Fréttir

Tölublað

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR Lloyd Georg-e. I Eftir Frank I )ilnot. (Frh.) »Eg er alveg á sama máli«, sagði Lloyd George, »og það verður að vera réttsýnn og óvilhallur dómstóll«. Dómararnir litu undrandi á hann, og hugs- uðu honum þegjandi þörfina. Þeir höfðu aldrei borið kensl á jafn ófyrirleitinn mann. »Ef þér, Lloyd George, eigið við nokkurn þessara dómara, þá vona eg að þér nefnið nafn hans«, mælti dómstjórinn. »Eg hef aldrei, alla mina embættistíð, heyrt slík fáryrði höfð i frammi við nokkurn dómara«. »Gott«, sagði Lloyd George, »og aldrei sannari orð töluð fyrir nokkrum dómstóli«. Nú keyrði svo úr hófi, að mannlegu skapi var meira en nóg boðið. »Segið þér mér hvern þér eigið við. Eg krefst þess, að þér skýrið glögglega frá því, hvort þér eigið við nokkurn þeirra dómenda, sem í dóminum sitja«, mælti dómstjóri hvatlega. »Eg á nú aðallega við yður, herra«, sagði Lloyd George. »Rá vík eg úr dóminum«, sagði dómstjóri og stóð á fætur. Hann vék sér að stéttar- bræðrum sínum og mælti: »þetta er í fyrsta sinn, sem að eg er móðgaður við embættis- störf mín«. Að svo mæltu vék hann úr dóminum við annan mann. Rriðji dómarinn lýsti því yfir, að hann héldi ekki áfram réttarhöldunum, nema Lloyd George afsakaði þetta fram- ferði sitt. wÞað gleður mig að heyra«, sagði Lloyd George rólega. Dómarinn vék úr dóminum. Einn dómara þeirra sem eftir voru, bað Lloyd George að afsaka sig. En það var fjarri Lloyd George. »Eg ætla ennfremur að segja það«, sagði hann, »að tveir eða þrír dómaranna hafa neitað að dæma í málinu, hvern veg sem því kann að vera farið. Af því að eg er fær um að sanna alt það sem eg hef sagt hér, þá kæri eg dómstjóra fyrir að hafa vikið úr dóminum. Eg mun ekki taka eitt orð aftur af því sem eg hef sagt«. Nú keyrði fram úr öllu hófi. Þeir dómar- anna sem eftir voru viku úr dóminum, og Lloyd George lét dynja yfir þá ásakanir sín- ar. — Oss er það ekki kunnugt, hvað fram hefur farið í herbergi dómaranna. Án efa hefur þar margt verið rætt. Eftir nokkra hrið komu fjórir dómaranna út aftur, og kváðust þeir ætla að dæma í málinu, en Lloyd George bæri að afsaka sig. En þeim varð ekki káp- an úr því klæðinu. Þann veg var því farið, að Lloyd George varð frægur maður i Wales. En er hann var hálfþritugur, vakti hann á sér eftirtekt allra Breta. Fæstir Wales-búar eru ríkiskirkju- trúar, og eiga því sjálfir kirkjur. Á víð og dreif eru samt söfnuðir, sem teljast til ríkis- kirkjunnar. í þorpi einu við rætur Snowdon-fjallanna andaðist gamall steinsmiður. Áður en hann dó, bað hann menn að grafa sig við hlið dóttur sinnar, sem var jörðuð í kirkjugarði ríkistrúarmanna. Prestur ríkiskirkjunnar kvað eigi unt að verða við óskum öldungsins, ef greftrunin ætti að fara fram eftir siðum frí- kirkjumanna, og yrði þá að grafa hann í horni því, sem ætlað var framandi mönnum og sjálfsbönum. Menn voru presti mjög gram- ir. Var nú leitað ráða Lloyd George. Hann rannsakaði alt er að málinu laut, bæði gömul lagaboð og fornar venjur. Er hann hafði hugsað ráð sitt, skar hann úr málinu á þessa leið: »Þér megið grafa mann þenna hjá dótt- ur hans í ríkiskirkjugarðinum. Þótt prestur- inn banni