. króna virði og um- setningin mikil. Hvaða vit er í að hafa ekki vel launaðan mann, eða menn, til að hafa umsjón með þessum eignum, og ávaxta þær? Auk þess bætast nú ofan á dýr- tíðarráðstafanir svo sem vinna, vöruúthlutun o. s. frv. Það er ekki sanngjarnt eða eðlilegt að 11 — ellefu (með bæjarfógeta) hjáverka- menn, geti haft augun alstaðar, þar sem þörf er á, til að sjá ætíð heill bæjarfélagsins, enda myndi þurfa dálkana hennar „Dagshrún- ar“ í heilt ár, ef skrifa ætti um allar skyssurnar, og læt eg þvi staðar numið. En þung má hún vera ábyrgðin þessara manna, sem komu í veg fy.úr, að fenginn yrði á þessu ári fastur maður til að sjá uin bag bæjarfélagsins á þess- um hættu og vandræðatímum. • Vitar. Pökk, Ég varð fyrir því óhappi að verða veikur, er ég var að vinna í Öskjuhlíð, og lagðist í rúmið. En síðastliðið laugardagskvöld kom Eggert Brandsson, sem var flokks- stjóri minn, með peninga og færði, sem hann af mannkærleika hafði gengist fyrir að væri skotið sam- an handa mér, sem hafði haft mjög góðar undirtektir hjá verka- mönnum. Þessa kærleiksríku gjöf þeirra bið ég algóðan guð að launa þeim, þegar þeim mest á liggur; Virðingarfylst 15. febr. 1918. Gísli Gíslason, Lindargötu 21. íslenzk list. Kristín Jónsdóttir listmálari frá Arnarnesi sýndi 90 málverk sín og teikningar í Kaupmannahöfn í síðastliðnum nóvembermánuði. Vakti þessi listasýning mikla at- hygli í Danmörku. Til marks um það má geta þess, að mikið seldist af listverkunum (fyrir nál. 4000 kr.) og ýmsir listdómarar Dana hafa farið mjög lofsamlegum orð- um um listverkin, þar á meðal Th. Oppermann, einn af fremstu listdómurunum. Skrifar hann í „Berlingske Tidende“. Finst honum mest koma til íslenzku landslags- mynda Kristínar og telur flestar þeirra ágætar. Hann fullyrðir, að hún sé gædd verulegum listgáfum, sem gefl vonir um skapandi kraft varanlegra listaverka. Þykir honum henni takast mjög vel með lit- brigði (Kolorit), einkum þar sem hún málar fjöll, fjörðu og nes, og ekki að gleyma hinum fínu og hreinu litbrigðum í loftinu, sem auðkenna svo mjög hin nyrztu lönd sumar og vetur. Heflr Kristín Jónsdóttir getið sér góðan orðstýr með þessari list- sýningu og sýnt það um leið, að hún er í fremstu röð þeirra ungu íslenzku listamanna erlendis, sem varpa ljóma yflr ættland sitt. (íslendingur.) Klukknnní á að flýta um eina stund þ. 20. þ. m. ísland á friftarfundlnum í Stokkhólmi. Mörg blöð hafa minst á það að sjálfstæði íslands hafl verið ein krafa friðarfundarins, og eitt blaðið hefir jafnvel birt kvæði í því tilefni, en ekkert blað- ið hefir minst á það að friðar- fundinn sátu eingöngu jafnaðar- menn. Gtrein um jafnaðarstefnnna rituð í tilefni af skrifum hr. J. Þ. í „Lögréttu", verður að bíða næsta blaðs. JÞórður Árnason, Amtmannsstíg 4, hefir fengið 200 kr. verðlaun úr Carnegiesjóð fyrir að bjarga Guðm. Þorkelssyni, sem datt út af hafnargarðinum í fyrravetur. Áður hafði Þórður feng- ið 129 kr. verðlaun frá landsstjórn- inni, eftir áskorun Guðm. Björnson landlæknis. Þórður varð frá vinnu í hálfan mánuð, vegna áreynslu við björgunina. Guðm. Þorkelsson er fimti maðurinn sem Þórður dregur upp úr sjó síðan hann kom til bæjarins árið 1900. Bökabúðin á Laugavegi 4 kaupir og selur gamlar bækur. Fyrirliggjandi mikið af ódýrum gömlum bókum innl. og erlendum. Prentsmiöjan Gutenberg. Hringur soldánsins. 