Dagsbrún - 14.10.1919, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 14.10.1919, Blaðsíða 1
=-™l DAGSBRÚN r—: BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÚT AF ALPÝÐUFLOKKNDM RITSTJÓRI OG ÁBYRGSARMAÐCR: ÓLAFDR FRIÐRIKSSON 32. tbl., 5. Reykjavlk, þriðjudaginn 14. oktober 1919. ^lþing'skosmngamar. Báglega gekk með A'þing enn. Bændurnir út um land segjast ekki vita af því a3 Þa3 só til, þrátt fyrir það þó allir viti að bændurnir séu í meirihluta á þing- inu. Og þeir segja þetta satt bænd- urnir út um land, því bændurnir £ þinginu virðast ekki einu sinni hafa vit á því að vinna fyrir iand- búnaðinn, þó þeir haldi að þeir séu að vinna fyrir hsnn með því að stökkva upp eins og óðir væru í hvert skifti sem tilr&ua er gerð til þess að láta landbúnaðinn bera sinn hluta af gjöldunum á móts við aðra atvinnuvegi landsins. En hvað segja kaupmanna- út- gerð&rmanna- og embættismanna- stéttirnar um Alþingi? Þær fyrir- líta það, og segja að í þinginu ráði afturhald og eigingirni. Og hvað um verklýðinn til sjáv- arins, sjómennina og verkamenn- ina? Þeir hata þingið, og það ekki að ástæðuiausu fyrir margítrekaða rangsleitni í þeirra garð. Þing eftir þing hefir hækkað rangsleitna tolla sem hvíla að mestu á alþýðunni við sjóinn, og bætir svo stundum gráu ofan á svart cins og þingið í sumar sem eltir suðusprittið inn í eldhúsið til þess að leggja toll á það. Nú mundi verkaiýðurinn segja minna þó lagður væri á hann nýr tollur eða skattur ef hann findi til þess að það væri eitthvað fyrir sig gert. En hvað gerir Alþingi fyrir verklýðinn? Ekki neitt, eða sama og ekki neitt. Það var sjálfs&gt að Alþingi breytti launakjörum starfsmanaa landsins þannig að þau samsvör- uðu þörfunum og kröfum tímans, svo að það ágerðist ekki að land- ið misti úr sinni þjónustu ýmsa af beztu mönnunum, eins og verið hefir undanfarið bæði um póstmenn og símamenn. En það var hin mesta óhæfa að þingið skyldi taka féð til þessarar launahækkunar starfsmanna landsins með því að hækka vörutollinn, sem hvílir að- allega á alþýðunni til sjávarins. En hvers vegna fer Alþingi svona rótarlega að ráði sínu gagn- vart sjávaralþýðunni? Það er af þvf að á Alþingi sitja sumpart bændur sem ekki vita sitt rjúk- andi ráð £ skattamálunum, en sum- part menn úr kaupstöðunum sem eiga hitt og þetta undir þessa þingbændur að sækja — völd og bitlinga — en hinsvegar vita að alþýðan í kaupstöðunum, eða svo hefir að minsta kosti verið fram undir þetta, hvorki æmtir né skræmtir hvernig sem með hana er farið í skattamálunum. Því miður er tímitm þangað til kosning á fram að fara svo stutt- ur — svo hnrykslsnlega stuttur má segja — að breytingar á þing- inu geta ekki orðið miklar. En því fremur er það áríðandi að Reykjavík kjósi ekki menn inn á þingið sern séu af sama sauðahús- inu og þeir sem þar eru fyrir; menn sem ganga með ráðherra í maganum og mundu ofurseija sig þingbændunum fyrir stuðninginn i:pp í ráðherrasessinn — „afdank að&" þingmenn sem búnir eru að eiga sæti á þinginu, raenn sem búnir eru að sýna sig ómögulega á þinginu og Reykjavík þegar einu sinni áður er búin að hafna. Það þarf nýja menn inn í þing- ið, og þá jafnframt menn sem hafa árœði og kjark til þess að haida fram málstaðnum, og menn sem þektir eru að því að svíkja aldrei málstaðinn. Því aldrei skyldi treysta þeim, sem einu sinni hefir svilcið. Sá sem hefir sýnt sig í því að gera það einu sinni, er eins líklegur til þess að gera það aftur, ef hann sér sér hag í því. Niður! Niður fyrir allar hellur með þá menn sem hafa svikið það sem þeir sögðu vera sannfæriogu sína, vegna eigin hagsmuna, hvort það nú var til þess að reyna að koroast í ráðherrasess eða ekki. Því betri en slíkir menn er skammsýnasti og afturhaldssamasti þingbóndinn, eða jafnvel Einar á Geldingalæk blindfullur á þing- bekknum Því hann er þó ekki svikari við sinn málstað; hann er þó ærlegur maður! Ekki er Iöng skráin yfir matar- tegundirnar, sem Reykvíkingar hafa sér til viðurværis T. d. þarf ekki að telja þar jarðepli. Þau fást ekki oftar en svo, að jafnan eru nýnæmi. Enn fágætari eru rótar- ávextir. Mjólk þarf ekki að telja. Þegar undan eru teknir auðmenn og helztu höfðingjar, finna ekki aðrir bragð að henni en kornbörn og aumustu sjúklingar. Og jafn- vel þessir verða af henni með köflum. Kjötmeti kemst ekki á skrán?, Flestum bæjarbúum er fjár- hagslega ókleift að nota það sér til saðnings. Annars er oflangt mál og óþarft