Fréttir

Tölublað

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 4
FRETTIR ekki hafa átt farminn, en aðeins hafa haft á hendi einhver lausleg umboðs- eða afgreiðslustörf fyrir skipið. Gróður er alveg óvenjulega lítill í sum- ar og munu vetrarkuldarnir valda miklu um það. Túnin hér austur um og í Þingvallasveitinni sýnast alls ekki Ijábær cnn, og eru gráir blettir innanum þar sem varla sést strá. Björn M. Ólsen prófessor hefur verið kosinn heiðursfélagi í Brezka vísindafé- laginu. Sterling fór héðan vestur og norður um land í fyrradag. Meðal farþega voru auk áður talinna: Pórður Bjarnason kaupm. og frú hans, Hannes B. Stephensen og frú hans til Flateyjar, Th. Krabbe til ísa- fjarðar, Árni Riis, Andrés Fjeldsted augnlæknir o. fl. Borg mun væntanlega tilbúin að leggja af stað að norðan á morgun. Fer vestur um hingað suður. Lagarfoss byrjaði að ferma sig í New York í gær, eftir því sem skeyti herma nú. Skemdir hafa orðið miklar á trjágörðum bæjarins í vetur og vor. Standa margar trjágreinarnar blaðlausar og feysknar. Varla geta það verið kuldarnir einir í vetur sem valda þessu, því að reynsla í öðrum löndum sannar að frostin ein sam- an granda ekki trjágróðri, ef sum- ur eru nægilega löng og heit. Aftur er eyja og útnesjaloftslagið alls- konar trjám óholt og sést það á því, að í Færeyjum geta ekki þrif- ist skógar á bersvæði og hafa þó tilraunir verið gerðar af kappi að rækta skóg þar í 30 ár eða meira. Knattspyrnnkappleik háðu i gærkvöldi nokkrir menn af »lslands Falk« og félagið Vík- ingur hér í bænum. Fóru leikar svo að jafntefli varð. Gerði hvor flokkurinn eitt mark. Pingfundur er að eins í neðri deild í dag. Er þar að eins eitt mál á dag- skrá: Tillaga til þingsályktunar um ásetning búpenings, fyrri um- ræða. Ferðamaðnr einn, sem kom inn á Skjaldbreið í fyrrakvöld, teymdi hross sitt inn með sér með reiðtygjum. Vakti þessi kurteisi athygli mikla og hlátur, en sýnt þótti að maðurinn væri ekki skýr i kollinum. Söngfélagið »17 júní« fór austur að Þjórsárbrú á sunnudaginn og söng þar í sam- komuskálanum fyrir húsfylli og hélt siðan fram á Eyrarbakka. Höfðu svo margir keypt aðgöngu- miða, að til þess að þurfa ekki að syngja tvisvar hvað eftir ann- að, þá varð að fá kirkjuna til að halda i samsönginn. Voru áheyr- endur á báðum stöðum mjög hrifnir af söngnum, enda ekki að jafnaði kostur að heyra svo æfð- an söng um þær slóðir. Eina ferð mun félagið þó hafa farið áður, í fyrrasumar. í þessari ferð voru 18 söngmenn og fóru i 5 bifreiðum. Komu hingað heim kl. 4 um nóttina. Veðrið. Norðanstorminn lægði í gær- kvöldi og gerði fegursta veður. í dag fyrri partinn var loft skýjað og logn. En eftir loftþyngdinni að dæma virðist norðanáttin þó enn vera undirniðri, og því eigi von- laust um sólskin seinna í dag. Aullýsirtéum í Fréttir er veitt móttaka í Litlu búðinni í Þingholtsstræti þegar af- greiðslu blaðsins er lokað. Símfréttir. Khöfn. 8. júlí, kl. 10í2. frá suðttrvigstoðvunum. ítalir hafa tekið aftur alla strandlengjuna milli Sile og Piava. Austurríkismenn láta undan síga á austurbakka Piava-fljóts. frá Úkrajne. Allsherjar uppreist bænda í Úkrajne er hafin. Þjóðverjar halda með her manns til Kiew. cV&líar Rarlaugar og fiöló ðöð fást ásamt massage, sunnudaga ekki siður en virka daga, á Hótel Island. Sími 394. Viðtalstimi kl. 12-6. cMassagalœRnir Siuðmunéur c&éfursson. Prentsmiðjan Gutenberg Guy Boothby: Faros egypzki. 