Fréttir

Tölublað

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 3
FBETTIR 3 F'réttir. Kosta 5 anra eintakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. A.ixjylýssing^a'verö: 50 aura liver centimeter í dálki, miöað við fjórdálka blaðsíður. Aíírreiðwlnii er tyrst um sinn i bakhúsi við Gutenberg. Við auglýshiR-nm er tekið á af- greiðslnnnl og í prentsm. Gntenberg. Útgefandi: Félag í Beykjavíb. Ritstjóri til bráðabirgöa: Gnðm. Gnðmundsson, flkáld, Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. (Framhald frá 1. síðu.) tengt einhverri nánari ákvörðun, annað hvort heiti þess, er »úðina« ber (— svo sem í kvöldúð, sœvar- úð, fjallúð), eða einkunn hennar ffayurúð, illúð). Mér finst fara full- vel á slíkum orðum, og hygg að önnur betri verði vandfundin. Að fara að setja gömlu myndina hugð aftur inn í niðurlag samsetninga, eins og A. leggur til, er bæði óeðli- legt og klaufalegt; óeðlilegt af því, að það er að keyra fagran framvöxt aftur um farinn veg; klaufalegt af því, að það er hljómskemd. Það mætti þvi vel komast af án viðaukatillögu minnar um að leysa orðið úð úr böndum og nota það sjálfstætt. En óneitanlega er meira frjálsræði og þægindi að því. Það gæti t. d. stundum farið betur á því, að mega segja »nú er eg í »Uri úð«, heldur en að þurfa að koma »illúð« sinni fyrir í fyllri setningu. En það vill A. ekki leyfa mönnum fyrir nokkurn mun. Hann fyllist heilagri vandlætingu og segir blátt áfram, að það wegi ekki. Mér þætti það leitt. En hvers vegna má það ekki? Með hvaða rétti getur A. bannað það? Hann kveðst gera það í nafni málfræðinnar; það brjóti bág við »lögmál« ísl. tungu. Við hvaða lögmál? Efhann á við eðli ísl. tungu yfirleitt, þá er því til að svara, að orðið úð er í fullu samræmi við íslenzkt tungutak og hljómeðli málsins; Það er þess eiginn afspringur; %gur jafnvel léttara á tungu en ^dóðir þess hugð; og því síður kernur það í bága við beygingar- eðli málsins. Það er ramm-islenzkt að hljómi og hneiging. Með þessu tvennu er megin-skilyrðunum full- öaegt. Hvaðan efniviðurinn er tek- ,öo, skiftir minstu. Jafnvel þó að nahn væri aðfenginn handan um ^öf! Margt íslenzkt hagvirkið hef- Qr verið gert úr erlendum efnivið, íslenzk hús, íslenzk ^^ði, islenzkir skartgripir. En ekki er því til að dreifa um orðið úð, . útlenzkubragð verði fundið því fl* foráttu. Auk þessa á það sér niar8a aðra mikilsverða kosti: 8óðar hugfylgjur og stoðir í siQa- ;ði sinu, er stutt og hnittið, blæ- aSurt og fiðugt til samsetninga felur þannig í sér heillavænlegt rjómagn. Sem kyrkingarólum ddu-karjanna verður vonandi ofviða að kæfa. Um alt þetta hygg eg, að herra A. geti orðið mér sammála — að undantekinni síðustu setningunni, ef til vill. En hann virðist bera það sérstaka »lögmál« fyrir brjósti, að ekki megi leysa orð í hljóð- breyttri mynd úr samsetningum. En er það lögmál til? Hver hefur fundið það og sannað? Um megin- reglu má þar taía, en ekki algilt lög- mál. Óbreyttan samsetningarlið, er lifir jafnframt sjálfstæðu lífi, má leysa úr böndum hvenær sem vill. Það vitum við báðir. En einatt kemur það þá fyrir, að úrtakið fær breytta merkingu (t. d. járn í þýðingunni sporjárn). A. er það vafalaust kunnugt, að aragrúi þýð- ingartilbrigða á rætur að rekja til þessa. Og er það þá nokkur ó- kostur, að nýju þýðingartilbrigði fylgi nýtt form? Liggur það þá ekki beint við, að leysa megi lið úr böndum, þó að hann sé orðinn hljóðbreyttur, ef