108 um hann, barmur hennar gekk í bylgj- um og hún horfði á hann með djúpum dreymandi augum. »Kæra barn«, sagði liann og tók um hönd hennar. »Sérðu ekki að þetta er ómögulegt? Við erum eins ólík og aust- ur og vestur, og eg hefi lært að mála og mundi því ekki vera fær til þess er þú stingur upp á.« Þvi næst slepti hann hendi hennar og hún starði niður fyrir sig. »Það er ekki af því, sem þú vísar mér á bug«, sagði hún döpur. Það er vegna amerísku stúlkunnar. Þú elskar hana! Amerísku stúlkuna með föla andlitið og bláu augun -- hana, sem keypti hring soldánsins!« Hið dimma augnaráð, sem hún sendi honum gerði hann órólegann. »Hvernig veizt þú það?« spurði hann. »Hvernig getur þú vitað að hún heíir blá augu?« »Eg hefl séð hana.« »Hvenær og hvar?« »1 nótt eftir að eg hafði teflt um líf þitt fór eg aftur til húss Savarys«, svar- aði hún, »þvi eg ætlaði að leita að hringn- um. Eg hafði varla verið þar í fimm 109 mínútur er eg heyrði fótatak í ganginum. Eg slökti Ijósið og flýtti mér að fela mig. Maður og kona komu inn. hún hatði blá augu og ljóst hár og arabiska slæðu um herðar sér. Þau fundu hinn sundur- tætta frakka þinn, og það ætlaði að líða yflr stúlkuna er hún sá hann. At tali henn- ar ályktaði eg að það værí vinkona þín.« »Og maðurinn?« »Hann hafði komið þangað til þess að leita að hringnum, en hvernig hann heíir haft hugmynd um hann, það veit eg ekki. Hann leitaði í vösum Duprés, en fann hann ekki.« Um leið og hún sagði þetta sneri hún hægt hring á vinstri hendi þar til að sást á steininn — það var hinn guli steinn sígnethringsins. »Eg hafði sjálf rétt áður leitað í vösum Duprés«, sagði hún hlæjandi, »og þess vegna hlaut maðurinn að fara erindis- leysu.« »En hver var maðurinn eiginlega, og hvert fóru þan bæði? Var enginn af hin- nm amerísku vinum okkar með þeim?« Za'irah hló biturt. »Eg skil það á orð- um þínum að þú elskar hana«, sagði hún dapurlega. 110 »Heldurðu að hún sé í hættu stödd?« hreytti Borgar út úr sér í geðshræringu, án þess að svara henni. »Eg er hrædd um það vinur minn, þvi maðurinn er spanskur gyðingur og einhver versti bófinn í allri Tangerborg. Stúlkan hlýtur á einhvern hátt að hafa fallið í hendur hans, og ef til vill á hann þátt í dauða Bompards og hefir bréfin. Að öllum likindum þekti hann ekki gildi hringsins og hefir því selt hann gullsmið, og vinkona þín síðar keypt hann þar. Svo hefir haun þegar hann las bréfin komist að raun um hvaða þýðingu hring- ui'inn hefði og því reynt að ná honum aftur.« Borgar greip svo fast um úlfliðinn á Za'irah að hún hljóðaði. »En hvert hafa þau farið bæði? Og hvað hefir komið fyrir síðan? Heldur þd að stúlkan sé ekki ennþá komin aftui' til gistihússins?« »Hann hefir hana innilokaða í vissu húsi,« »Innilokaða? Er þá enginn, sem getui’ hjálpað henni?« »Nei, enginn. Eg læddist leynilega á

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.