Fréttir

Tölublað

Fréttir - 02.09.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 02.09.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR JF'réttir. Kosta 5 anra eintakið í lansasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. a mánndl. A.\xgrlýsinga-verO: 50 aura hver centimeter í dálki, miöaö viö fjórdálka blaðsíður. Aígreiðsla í Awstur- Strœti 18, síitti 316. Yið anglýsingnm er tekið á af- greiðglnnni ogr í prentsm. öntenberg. Útgefandi: ITélag í Pteylcj avílc. Ritstjóri: Guðm. Gnðmundssou, sbiáld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka daga á Óöinsg. 8 B uppi á lofti. (Framhald af 1. siðu.) Alþingis, og móti því kotni trygg- ing gegn álögum yfirvofandi skatta- löggjafar. Að öðru leyti hafa smám saman fyrirætlanir þessar vaxið mjög. Svo sem fyrr er sagt, á að leggja ýmsar járnbrautir, t. d. frá Reykja- vik til Þingvallavatns, þar sem afl- stöðin á að standa, og aðra járn- braut norður. Víðsvegar á að setja aflstöðvar, sem ýmist eiga að fram- leiða strauma til þess að nota sem aflgiafa í saltpétursverksmiðju fé- lagsins, eða veita aflstraum til ýmissra íslenzkra fyrirtækja, eða lýsa og hita íslenzka bæi, Elds- neytisskortur vofir þar mjög yfir, og á því meini á að reyna að ráða bót með rafmagni; getur það orðið óvenjulega þýðingarmikið fyrir ísland í mörgu tilliti að raf- magn verði notað þar. Undirbúnings er þegar tekið til og í sumar verður honum senni- lega lokið.« Svo mörg eru þau orðl Hvað er í íréttum? Sterling kom í gærkvöldi. Meðal farþega voru þingmennirnir Björn Kristj- ánsson bankastj., Jón á Hvanná, Þorst. M. Jónsson, Pétur Jónsson, Einar Árnason, Magnús Kristjánss., Björn Stefánsson, Sigurjón Frið- jónsson og Sigurður Jónsson ráð- herra með frú. Enn fremur Kristján Jónsson dómstjóri, Vigfús Einars- son stjórnarráðsfulltrúi og frú, Einar Kvaran rithöf. og frú, Egg- ert Briem frá Viðey, Sigurður Gunnarsson præp. hon. og dóttir hans, Þorsteinn Jónsson kaupm. og frú, Karl Guðmundss. kaupm. Stöðvarfirði, frú Hansen frá Seyð- istirði, ungfrúrnar Annie Helgason, Snorra Benediktsdóttir, Asta Sig- hvatsdóttir, Kristjana Pétursdóttir, Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Akur- eyri, Louisa Norðfjörð og Elín Krisljánsdóttir, frú María kona Hallgr. Kristjánssonar, Ólafur 0. Lárusson læknir, Sig. Ó. Lárusson cand., Sigurjón Markússon sýslu- maður, Guðm. Vilhjálmsson, Árni óia blaðamaður, Óskar Jónsson Jón Sigurjónsson og Jón Þórðarson Símfréttir. Opinberar símskýrslur. I. tioftslceyti frá, París. 31. ágúst kl. 15. Hernaðaraðstaðan á vígstöðvum Frakka: í nótt var áköf stór- skolahrið við Canal du Nord fyrir norðan Noyon og milli Ailletle og Aisne. Stór gagnáhlaup Þjóðverja í Champagne hafa ekki borið neinn árangur. 1. sept. kl. 0.05. í gær hélt orrustu áfram með afskaplegu mannfalli i grend við Canal du Nord og fyrir norðan Soissons. Hersveitir Frakka hafa sótt á smátt og smátt og tekið stöðvar hverja á fætur annari, er Þjóðverjar hafa varið með mestu hreysti. Frakkar háfa haldið áfram sókninni í Champagne á bökkunum við skurðinn. Áhlaup Pjóðverja hafa verið sérstaklega grimmúðug hjá Chei>i/Zy-þorpi, sem rui er loks algerlega á voru valdi, eftir að Þjóð- verjar hafa tekið það aftur tvisvar. Frakkar hafa tekið 200 fanga. Frakkar hafa enn af nýju tekið svæði af Þjóðverjum fyrir norðan Happlincoört og Morlincourt. — Fyrir norðan Soissons hafa Frakkar tekið Juoigny og Crouy, og ráðist á Lisieres fyrir vestan Leury. II. Loftskeyti frá, Berlín. 