212 pöddur og illyrmi þutu upp hópum saman og þöktu alt landið. Þá kallaði Faraó Ptah- mes fyrir sig og alla kunnáttumenn sína, og bauð þeim að gera hin sömu undur sem Gyðingar höfðu gert. Og þetta gerðu kunn- áttumennirnir. Þeir særðu fram froskana og pöddurnar með töfrum sínum alveg eins og Móses hafði gert, en þegar Faraó sá það, hæddist hann að Gyðingunum og spoltaði þá og neitaði enn að verða við kröfum þeirra. Þá dundu nýjar plágur og hörmungar yfir menn og málleysingja, lúsasótt, mývargur og kýlapest, en hræðilegt illviðri fór yfir landið og huldi það alt í biksvörtu myrkri svo að enginn sá annan. Hjarta Faraós var en fult þverúðar gegn Móses, og kallaði hann Ptah- mes fyrir sig enn á ný og bað hann ráða. Átti konungurinn í ófriði við nágranna sína og vildi því ekki leyfa Gyðingunum að fara yfir landamærin og veita óvinunum lið, en það var engu síður hættulegt að hefta för þeirra og leiða yfir sig nýjar og nýjar refs- ingar. Móses var maður harðráður og ilt að etja kappi við hann, eins og konungurinn þegar hafði komist að raun um. Pann sama morgun hafði hann krafist þess að ná kon- ungsfundi og hótað honum drepsótt, er verða znundi að bana öllum frumburðum Egyfta- 213 lands á einni og sömu nóttu, ef hann synjaði Gyðingunum fararleyfis. En Ptahmes var maður hygginn, eins og eg hef þegar tekið fram, og hafði séð til hvers það leiddi að ráða konunginum þau ráð, sem honum féllu ekki í geð, og var hann því eigi að eins í vanda heldur í hættu staddur. Eitt af tvennu varð hann að gera — að lýsa yfir því að sitt álit væri að Gyð- ingunum skyldi leyfð broltförin og verða þannig aftur fyrir reiði herra síns, eða þá að styðja málstað Faraós og neyta allra bragða til að koma í veg fyrir ógnir þær, er Móses hafði í hótunum. Eftir langa íhugun og ná- kvæma kaus hann síðari kostinn. Hann ráðg- aðist við hina aðra kunnáttumenn konungs og tilkynti síðan Faraó, að það sem Gyðing- ar hefðu haft í hótunum mundi aldrei verða. En þetta fyrirheit stældi Faraó, svo að hann synjaði Gyðingunum fararleyfis enn þá einu sinni, og afleiðingin varð sú, að frumgetinn sonur konungsins, sem hann mat meira en alt sitt ríki, tók einkennilega sótt, sem dró hann til dauða þessa sömu nótt, og þannig fór um alla frumgetna sonu Egyftalands. Heyrðust þá óp og kveinstafir um alt Egyfta- land, eins og sagt er frá í yðar eigin ritningu og fanst eigi það heimili, að þar lægi ekki sonurinn á líkbörunum. Þá reiddist Faraó 214 ráðgjöfum sínum og ákvað hann það fyrst og fremst. að Ptahmes skyldi deyja. Gerði hann leit að honum til að taka hann af Iífi, en Ptahmesi hafði verið gert aðvart, svo að hann gat flúið á fjöll upp og leyndist þar mánuðum saman. En er fram liðu stundir, þvarr honum þróttur og heilsa og kallaði Ósíris hann til sín, þegar hann var orðinn fimmtíu ára að aldri. Um þær mundir var það mál manna, að hann væri dæmdur til að lifa æ og ævinlega vegna þess, að hann hafði komið Faraó til að drýgja þessa af- skaplegu synd, vegna bölvunar þeirrar, sem hann hefði leitt yfir Egyftaland og vegna þess, að hann hafði svarið meinsæri og lagt nafn guðanna við rangan eið. Petta getur þó eigi hafa átt sér stað þar sem hann dó á fjöllum uppi og múmia hans var jörðuð þar sem faðir yðar fann hana. Pessi er sagan af Ptahmes, sem elskaður var af Ptah, syni Netrúhóteps, hinum fremsta spámanni og kunnáttumanni, er uppi hefur verið«. XII, Pótt undarlegt megi virðast, þegar á all er Iitið, þá varð þessi Nílarferð mín einhver hin skemtilegasta og fróðlegasta ferð, sem e#

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.