þess er þörf og hugmyndin um hann sem sjálf- stætt orð er enn vakandi? Jú, vissulega; og þess eru dæmi, þótt fágæt séu í íslenzku. Og honum er þá engan veginn alt af gefin upprunalega myndin, eins og A. segir. Það verður vitanlega að eins þá, er skýr skilningnr vakir í vit- und manna um, hver hún var. Að öðrum kosti er samsetningin klofin eftir því sem mönnum finst vera eiga. Málfróðir menn eru sjaldnast að verki um nýbrigði tungumála. Um úð er því einmitt þannig varið, að í almennings- vitundinni er uppruni þess fallinn í gleymsku, en hugmyndin um sjálfstæði orðsins vakandi. Sönnun þess er orðmyndin úlfbúð (f. úl- búð — úlfúð), sem víða hefur gægst fram, og úrtakið úð hjá Einari Benediktssyni, er eg gat um í fyrri grein minni. Þar nefndi eg líka tvö dæmi hljóðbreyttra úrtaka /snös og njóli). Fyrra dæminu get eg slepl, A. til geðs; það gæti hugsast, að s-ið sé upphaflegt (sbr. »e-n snefjar nasir«), en í þess stað get eg bætt við tveimur öðrum: stó (úr elds-tó) og megin (— skugga megin, sólar megin, úr sambönd- um eins og hinumegin, sbr. vegur). Fleiri mætti vafalaust finna, þó að eg muni þau ekki í svipinn. Munurinn á þessum úrtökum er eg nefndi og úrtakinu úð er að eins sá, að hin fyrnefndu eru ekki leyst úr í réttum liðamótum, held- ur höggvið hljóð aftan af fyrri liðnum og hnoðað framan við hinn siðari. Með öðrum orðum: þau stafa af misskilningi, en úð er leyst úr á réttum stað, af skiln- ingi. Á það að teljast hinum verra af þeirri ástæðu? En eg þykist muna það með vissu, að eg hef rekið mig á orð í íslenzku, sem alveg eins er ástatt um og úð. Því miður eru þau mér úr minni liðin í svip, nema orðið álfa (fyrir hálfá). Telur ekki A. það gott og gilt orð? Eg tel það efasamt, að úrfellingin hafi farið fram i forn- norsku, — en þó að A. tækist að sanna það, eru orðinu þá nokkrir yfirburðir að því fram yfir úð? Mér finst ekki. Flestum mun kunnugt, að það hljóðfall átti sér stað fyrir eina tið í norrænu, að h féll löngum framan af síðari hluta samsetninga og að flestar þær úrfellingarmyndir hafa orðið rótgrónar í íslenzku (brullaup, ör- œfi, líka/nur, of fyrir óhóf), þrátt fyrir að þröngsýnir málföndrarar — þessir menn, sem eru á þindar- lausum þönum eftir einstaka breyttum orðmyndum, er þeir hafa verið svo heppnir að koma auga á innan um ótölulegan grúa engu miður »afbakaðra« orða — hafa löngum lagt þær í einelti til þess að færa þær aftur í fornan ham, og hann ekki altaf sem réttastan (sbr. andþóf!). Mér leikur grunur á, að sum þeirra orða að minsta kosti, sem felt hafa h framan af sér á undan /, n og r séu ekki drefjar af sama úrfellingarlögmál- inu og í systramálunum austan hafs — þau eru mjög dreifð í tíma og rúmi — né heldur að- komuslæðingur, heldur séu þau úrtök úr samsetningum, þar sem h var fallið niður (legti f. hleyti, sbr. jólaleyti, nauð(h)leytamaður; laupur, sbr. vandlaupur, nöf, sbr. s. hnafa, rót f. hrót = rjáfur, lest, sbr. hlass). Um þetta staðhæfi eg þó ekkert; málið er ekki fullkann- að; eg bendi að eins á þetta til dæmis um, að varbugavert er að beita þeim »lögmálum« til boðs eða banns, sem ekki er búið að rekja fyrir ræturnar á. — Má vera að A. finni líka þann meinbug á úð, að móðir þess hugð er enn á lífi. En þar til er því að svara, að tvímyndir orða eru almennar í íslenzku, af margvíslegum orsök- um runnar (átt — ætt, fjall — fell, rák — reik), og auk þess er það ekki nema kostur, að nýju þýð- ingar-tilbrigði