Alþýðublaðið - 09.04.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.04.1921, Blaðsíða 1
1Q2I Laugardaginn 9. apríl. 80. tölubl. Eftirvin í gær auglýstu atvinnurekendur (eitthvað um fjörutíu að tölu) að þeir borguðu eftirvinnu á virkum dögum með 1 kr. 50 au. klst. frá —10 síðdegis, en næturvinnu (frá 10—6) og sunnudagavinnu með 2 kr. klst. Auglýsing þe3si reið alveg f bága við samþykt þá, er verka- mannafélagið Dagsbrún hafði gert um að eftirvinnu og sunnudaga- vinnu ætti að borga með 3 kr. hverja klst, en það að atvinnu- rekendur auglýsi hvað þeir vilji borga fyrir vinnu, er alveg sams konar eins og alþýðan tæki sig saman og auglýsti hvaða verði hún vildi kaupa dúnka og dalla, púðursykur, rúsínur og græusápu hjá kaupmönnum, en hætt er við að þeim þætti það fremur skríti- legt ef alþýðan tæki upp á því, og er það þó að engu leyti ann- áð en þegar atvinnurekendur fara að setja verð á það sem verka menn hafa að selja: vinnuna. Eftíryinna. Helzt ætti eftirvinna aldrei að eiga sér stað, og því síður nætur- vinna eða sunnudagavirma. Nokkra klukkutíma eftirvinna slítur verka- manninum, sem búinn er að vinna allan daginn, meira en sjálft dags- verkið, og næturvinna er stóróholi heiisu verkamannsins, og í okkar erfiða íslenzka veðráttufari oft bein- Ifnis hættuleg lífi verkamannanna og margir hafa fengið lungnabóigu og dáið af afieiðingum næturvinnu. Dm sunnudagavinnu er það að segja, að þeim sem vinnur baki brotnu í sex daga, veitir alls ekki af að hvíla sig sjöunda daginn, og margt má fleira segja um hana, sem hver maður veit, svo sem að sunnudaginn eigi lögum samkvæmt að haida heiiagan. Út frá því sjónarmiði að eftir- vinna (þar með talia næturvinna og sunnudagavinaa) eigi ekki að nan enn» eiga sér stað nema f brýnustu nauðsyn, hefir verkamannafélagið sett á hana þetta verð, 3 kr. kl.« tfmann. Of lengi hefir það átt sér stað að eftirvinna hafi verið unnin án þess nauðsyn hafi krafið, og það er ekki iangt siðan nætur- vinna var unnin í togaranum Gylfa, sem síðan lá hér heiian dag. Bryggjngaman. Vegna augiýsingar þeirrar frá atvinnurekendum sem fyr var get- ið, mátti búast við að reynt yrði að láta vinna eftirvinnu f ein- hverjum togurum fyrir kaup, er væri undir taxta verkamannafé lagsins, Gengu þvf tfu af kjörnum foringjum verkalýðsins laust fyrir kl. 6 e, h. aiður á hafnarbakka, þar eð verið hafði verið að skipa upp úr nokkrum togurum þar. En vinna var hætt f öllum togumm nema Þórólfi, sem er eign H f. Kveldúlfur, en togari þessi lá við Iagólfsgarðinn. Var nú farið fram á það við yfirmann vinnunnar þar, að hann léti mennina hætta, eða lofaði þeim 3 kr. um kl tfmann fyrir eftirvinnuna. Sagðist hann tillivor- ugs hafa vald, og stóð í því þófi dálitia stund, því foringjar verka- manna vildu íara með svo mikl- um friði sem unt væri, en heldur ekki sneirum. En er fullséð var um að ekki ætti að ganga að hinum réttmætu kröfum verka- iýðsins, var því lýst yfir að nú staazaði vinnan, og verkamönnum sagt að koma í land. Voru verka- menn um borð seinir tii, enda mun mikið hafa verið þar &í sveita- mönnum (utanfélags) en þó stanz- aði vinnan rétt strax, enda var þá komið svo margt af verka- mörmura á bryggjuna, að ómögu- legt var að koma neinura fiski i land. Haldið var áfram að aka burt fiski þeim er kominn var á bryggjuna, og eins voru fiskikass- Séra ]akob Kristinsson flytur erindi um Stefnuskrá píspekM í Nýja Bíó, sunnudaginn 10. apr. næstk. ki. 3 e. h. Aðgöngumiðar á krónu seldir við innganginn. — Ágóðanum varið tii hjáip- ar austurrískum börnum. arnir látnir um borð jafnótt og þeir komu tómir úr landi. Haldið var og áfram að aka nokkruns vögnum af koluoa út á bryggju (sem var akkorðsvinna), en ekki voru þau látin um borð. Komu nú á vettvang tveir af framkvæmdarstjórum Kveldúlfs, þeir Richarð og Haukur Thors (og nokkru síðar Kjartan Thors). Var þá álitið sjálfsagt, að Ieitast fyrir bjá þeim um það, hvort þeir vildu ganga að skilyrðum verka* lýðsins, og var það gert, en á- rangurslaust. Stóð nú stapp þetta nokkra stund og var ekkert aðhafst. Komu nú á vettvang tveir Iögregluþjón- ar, og höfðu þeir Thors bræður, að sögn, sent eftir lögreglunni. Tóku lögregluþjónarnir sér stöðu milli koiapoka hrúgunnar og skips- ins, og var nú gefin skipun um, að iáta fram kolin. En úr þvf varð ekkert, þvf verkamenn í landi stóðu ofan á þeim, enda ekki nema einn maður (sem er ársmaður hjá Kvöidúlfi), sem réyndi að skipa þeim fram. Leit þarna um tíma ófriðlega út, þvf verkamenn héldu að lögreglan ætlaði að taka máí- stað útgerðarmanna; fór annar lögregluþjónninn að sækja eitt- hvað inn á sig, og héldu menn, að hann ætlaði að taka upp staf, en það voru bara dósirnar hans. Leið nú langur tími án þess

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.