að te’ja það ^em ekki fæst. í sumar var matvælaskráin svona: Rúgbrauð, haframjöl, fiskur. Með fiski er hér átt við nýjan fisk (skemdan). Hann fékst lengi sumars, við og við. Að vísu var mér sagt áðan að hér væru til þúsundir smálesta af saltfiski. En það gagnar ekkert þegar hvergi er unt að fá hann keyptan, og lögin banna að við sé höfð önnur aðdráttar-aðferð. Þegar haustaði að hvarf fiskur af miðum og ógæftir heftu sjó- sókn. Bærina varð fisklaus. í nokkrar vikur sat bærinn í svelti, í auðmjúkri undirgefni undir vilja forsjónarinnar. En þegar úr hófi keyrði tók bæjarstjórnin í taumana. Þá kom nú vatn í munuinn á mér. Ekki má skilja þetta svo, að bæjarstjórcin hafi fengið sér bát og róið. Hún gekk á fund og „samþykti" að fela borgarstjóra að gera eitthvað. Leið svo til næsta bæjarstjórn- arfundar. Þá hafði borgarstjóri gert eitthvað, og þá var kosin nefnd til að íhuga málið. Leið svo til þriðja fundar. Þá var samþykt „við fyrri umræðu" að gera eitthvað. Þegar enn var komið að þeim degi, sem almanakið leyfði að haldinn væri bæjarstjórnarfundur, — hinn 4. í röðinni — var kos- inn maður til viðbótar í nefndina og þess óskað um leið að nefnd- in legði einhverjar tillögur fyrir bæjarstjórnina síðarmeir. Þannig byrjaði októbermánuður. Nú viil svo vel til, að bæjar- stjórnin heldur fund tvisvar £ al- manaksmánuði hverjum. Það er því ekki vonlaust að byrjað verði á framkvæmdum um útvegun soð- fiskjar upp úr nýjárinu, eða a. m. k. með þorra. Þegar ég sagði konunni minni fréttirnar af síðasta bæjarstjórnar- fundi varð henni á að mæla óvin- gjarnleg orð í garð bæjarstjórn- arinnar. En þetta verður að virða henni til vorkunar. Hún er nokk- uð skapstór, tetrið Og ég held að hún hafi átt mjög erfitt með að halda lífinu £ mér og krökkun- um upp á síðkastið. Hvað hún sagði hirði ég ekki að rita. En meiningin var á þá leið, að bæj- arstjórnin hefði ekki óþarflega mikið til að bera af fjárhagslegu víðsýni eða ábyrgðartilfinningu. Ég reyndi að sýna henni fram á, að bæjarstjórnin væri ekki ámæl- isverð. Hún er ekki verri en bæj- arlýðurinn, sagði ég. Hún er al veg eins og hann. Hún er hold af hans holdi. Svo lengi sem bæj- arbúar berjast á móti áhrifum þeirra bæjarfulltrúa, sem reyndu að fá bæjarstjórnina til athafna í þessu máti, og svo lengi sem bæj- arbúar hlaða atkvæðum undir þá fulltrúa, sem spyrntu á móti öll- um athöfnum £ þessu máli, — svo lengi verður bæjarstjórnin lífakkeri, sem morrar við botninn £ Iogninu, en flýtur ofansjáfar þegar hvessir. Þórir hundur. Kaupstefna. Eins og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu var kaupstefna ákveðin milli Fjarðamanna og Hér- aðsbúa á Búðareyri við Reyðar- fjörð 27. sept, og var þesskonar kaupstefna haldin £ fyrra £ fyrsta sinn, að frumkvæði sýsíunefndar, en eftir uppástungu Árna á Svína- skála, sýslunefndarmanns. En veðr- ið var £ ár svo afleitt kaupstefnu- daginn, að það leit helzt út fyrir að enginn mundi geta mætt. Þó varð kaupstefnan haldin og við- skifti munu að upphæð hafa orð- ið svipuð og £ fyrra, en urðu að mestu að byggjast á loforðum frá báðum hliðum, vegna þess, að veður hamlaði flutningi á vörum. En tilgangur kaupstefnunnar er, að vörurnar séu á staðnum, svo menn geti valið úr og fengið það sem þeir óska helzt. Annars virðist áhuginn ekki mik- ill, þó viðurkenna allir, að svona stefnumót geti gert stórgagn, séu þau bara sótt, en hinsvegar virð- ast menn orðnir svo vanir því að láta óþarfa millilíði þéna á sér, að þeir geti varla hugsað sér nein viðskifti án þeirra. Séra Ásmundur Guðmundsson skólastjóri flutti fróðlegan fyrirlest* ur fyrir fjöida áheyrenda, að kaup- stefnunni lokinni. Hér er sett dálitið sýnishorn af verðlagsskrá þeirri sem við- skiftin voru bygð á. Á móti 10 kgr. af nýju sauða- kjöti ber að leggja: 54V2 kgr. af nýrri ýsu eða 36 V2 af siginni ýsu eða 32Va af salt. ýsu. 25V2 af verk ýsu eða 25V4 af söltuðum stórf. eða 15 af verk. stórf. eða 10 af harðfiski eða 48 kgr. af söltuðum steinbft eða 14 af salt. skötu eða 34V4 af hákarli. Á móti 10 kgr. af smjöri: I13V2 kgr. nýrri ýsu eða .742/3 siginni ýsu eða 68 salt. ýsu eða 53V4 verk. ýsu eða 53r/6 sölt. stórf. eða 31 verk. stórf. eða 21 harð- fiski eða ioo söltuðum steinbít eða 272/3 salt. skötu eða 71 */* af hákarli o. s. frv. Laudafurðir sem teknar voru á verðlagsskrá voru þessar: Kjöt. Smjör. Kæfa. Mör. Kartöflur. Gul-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.