Fréttir

Tölublað

Fréttir - 15.10.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 15.10.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR Kirsch liðsmaðar í erlendu liðsyeitinni í her Frakka. fílœfraför frá Kamcrnn til skotgrafanna þýzkn, ófriðarárið 1914—15. Eftir Hans Paasche. (Frh.) Það fyrsta sem yfir-fangavörðurinn tók sér fyrir hendur, er við komum, var að skipa okkur að fara út í garðinn og fara úr öllum fötunum. Síðan spurði hann okkur, hvort við hefðum nú látið alt af hendi. Alt sem var í vösum okkar var frá okkur tekið, peningar, tóbak, vasahnífar og eld- spýtur. Síðan rannsakaði karlfjandi sá, hvort við leyndum engu uppi í okkur. Fangaklefinn var bæði kaldur og illur. Rottur og mýs röskuðu og ró okkar. Klukk- an sex að morgni vorum við vaktir. Var okk- ur þá borið kaffi og brauð. Eftir hálftíma hófst vinnan. Var mikill munur gerður á Frökkum og hermönnum erlendu liðssveitarinnar. Hlutu hinir síðarnefndu alla verstu vinnuna. Vorum við látnir þrifa sorpræsi og vinna ýmiss lík eða jafnvel verri störf. Margir örmögnuðust, Við urðum að vinna í fullum herklæðum, og sandur var látinn í skotfæratöskur okkar. Sverð fengum við eigi að bera, svo að við freistuðumst ekki til þess að bera vopn á yfirmenn okkar. Vinnan, og öll meðferð fanganna, var hræðileg. Sá eg nú að eigi var ofsögum sagt af hörmungum þeim, sem erlenda liðssveitin þarf að þola. Vesalings fangarnir eru algjör- lega háðir öllum dutlungum fangavarðanna, og þeir geta dæmt þá til margra daga hegn- ingarvinnu, ef þeim verður eitthvað á. Urðu margir örmagna sakir erfiðisins. Var þeim siðan boðið að standa upp. Ef þeir hlýddu ekki þegar í stað, gekk til þeirra fangavörður og mælti: . Charles Garvice: Marteinn málari. 292 illi eftirvæntingu unz þeir heyrðu fótatak prests í stiganum. »Kannske þér vilduð heldur mæta hon- um í forstofunni og tala þar við hann í ein- rúmi«, sagði frú Brownwood við lögreglu- manninn, en hann tók þegar þessari bend- ingu og gekk út úr stofunni. Skömmu síðar heyrðu þau, að útidyrunum var lokað og kom lögreglumaðurinn þá inn aftur. Hann tók sér sæti með mestu rósemi, þó að allir horfðu á hann forvitnisaugum, og sagði svo: »Eg held að það sé ekkert að græða á hinum háæruverða föður, en hann bað mig að bera ykkur kveðju sína og sagðist þurfa að flýta sér í burt í áríðandi embættis- erindi«. »Fékkst bann ekki til að segja yður hvað sjúklingurinn vildi honum?« spurði Charlotta eftir nokkra þögn. »Það stríðir á móti reglum þeim, sem trúarbrögð hans skipa fyrir«, svaraði lög- reglumaðurinn. »0, hvaða vitleysa!« sagði frú Brownwood og fékk nú sömu óbeitina og áður á »ka- þólskunnk. »Hann hlýtur þó að vilja greiða götu rétt- vísinnar«, sagði Tom eftir nokkra um- hugsun. »Ekki held eg það«, sagði lögreglumaður- »Nú tel eg einn, tveir, þrír. Ef þú verður ekki staðinn upp er eg nefni þrjá, þá verð- ur þú dæmdur til nýrrar hegningar fyrir sak- ir óhlýðni«. Læknir einn var látinn vitja fanganna. En það var að eins gert til málamynda. Er þeir báru upp fyrir honum vandræði sín, svaraði hann ávalt kæruleysislega. Hélt hann síðan leiðar sinnar. Alt útlit hans bar þess vott, að hann reyndi að njóta í sem fylstum mæli gæða lífsins, sem og fjöldi franskra herlækna. »En sú heimska«, hugsaði eg, »að hver einasti maður skuli vera nefndur læknir, ef hann hefur sýnt það, að hann ber nokkur kensl á lyf, þótt hann sé allskostar óhæfur til þess að lækna nokkurn mann, og vanti ef til vill til þess allan vilja«. Fangavörðurinn hafði svift mig ábreiðu minni, fyrir þær sakir að mér hafði orðið eitthvað smávægilegt á. Eg kvartaði við lækn- inn, og sakir þess hve klefinn var kaldur, varð hann að skipa fangaverðinum að fá mér það aftur. Var honum það þvert um geð. Síðan bar það við oftar en einu sinni, að hann kom inn til mín, hvort heldur var að dags eða næturlagi, og þefaði í allar áttir. Fullvissaði eg hann um að eg hefði alls ekk- ert reyktóbak, og hann hefði sjálfur rann- sakað mig. En hann mælti: »Þú lýgur þessu, úrþvættið þitt«. Síðan lét hann mig í hvert skifti fara út í garðinn og fara úr hverri spjör. Þarna var eg um jólin. Voru þau hin ömurlegustu. Hvergi var frið að finna i heim- inum, en þúsundir manna glöddust þó, og reyndu að gleyma hörmungunum. En við fangarnir gátum alls engan dagamun gert okkur. Á aðfangadagskvöldið heyrði eg sung- inn jólasálm í stofu einni langt frá minni. Söngur þessi var hið eina er minti á há- tíðina. Yfir-fangavörðurinn drakk sig fullan árla morguns, svo að hann gat eigi neitt ilt að- hafst. Árið áður hafði eg verið á jólunum í Lagos í brezku nýlendunni Suður-Nigeriu. 