það, þá látið yður það engu skifta. Berið þangað kistuna, og beitið ofbeldi, ef nauður rekur tii. Ef lokað verður sáluhlið- inu, þá brjótið það upp«. — Þorpsbúar fóru að öllu sem hann hafði þeim fyrir lagt. Þeir báru kistuna til kirkjugarðs. Lloyd GeOrge var í för með þeim. Sáluhliðið var lokað, og brutu þeir það upp og grófu öldunginn við hlið dóttur hans. Yfirvöld kirkjunnar töldu heiðri sínum vansæmd gerða, og bjuggu mál á hendur þorpsbúum. Málið kom fyrir dóm- stól þar sem lögmenn stýrðu réttarhöldum1). Lloyd George var verjandi sakborninga, og talaði hann svo rösklega máli þeirra, að lög- menn allir urðu honum vilhallir. Samt sem áður kváðu dómararnir honum hafa skjöpl- ast í lagaatriði einu, og dæmdu kirkjunni í hag. Lloyd George tók þegar til máls, og kvað sakborninga eigi geta unað dómi þessum, og mundi hann skjóta málinu til »The Lord Chief Justice« í London. Málið var bæði rætt þar og í öðrum dómi, og kváðu þeir úrskurð lögmannanna réttan, en dómarana hafa á röngu að standa. Peir sögðu ennfremur, að Lloyd George hefði skilið lagaatriðið rétti- lega. Lloyd George var þálfþrítugur, er hann vann þennan glæsilega sigur. Málið vakti eftirtekt allra landsmanna, og í Wales ljómaði nafn Lloyd George eins og bjartasta blys. III. Einn síns liðs í orrustn. Lloyd George var hálfþrítugur, er greftrun steinsmiðsins aílaði honum frægðar. En þetta ár varð að ýmsu öðru leyti merkisár í sögu hans. — í þrjú ár hafði hann ávalt tekið til máls á mannfundum, og traust hans á sjálf- um sér óx með hverjum nýjum sigri sem hann vann. Hann varð foringi flokks eins, er barðist fyrir jöfnuði, þjóðarrétti Wales- búa og fríkirkju. Landar hans treystu hon- um eins og Owen Glendower forðum. Á ferðum sinum boðaði Lloyd George ávalt til funda, og talaði þar máli flokks síns. Hann oili sér þá haturs og aflaði sér trausts, sem síðar hefur borið hann til frægð- ar. Gramur í geði réð hann með oddi og egg á þá, er voru bonum andstæðir. Hann braut öll lög og reglur vanans, og var ávalt þar sern baráttan var hörðust. En þrátt fyrir allan ákafa sinn, var hann manna kænastur. Eitt sinn kom hann á fund einn mikinn, þar sem andstæðingar hans höfðu forystuna. Vildi hann þá fá vitneskju um, hver orð þeir létu falla í hans garð. Án þess að menn veittu honum athygli, settist hann við dyr úti og hlustaði sér til mikillar ánægju á fúk- yrði þau, er honum voru valin. — Mikill mun hafa verið metnaður hans um þetta leyti, enda mundi það eigi hafa verið eðli- legt, ef hann hefði ekki dreymt dýrðlega framtíðardrauma. Samt sem áður var hon- um það sem skúr úr heiðskíru lofti, er frjálslyndi flokkurinn afréð, að hann skyldi verða þingmannsefni við næstu kosningar — hann, þessi unggæðislcgi víkingur! Það er eigi erfitt að gera sér í hugarlund, hve ákafur hann varð. Notaði hann nú hvert tækifæri 1) Málafærzlu er mjög annan veg farið á Eng- landi en hér. Lögmenn reifa málin og skýra síöan dómurum frá, hvað fram hafi komið og hvern veg þeir líti á málið. — Dómarar eru eigi löglærðir menn, og eru allir skyldir til þess að skipa dóm, sem til þess eru kvaddir. Prjð. sem gafst til þess að tala máli sínu. — Kjör- dæmið var Carnarvon Boroughs. Voru það borgir