Fréttir

Útgáva

Fréttir - 16.08.1918, Síða 2

Fréttir - 16.08.1918, Síða 2
2 F P E T T I R Marteinn málari. Eftir Charles Garvice. (Frh.) Eg er hrædd um að hann hafl verið gef- inn fyrir spilamensku, þó að Lúísa gæti haft nokkurn veginn taumhald á honum, meðan hennar naut við, en síðan hún dó, hefur hann leiðst út í þetta aftur, og hefur hann víst farið til Monte Carló og eytt aleigu sinni þar. Þó ótrúlegt sé, þá var mér sagt að hann hefði staðið uppi allslaus, og var það ef til vill öllum fyrir beztu, að hann dó loksins í eymd sinni í einu úthverfi Parísar, þar sem hann var þá staddur. Mér var skrifað frá Englandi að hann væri þar, svo að eg skrif- aði honum þangað, og komst þá að því hversu alt var komið. Það virðist svo sem hann hafi lifað við örbirgð seinustu níu mán- uði ævi sinnar, og hefði sjálfsagt verið hægt að líkna honum eitthvað, en þú getur ekki imyndað þér, hvað hann var drambsamur og ókvartsár. — Þrátt fyrir alt þetta böl og basl er það þó ánægjulegt, að sonur hans befur sezt að í Kanada og er í góðum éfnum, að minsta kosti sem stendur. En hann átti líka dóttur, Charlottu Sheldon, allra indælustu stúlku, og er hún forkunnar fögur og tiguleg sem ein af hinum gömlu líkneskjum Grikk- lands. Er því mjög mikið látið með hana, en eg held að það væri nú réttast að láta hana dvelja á rólegu sveitaheimili um tíma, og eg hef ásett mér að líta eftir henni eitt eða tvö ár að minsta kosti. Mér hefur verið sagt að hún ætti einhverjar námur, og gæti henni því ef til vill áskotnast nokkurt fé, en þú veizt, góða mín, hvað eg er ófróð um öll þessi peningamál. — Hvað sem öðru líður, þá ætla eg nú að koma til Greymere sem allra fyrst, og heimsækja ykkur, eins og lengi hefur stað- ið til, og vona, að eg megi hafa Charlottu með mér. Þú getur ekki ímyndað þér hvað hún er skemtileg og upplífgandi. — Að svo mæltu kveð eg þig, kæra Rósamunda, og bið þig að bera föður þínum og bróður kveðju frá þinni elskandi frænku Mildriði Blair«. sÞarna er Mildríður frænka lifandi komin«, sagði Guy Fielding ólundarlega. »Hún tekur ráðin af öllum sem hún kemst í kynni við. Líklega er þessi Karólína, eða hvað hún heitir, einhver tepra og tilhaldsrófa — nokk- urs konar frú Jenny í nýrri útgáfu. Eg minn- ist þess, að frænka sagði að hún væri göfug kona á sinn hátt, svo að eg ímyndaði mér að hún væri hvit fyrir hærum og klædd í silki og safala, en svo þegar til kom þá hélt eg að þetta væri daglaunakonaa. »Ósköp er að heyra til þín, Guy«, sagði Rósamunda — »faðir hennar, sem er ný- dáinn! Þú heyrðir að það stóð í bréfinu að hún væri viðfeldin og skemtileg —« »Æ, vertu ekki að því arna, Rósamunda. Mér er ómógulegt að vera hrifinn af þessu spilafífli i Monte Carló«, sagði Guy og fór að lesa bréf sín á ný. »Eg held að það verði okkur til ánægju að fá hana hingað«, sagði Rósamunda og skifti sér ekki af andmælum bróður síns. »Hpn getur varla haft mikið um sig fyrst um sinn, og get eg þá sýnt henni bygðina héma. Eg get beðið Gregsons fólkið að lofa henni að skoða höllina, og svo er kirkjan og prests- setrið; það verður að hafa ofan af fyrir henni með einhverju, þegar faðir hennar er dáinn — en hvað er þetta, Guy? Hvað gengur á?