Fréttir

Tölublað

Fréttir - 02.09.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 02.09.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTlR Marteinn málari. Eflir Charles Garvice. (Frh.) »Og viljið þér nú ekki segja mér eitthvað af trúlofun yðar?« spurði hann, þegar hún virtist hafa lokið máli sínu. Rósamunda roðnaði við og leit undan. En hann gekk á hana, og tók hún þá að segja honum allan aðdragandann að trúlofun sinni og bar ört á. »Eg er trúlofuð Tom Gregson«, sagði hún, »en hann er sonur herra Gregson’s, sem keypti Greymere-höllina. Við Tom höfum verið trúlofuð í viku, og erum mjög ánægð hvort með annað — sérlega ánægð — og unnum hvort öðru, skal eg segja yður —« Hún þagnaði skyndilega, því að hann starði á hana eins og hann ætíaði að komast fyrir hinar leyndustu hugrenningar hennar. »Tom er allra-bezti piltur«, hélt hún áfram, en leit undan til þess að forðast rannsóknar- augu hans. »EIskið þér hann?« spurði Marteinn, og gerði þannig enda á lofræðu þeirri, sem hún hefur líklega ætlað að halda um Tom. Rósamunda var í vandræðum með svarið, því að hún hafði ekki einu sinni gert sjálfri sér grein fyrir þessu. Hún hafði ávalt verið A’ön því í fyrri daga, að bera öll sín vanda- mál undir sinn gamla vin, Martein, en aldrei hafði henni komið slíkt til hugar gagnvart Guy bróður sinum, því að hún hafði aldrei borið slíkt traust til hans sem Marteins, eða verið honum eins samrýnd, þó að Marteinn væri talsvert eldri. Þótti henni því mikið í það varið að verða fyrst til þess að fagna lieimkomu Marteins, og vildi alt gera til þess að létta hugarstríð hans, og datt alls ekki í hug að það gæti komið í neina bága við tilfinningar Toms, eða vakið afbrýði hans. Samt sem áður varð henni ógreitt um svqr við spurningu Marteins, því að hún hafði aldrei lagt sömu spurninguna fyrir sjálfa sig. »EIskið þér þennan unnusta yðar?« spurði Marteinn enn á ný með dæmalausri þrákelkni. »Já — það held eg«, svaraði hún vand- ræðalega, og skildi sízt í, að henni lá við að fara að gráta. »Okkur þykir verulega vænt hvoru um annað, megið þér trúa —«. Henni varð orðfall, og furðaði hún sig á, að hún skyldi ekki geta sagt annað en þetta sama upp aftur og aftur. »Já — eg skil það«, sagði Marteinn, og leit nú loksins af henni, því að hann þóttist nú vita fyrir víst, að grunur sinn hefði við rök að styðjast, og að hún hefði heitbundist syni auðmannsins til þess að koma í veg fyrir að faðir sinn yrði hrakinn burt af óð- ali sínu, og af því að hún ímyndaði sér að Tom mundi reynast jafn-góður eiginmaður sem kunningi. Að öðru leyti var henni alls ókunnugt, enn sem komið var, hvað veruleg ást væri, eftir allri frásögu hennar að dæma. »Og segið þér mér nú eitthvað af mótlæti þvi, sem yður hefur borið að höndum, Mar- teinn«, sagði hún, og var fegin að hann horfði ekki lengur á hana sömu rannsóknaraugun- um. Hann reis snögglega á fætur og vakti seppa af værum draumum um veiðar og kjötkrásir. »Þér verðið of-sein til morgunverðar«, svar- aði hann út af. »Raunasaga mín getur beðið betri tíma — það er ekkert hætt við að hún gleymist fyrst um sinn hvort sem er«. Henni sárnaði þessi útúrsnúningur hans, því að henni fanst hann vilja hrinda sér frá sér fyrir fult og alt, og grunaði hana sízt að hann hafði aldrei þráð vináttu hennar jafn- heitt og nú, þó að honum væri nú með öllu meinað að láta tilfinningar sínar gagnvart henni í ljósi. Hafði honum orðið það ljóst meðan hann sat þarna og horfði á hana, að hann hafði i raun og veru ávalt elskað þessa stúlku. Hún var altaf í huga hans, þegar hann hugsaði heim til Englands, og hið eina sem gat knúið hann til þess að snúa heim aftur, var vonin um að fá að líta hana enn á ný, þó að hann byggist ekki við að verða nokk- urn tíma ástar hennar aðnjótandi. Hann tók bliðlega um báðar hendur henn- ar og horfði framan í hana. »Rósamunda«, sagði hann. »Þér verðið að vita fyrir víst að þér elskið unnusta yðar, áður en þér gangið að eiga hann«. Að svo mæltu sneri hann sér við og skildi hana þarna eftir, en hún mændi á eftir hon- um spyrjandi augum, og skildi ekkert i, hvað hann gat verið bæði blíður og kaldranalegur i senn. VIII. Rósamunda sá Martein nú ekki í tvo daga, þó að hún leitaði hans tvívegis á fornum stöðvum þeirra, og ekki kom hún sér að því að ganga heim á herragarðinn gamla, með því að hún óttaðist, að Marteinn kynni að álíta það áleitni af sér. ■ Hún gat um það heima hjá sér, að hann væri kominn aftur, og varð faðir hennar bæði forviða og þótti sér misboðið. Hann hafði þekt Martein frá barnæsku, og áleit það hreina og beina ókurteisi af honum að hafa ekki heilsað sér og heimsótt sig. »Hvað gengur honum til þess að haga heimkomu sinni svona afkáralega?