nokkrar og fjöldi þorpa. Hallir, höfð- ingjasetur og stórbýsi voru þar umhverfis. Mikill hluti kjósendanna var höfðingjum háð- ur. — Lloyd George hlýtur að hafa verið það ljóst, að lítil von var sigurs honum til handa. En baráttan varð honum samt til mikillar gleði. Ár þetta bar enn þá eitt Lloyd George til gleði. í hlíðinni fyrir ofan Llanystumdwy var fornt og i'agurt bóndabýli. Þar bjó mær ein, Maggie Owen að nafni. Oss er það eigi kunnugt, hvern veg eða hvenær fundum þeirra Lloyd George bar saman, en í dagbók sinni skýrir hann frá málfundi, sem hann var á, og að lokum hefur hann ritað þar: »Fylgdi Maggie Owen heim«. — Lloyd George hefur verið ásthrifinn. Hún hét honum eiginorði sínu, og sama árið, 1888, gekk hann að eiga hana. — Eg ætla að geta þess, að aldrei hefur betur farið á með hjónum en Lloyd George og konu hans. Frú George varð hinum unga s.tjórnmála- manni tryggur förunautur á hinni erfiðu lífs- braut hans. Hjónaband hans jók metnað hans, og hann varð víðsýnni og tók nú að festa auga á stjórnmálum, sem snertu all ríkið. Áður hafði hann ávalt fjallað um þau mál, er að eins snertu Wales. Pótt þessi breyting væri á honum orðin, þá var hann þó altaf forystumaður umbótamanna í Wales. Hann lagði t. d. mikið kapp á baráttuna fyrir óháðri kirkju í landi sínu. Landar hans voru. fæstir rikiskirkjutrúar, og vildu því losna við skatta þá, er ríkiskirkjan lagði á þá. Fátt er það sem æsir menn meira en barátta í trúar- efnum. Barátta þessi varð lika hin harðasta. Versti andstæðingur Lloyd George í þessu máli var biskupinn í St. Asaph. Var hann einn hinna æðstu klerka rikiskirkjunnar. Haun var fæddur í Wales og dugandi maður. Hann vann fríkirbjumönnum ógagn mikið,. og í einu héraði landsins veitti honum betur. Fríkirkjumenn í héraði þessu kvöddu því Lloyd George á sinn fund og báðu hann hjálpar gegn biskupi. Lloyd George hefur sjálfur skýrt frá þvi, hvern veg forystumað- ur fríkirkjusinna hafi kynt hann söfnuðin- um: »Upp á siðkastið hefur margt erfitt fyrir oss komið«, sagði hann, »biskupinn í St. Asaph hefur andmælt oss, og vér vitum allir að hann er hinn versti lygari. En guði sé lof fyrir það, að Lloyd George er hér stadd- ur á meðal vor í kvöld, og Það er rnaður sem getur tekið í lurginn á biskupinum«. Síðar gerðust þeir góðvinir Lloyd George og biskupinn, og er vandi um það að dæma, hvor þeirra hefur gert meira gys að atviki þessu. Lloyd George tók nú að flytja ræður á strætum og gataamótum, og alstaðar flyktist að honum múgur og margmenni. Dáðu nú mælsku hans jafnt féndur sem vinir. Fjöldi manna, sem að eins kom fyrir sakir forvitni, varð hrifinn af honum og gerðist honum fylgjandi. Pæður sínar flutti hann öðruvísi en aðrir. Rödd hans var hljómfögur og skær, og hann lagði aldrei óeðlilegar áherzlur á orðin. Setningar hans voru stuttar og afl- miklar, og var sem hann væri að spjalla við einhvern áheyrendanna. Er honum svall móður, varð rödd hans hvíslandi, og sem hún gengi gegnum merg og bein þeirra er á hlýddu. Hann lét þá altaf tala út, sem gripu fram í fyrir honum, og er þeir böfðu lokið máli sínu, fór hann með þá eftir geðþótta sínum. (Frh.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.