fylgi formtilbrigði; þá er siður hætt við samruglingi. Annars er óþarfi að vera að spyrja að fordæmi til svona ný- breytni, þar sem hagnaður, fegurð og þjóðernisblær leggjast á sömu sveifina, og engin lögmál eru brotin, að eins vikið inn á nýja braut? Gjörist engin nýbreytni í tungumálum nema eftir gömlum meginreglum? Ætli A. mundi hafa leyft fyrirfram orðaklofninga þá, er eg nefndi áðan (átt — ætt o. s. frv.), ef hann hefði verið spurður leyfis? Eg held síður. Eða mundi hann hafa leyft að sjóða eitt orð upp úr 2 eða jafnvel 4 (hvaða úr hvat at og nekkverr úr né veit ek hverr? Varla. Mér finst A. færast nokkuð mikið í fang, að ætla sér að gefa út einskorðuð boðorð um, hver nýbreytni í máli sé leyfileg. Hann gengur þar út yfir verksvið málfræðinnar. Hún kannar, hvað orðið hefur, leitar að orsökum þess og lögum, og gefur þannig mikil- væga og margvislega fræðslu og leiðbeiningar. En hún ætlar sér ekki þá dul, að marka framvexti málsins einskorðaðar brautir. Málið á sér til allrar hamingju jafn- ótölulegar yngjunarlindir og manns- andinn sjálfur. Enginn málfræð- ingur ætlar sér þá dul, að loka öllum þeim lindum, er liggja utan vébanda málfræðilegra lögmála liðins tíma. Að svo mæltu læt eg úlrætt um þetta mál, og kveð herra A. með þökkum fyrir að hann veitli tit- lögu minni athygli. En þess vildi eg mega óska, að hann beiti ekki málviti sínu og ritfimi gegn smá- vægilegum tillögum, sem miða fremur til málbóta en mállýta, en reiði heldur brandinn að orðskrípa- moldviðrinu, sem daglega dynur um eyru honum í höfuðstaðnum. Og úð-irnar mínar vona eg að hann taki í sátt við sig. Þær munu hvort eð er reynast lífseigar og hlaupa æ því oftar upp í fangið á honum sem tímar líða, alls- óhræddar við ólarnar hans. Viðfinnur. Hvað er í fréttum? Samninganefndirnar hin danska og þin islenzka fóru til Þingvalla eins og til stóð í fyrradag. Með í förinni voru einn- ig ráðherrarnir, forsetar alþingis og formenn fullveldisnefnda deild- anna. Fleiri þingmenn voru einnig staddir á Þingvelli þennan dag. Til þess að skýra fyrir gest- unum hið markverðasta á staðn- um voru einnig með í förinni þeir Jón Aðils dócent og Sigfús Blöndal bókavörður. Var gengið um helstu sögustaðina og fanst dönsku nefndarmönnunum allmik- ið til um hina einkennilegu nátt- úru þar. Veitingar fóru fram í konungshúsinu. Viðstaðan mun hafa verið um 5 stundir. Sólskin var, en veður annars fremur kalt og norðan næðingur, þótt ekki væri jafn hvast þar eystra og hér í Reykjavík. Fartækin voru auð- vitað bifreiðar, og vaT það gagn að fiestir munu hafa verið vel búnir, því að kalt var á heiðinni. Jón Hansson skipstjóri frá Bala í Rvík, er nú er búsettur i Englandi, hefur fengið einkaleyfi í 14 ár fyrir nýrri gerð á botn- vörpuhlerum, — sparar gerð hans helming kola við drátt. Varð hann hlutskarpastur þeirra, er kepptu um nj'ja hleragerð, en þeir voru margir. Tók dómnefnd gerð hans gilda og fékk hann svo einkaleyfi á henni. „Gustav Falk“ Svo stendur í opinberri tilkynn- ingu Breta, að skipið hafi verið gert upptækt með íslenzkar gærur og ull. Mun þetta vera gainalt mál frá því er skipið var hér i hittiðfyrra og kom þá fyrir brezk- an skipatökurétt. Mun dómurinn fyrst hafa fallið nú. Svo segir i blaðaskeytum nokkr- um að »einhver Natan« sé við þetta mál riðinn, sem þá ætti líklega að vera firmað Nathan & Olsen. En þetta firma mun alls

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.