« ======= Frh. Flugrnaðurinn. Eftir T-firdoll Kequadt. * (Frh.) Eg leit niður fyrir mig, og stór akur var fyrir neðan okkur. Ágætt! 200 stikur áfram! Eg lét flugvélina svífa til jarðar. Við færð- umst nær og nær, og gátum nú greint það sem fyrir neðan var. Nokkrir hermanna vorra í gráum einkennisbúningi komu nú hlaup- andi. Eg hækkaði lítið eitt flugið. Lét síðan flugvélina svífa niður á ný, hækkaði flugið aftur, sveif siðan alla leið til jaTðar. Síðan athugaði eg vélina. Stórt sprengikúlubrot hafði dottið ofan á belginn. # Stórskotaliðs-njósnir. Miklar eru þær skyldur, er þeim tnanni eru lagðar á herðar, sem er foringi/ stór- skotaliðs-njósna. Þær eru hið hættulegasta og erfiðasta allra starfa flugmannanna. Þeir þurfa að verða þess vísir, hvar stórskotalið óvin- anna hefur bækistöðvar sínar, til þess að hægt sé að koma í veg fyrir áform þess og beina að því skotum. Stöðvarnar eru gerðar svo líkar umhverfinu, að öðrum er ekki fært að finna þær en þeim, setri geta bygt á reynzlu í þeim sökum. Þess vegna fellur aðalstarfið í skaut athuganamanninum, en til þess að hann geti hafst nokkuð það að, er að gagni megi koma, verður stjórnandi flugvélarinnar að stýra henni sem bezl hentar. Eigi nægir það, að þessir starfsbræður tali hver við annan, heldur verður og að vera ósjálfráð samvinna þeirra á milli. • Pegar athuganamaðurinn hefur orðið ein- hvers vísari, sem að gagni má koma, þá verður hann þegar að gefa hernum merki um það. Ef athuganamaðurinn er vaninn og vaxinn starfi sínu, þarf hann sjaldan að fljúga lengi til þess að verða einhvers vísari. Þegar ekki liggur mjög mikið á, ber það við, að athuganamaðurinn geymir upplýs- ingar sínar, ella er hernum oftast gefið merki þegar í stað, oftast með því að láta falla niður sprengikúlu. Þá tekur stórskotaliðið að skjóta á þann stað, sem sprengikúlan féll niður á. Fyrsta skotinu er skotið 100 stikum of langt, næsta 100 stikum of stutt. Síðan rann- sakar flugmaðurinn hvar skotin hafi hitt, og gefur síðan stórskotaliðinu merki um það. Síðan er tveim skotum skotið á nýjan leik, og síðan gefur athuganamaðurinn merki um það, hvern veg farið hafi. Þann veg er haldið áfram, unz stórskota- liðið er orðið þess full-víst, hvert það skuli beina skotum sínum. Að því loknu heldur flugmaðurinn af stað. Venjulega þarf eigi nema nokkur skot til þess að gera að engu stórskotaliðs-stöðvar, sem flugmenn finna og gefa merki um. Hætta sú, sem flugmennirnir stofna í lífi sínu, stafar ekki að eins frá flugmönnum ó- vinanna, heldur og stórskotaliðinu. Nú mun eg skýra frá hinni hættulegustu ferð, er eg hef farið í þarfir stórskotaliðs- njósnanna. Vér vorum að leitast við að komast yfir Weichsel-fljótið í nánd við ána Pilika. Rúss- ar vörðust vel og orrustan stóð sem hæsf. Stórskotalið beggja herjanna var að verki. Rússar leituðust við að hefta för þýzka fót- gönguliðsins, en vér reyndum af fylsta megni að gera að engu virki þeirra. En Rússanum var ekki um það gefið að láta undan síga. Ein stórskotaliðssveit þeirra gerði fótgöngu- liði voru hið mesta