31. ágúst kl. 23. Fyrir sunnan Arras hafa áhlaup Breta mishepnast. Barist er fyrir norðan Somme. Beggjamegin við Noyon og milli Oise og Aisne hafa Frakkar hafið áhlaup síðdegis i gær eftir hina grimmustu stórskotahrið. Opinber símskýrsla frá Wien s. d. segir: í Judicarien á ítölsku vigstöðvunum hafa njósnarliðssveitir vorar unnið vel á. iMcry'o-fjalI fyrir austan Tasubio var í gær. um tima á valdi óvin- anna. --- Varnarlið vort varð að hörfa fyrir meira en tveggja klukku- stunda stórskotahríð og skotgrafaeldi og tókst ítölum þannig að kom- ast í skotgráfir vorar. Kom oss þá ýmiskonar liðstyrkur, svo vér gátum rekið óvinina aftur af höndum oss eftir harða viðureign. Féllu þar 200 manns af ítölum, en um 100 voru teknir höndum. Frá Albaníu ekkert nýtt að frétta. í bensínleysinu biðja menn um bíla á Nýja-Landi, sími 367 Mapús Shftfeld Stefán Jöhannsson J5 Hugfró 5* prentarar, Pétur Bóasson, Felix Guðmundsson, Kristján Blöndal frá Sauðahvoli, húsfrú Margrét Jónsdóttir frá Höskuldsstöðum og húsfrú Guðlaug Pálsdóttir frá Gils- árstekk, dr. Alexander Jóhannes- son o. m. fl. Síldveiðin er að glæðast á ísafirði. V/b. ísleifur kom í gærmorgun með 150 tn. í herpinót, og 7 bátar smærri og stærri með 30—100 tn. hver úr reknetum. Veiðst hefur í rek- net talsvert undanfarna daga. Nýtt ættarnafn. Páll Guðmundsson stud. med. frá Torfalæk á Kolkumýrum (þ.e. Ásum í Húnavatnss.) hefur fengið stjómarráðsstaðfestingu á ættar- nafninu Kolka. Alþingi verður sett i dag kl. 1 e. h. Yillemoes fór á laugardaginn áleiðis til Ameríku. Lamlstjarnan Eigandi hennar kaupm. P. P. J. Gunnarsson hefur beðið blaðið um að geta þess við lesendur sína, til að fyrirbyggja misskilning út af auglýsingu, er blaðið flutti á dög- unum frá téðri verzlun, að ástæðan fyrir því, að verzluninni var vísað á dyr, sé þessi: Verzlunin hefur verið rekin á »Hótel ísland« i rúm sex ár og hefur náð óvenju mikilli almenn- ingshylli, hafði sem sagt »komið sér svo vel« við sína viðskiftavini, að hinn nýi meðeigandi Hótel ís- lands, hr. R. P. Levi, lét ekki standa á sér að visa þessum keppi- naut sinum á dyr strax er leigu- samningurinn var úti. Þessi djúpvitra herkænska stétt- arbróðursins verður þó væntanlega Laugaveg 34. Sími 739. Selur í fjölbreyttu úrvali: Tóbakivörnr. Sælgæti, Gosílrykki, ÖI, Reykjarpípui', Tóbakspung-a, o. m. fl. Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim. ekki til þess, að landstjarnan hverfi úr sögunni að sinni. Mjólkin í bænum. Vikuna sem leið hefur mjólkin farið talsvert "minkandi í bænum. Búðirnar hafa hafa haft á boðstól- um sem svarar 1000 lítrum á dag, suma dagana lítið eilt meira og aðra dagana minna. Mjólk kemur nokkur oían af Kjalarnesi, en sá flutningur er stopull og kemur suma dagana ekkert þaðan. Af- gangur mun hafa orðið dálitill af mjólk í fyrstu, en nú er hann orðinn mjög lítill, þegar búið er að kaupa út á seðlana, og stopull er þessi afgangur vegna þess, hvað mjólkurframleiðslan er misjöfn. Síldin. Svo er sagt að á ísafirði hafi komið á land um 17 þús. tunnur af sild i sumar. Ribsberjavöxtur er alveg óvenju mikiil í sumar. Eru berjaklasarnir nú sem óðast að roðna og þroskast. Stingur þetta mjög i stúf við gróðurbrestinn á öðrum sviðum á þessu sumri. — Ef til vill mun garðræktin heppn- ast vonun\ fremur, enn ekki er það fullséð enn. Kornvðru- og syknrseðlum er nú útbýtt þessa dagana á seðlaskrifstofunni og gilda þeir til ársloka. Steinolíuseðlum er Uka úthlutað er gilda í 6 mánuði, þ. e. frá 1. þ. m, til febjúarloka næsta ár. Gamla brauðseðla má nota á meðan á skiftunum stendur eða þangað til á föstudaginn núna í vikunni, en þann dag skulu menn hafa sótt sér nyja seðla og skilað hinum gömlu.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.