« spurði hann. »Að hugsa sér að hann skuli vera bú- inn að vera heima allan þennan tíma, án þess að láta svo lítið að koma hingað og heilsa mér!« »Eg er viss um að hann gerir það bráð- lega, faðir minn«, sagði Rósamunda með hægð, »en þú verður að vera þolinmóður«. Voru nú lagðar ýmsar spurningar fyrir Rósamundu viðvikjandi Marteini, svo sem hvers vegna hann hefði engum skrifað, hvar hann hefði alið manninn og hvers vegna að hann væri kominn aftur til Greymere, og gat hún ekki leyst úr neinni þeirra. »Eg veit svo sem ekkert um hann«, svar- aði hún stillilega, »annað en það, að hann er orðinn mjög breyttur og virðist hafa ratað í einhverjar raunir«. Féll þetta þá niður um stund, en eigi fór *það úr huga Sir Ralph’s að heldur. Daginn eftir að Rósamunda hitti Martein i skóginum, kom Tom Gregson enn á ný til þess að fá hana til að aka með sér í vélar- vagninum. Veðrið var yndislegt, og ætlaði Tom sér að aka til kalksteins-hella nokkurra, sem voru skamt frá Silfur-tjörninni. Þau höfðu með sér nesti, og ætluðu að matast við tjörn- ina, og snúa svo heim aftur til Greymere um kvöldið. Tom vissi að tunglskin mundi verða, og mintist þess, hve Rósamundu hafði áður þótt skemtilegt að aka eftir angandi trjágöngunum, ýmist i skugga eða glaða tunglsljósi. En í þetta skifti virtist hún ekki hlakka eins mikið til þess, því að hún var altaf að hugsa um samfundi þeirra Marteins. Hafði hún einsett sér að segja Tom frá því öllu saman, og leyna hann engu, og áleit það skyldu sina gagnvart tilvonandi eigin- manni sínum. Regar þau komu að Silfur-tjörninni réðu þau af að ganga í hellana áður en þau möt- uðust, og höfðu þau skoðað að eins einn eða tvo þeirra, þegar Tom vék sér skyndilega að Rósamundu og einblíndi á hana. »Hvað gengur að þér, Rósamunda?« spurði hann. »Þú ert eitthvað svo alvörugefin i dag, rétt eins og þú þráðir eitthvað út af lífinu, eins og María mundi komast að orði«. »Ó, það er alls ekki neitt«, svaraði Rósa- munda, »en þó er það lítilræði, sem mig langaði til að minnast á við þig«. Tom ætlaði að segja að þetta hefði sig grunað, en hætti þó við það, því að hann var í sífeldum efa um unnustu sína. Hann var ekki viss um að hún elskaði sig, og var si-hræddur um, að hún mundi þá og þegar komast að þeirri niðurstöðu að sér hefðu orðið mislagðar hendur, þegar hún tók hinu óvænta bónorði hans. Hann leiddi hana þegjandi út úr hellinum ofan á heiðgulan sandinn við tjörnina. »Við skulum setjast hérna, góða mín«, sagði hann blíðlega um leið og þau komu að steini nokkrum, sem þau gátu tylt sér á. Hún samsinti því, og þögðu þau svo bæði um stund. Alt í kring var náttúran svo un- aðsleg sem á varð kosið, en Rósamunda skeytti því engu, og hugsaði ekki um annað en manninn, sem sat niðurlútur í hálf-dimmu herberginu. — Loksins rauf hún þó þögnina og sagði: »Eg gekk tii herragarðsins hérna um kvöld- ið«. »Varstu ein?« spurði Tom. »Já«, svaraði hún. »Mig langaði svo til að forvitnast um ljósið, sem við sáum, og eg var hrædd um að þið faðir minn munduð aftra mér, ef eg segði ykkur að eg ætlaði þangað, svo að eg laumaðist burtu án þess nokkur vissi. Eg var svo hrædd í fyrra skiftið sem eg fór, að eg komst ekki langt, þvi að all var svo undarlegt í tunglsljósinu og þyturinn í skóginum svo ægilegur, að eg hljóp heim aftur eins og fætur toguðu. Þér að segja sýnd- ist mér eg sjá eitthvert voðalegt mannsandlit gægjast út á milli trjánna og horfa á mig, en það var víst ekki annað en vitleysa«. Hún þagnaði um stund, og beið Tom með óþreyju eftir framhaldi sögunnar. »Nú — nú, eg ætlaði mér ekki að láta þar við sitja, og lagði svo af stað aftur fyrir einu eða tveimur kvöldum. í þetta skifti var eg alls óhrædd, og þegar eg kom að húsinu sá eg að einn glugginn var opinn. Eg læddist upp sligann og sá alt í einu ljósglampa leggja út úr einu herberginu, sem bafði áður verið lestrarstofa Dungals eldra. Gekk eg svo þang- að inn eftir litla bið, því að eg heyrði eitt- hvert hljóð, eins og einhver væri þar, sem tæki út þjáningar, og þar hitti eg —« »Dungal, býst eg við«, greip Tom fram f. »Já, en ekki sama manninn sem eg hafði þekt fyrir átta árum. Hann er að visu jafn- laglegur enn, en svipurinn er þunglyndislegur og sorgbitinn. Hann var fölur i andliti og tekinn til augnanna, og virtist vera mjög harmþrunginn. Eg bað hann að endurnýja kunningsskap okkar, og neitaði hann því í fyrstu, og var eilthvað að tala um, að hann væri einstæðingur og einmana. Morguninn eftir hitti eg hann af tilviljun í skóginum, og sagði honum þá meðal annars frá trúlof- un minni«. Frh.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.