tjón og tókst oss eigi að hefta skothríðina, því að vér vissum eigi hvar sveit þessi hafði stöðvar sínar. Fyrst var sendur flugmaður einn í njósnar- ferð, og kom hann aftur jafn nær, og at- huganamaðurinn mjög særður. Þá var mér skipað að leggja af stað. Flaug eg nú í lof^ upp svo hratt sem eg mátti, og nam eigi staðar fyr en 2000 stikur frá jörðu. Veður var bjart og heiður himinn, en púðurreykurinn og moldrykið hvíldi sem gul- leit slæða yfir enginu. Weichsel var sem silfurborði á gráhvítu klæði. Beggja megin fljótsins gat að líta þykka reykjarmökku. Þeir þutu sem örskot yfir landið, þarna einn, þarna margir, þarna smáir, þarna stórir. Allir lögðu þeir af stað með geysihraða, en sinátt og smátt hægðu þeir á sér og dreifðust. Þetta gat að líta allan fyrri hluta dagsins. Við vorum beint uppi yfir fljótinu. »Hér hljóta þeir nú að vera — einhversstaðar á þessu svæði«, mælti félagi minn. Eg leit til jarðar. Landið hsfekkaði eftir því sem lengra dró í austur frá Weichsel. Þar voru engi víð og akrar nokkrir, og á einstöku stað gat að líta gil og grafir. Þeir hljóta að hafast við í giljunum! hugsaði eg. Félaga mínum hlýtur að hafa dottið hið sama i hug, er hann kall- aði til mín. Eg tók nú að sveima um loftið, fram og aftur, 2000 stikur frá jörðu. Félagi minn gaf gætur að landabréfum sínum og sjónaukum, og við og við gaf hann mér bendingar um stjórnina. Skothríðin dundi umhverfis okkur, og varð altaf ákafari og ákafari eftir því sem við sveimuðum Iengur. Hávaðinn og gauragangurinn var ógurleg- ur, og sprengikúlurnar þutu alstaðar um- hverfis okkur. Var ýmist sem gelt væri, hvísl- að, urrað eða öskrað, og við þetta bættist svo vélarskröltið og ýskrið í skrúfunni. Pif—paf!! — Zisch — bums! — rums! — krax — pitsch — tsch — tschtsch — tschtscht — prsss — sssss — hui — sitsch — schtscht — sssummlt — ssst — ssst — ssst — sst — þann veg hvein i loftinu í sprengikúlum, brotum og hylkjum þeirra kúlna, sem ekki voru sprungnar, svo að varla varð greint hvað frá öðru nema af vönum mönnum. Stundum var skolið á okkur úr stórum fallbyssum, og var þá svo mikill loftþrýst- ingur, að flugvélin skalf og skektist, og hrap- aði stundum langa leið niður á við. Eitt sinn komumst við inn í hvirfisvind, sem eg gat á að mundi verið hafa þann veg farið, að ein hinna stóru kúlna vorra manna hafi fallið niður úr 6—8000 stikna hæð, og hrifið flugvélina inn í hringiðu sína um leið og hún fór fram hjá. Mér er það ávalt í minni, er flugvélin þaut af stað niður á við og hringsnerist í sífellu. Við þutum um þetta sprengikúlna-viti með tveggja rasta hraða á mínútu — 33 stikna á sekúndu. Eg reyndi sem mér var unt að láta vélina knýja oss út úr hringi,ðunni. Eg vissi að það var að eins tilviljun, ef féndurnir hittu oss - en ekkert var samt líklegra, því að alstaðar umhverfis var loftið þrungið sprengikúlum og kúlnabrotum. Smátt og smátt fann eg óþægilega og ógn- um þrungna tilfinningu gagntaka mig, en samt sem áður vann eg verk mitt kaldur og harður sem vélin, og styrkur og stæltur sem væri eg úr járni gerr. Frh.

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.