293 lnn. »Það er ómögulegt að toga nokkurt orð út úr honum þessu viðvíkjandi«. »Hefur sjúklingurinn þá ekki gert jáfningu sina, eða hvert var erindið?« spurði frú Brownwood. »Jú, það held eg að hann hafi gert«, svar- aði Smithson, »en séra Case segist heldur vilja láta hneppa sig í fangelsi en ljóstra því upp«. »Það hlýtur að vera hægt að þröngva honum til þess á einhvern hátt, ekki skil eg annað«, sagði frú Brownwood hugsandi. »Hvernig væri að leita aðstoðar yfirvald- anna?« »Þau mundu tæplega traðka lands lögum og rétti«, bætti Tom við. »Eg vildi þetta hefði verið presturinn minn«, sagði frú Brownwood gremjulega. »Það er svo dæmalaust almennilegur maður«, bætti hún við og vék sér að Charlottu, »og eg er viss um, að hann hefði gert alt sem í hans valdi hefði staðið, til þess að hjáipa okkur«. »En ætli það hefði komið að nokkru gagni?« sagði lögregluþjónninn brosandi. »Eg á við, hvort ítalski maðurinn hefði viljað gera játningu sína fyrir honum. Eg man eftir atviki, sem mér var sagt að hefði borið við nálægt Flórens. Þar lá ítalskur maður, sem var vinnumaður bjá Englendingi, fyrir En hve endurminning þeirra var fögur, er hún var borin saman við þessi jól! Allir Þjóðverjarnir höfðu safnast saman i garði Lehmann’s skósmiðs. Lehmann var mörgum að góðu kunnur þar um slóðir. °Þessar end- urminningar frá Afríku voru mér hugljúfar og hreinar. Nýársdagurinn var þó enn þá ömurlegri heldur en jólin. Þótt sá dagur sé enn þá helgari talinn í Frakklandi heldur en jólin, ®§£sig enginn okkur varða. Við urðum að vera að skurðgreftri frá morgni til kvölds. Frost var mikið og all-ilt að vinna. Sumir fanganna höfðu verðskuldað hegn- ingu, en margir þeirra voru alsaklausir. Eg ræddi eins oft og eg gat við ungan Frakka, sem með mér vann. Hafði hann verið dæmd- ur til viku þrælkunar, sakir þess að hann hafði reitt til reiði undirforingja einn. Hann hafði verið að læknisfræðinámi í Paris. Hafði hann boðið sig i þjónustu hjúkr- unar-sveitarinnar, en hann hatði verið tek- inn í erlendu liðssveitina. Hann var af góð- um ættum og mátti muna tvær ævirnar. Allar hörmungar mínar drógu úr mér dug- inn. En mér til mikillar gleði var eg látinn fyr laus heldur en til var ætlast. Var það að þakka foringja liðssveitar þeirrar, er eg var í. Seinasta daginn sem eg var þarna, sá eg hina verstu forsmán. Fangi einn var bund- inn á höndum og fótum og honum síðan varpað út í garðinn, þar sem var nístandi kuldi. Var hann sakaður um að gera sér upp geðveiki til þess að losna úr fangelsinu. Eg hygg að misþyrmingar og hörmungar þær, er hann varð að þola, hafi gert hann vit- stola, og það hafi engin uppgerð verið. Yfir-fangavörðurinn gerði gys að mér er eg var látinn laus, og hugðist þann veg koma mér til þess að segja einhver ógætnisorð, er hann gæti dæmt mig fyrir í fangavinnu enn á ný. En eg lét háðsyrði hans sem vind um eyrun þjóta. Frh. 294 dauðanum, og til hans var sóttur enskur prestur. Sjúklingurinn var svo að fram kom- inn, að hann mátti ekki mæla og þuldi prestur því nokkrar bænir við rúmstokk hans. Gekk hann síðan burtu, en jafnskjótt sem hann var kominn inn úr dyrunum, lauk sjúklingurinn upp augunum og sagði við hjúkrunarkonuna með veikri rödd: »Stókkv- ið þér vígðu vatni um herbergið«, og það voru síðustu orðin sem hann talaði. Allir fóru áð hlæja að sögunni, og frú Brownwood sagði: »Já, þeir eru frámunalega þröngsýnir, en eg hefði þó aldrei ímyndað mér, að alþýða manna væri svona einstrengingsleg«. »Þvert á móti, frú«, svaraði lögreglumað- urinn. »Hún heldur mjög fast við sínar kreddur, ekki sízt í kaþólsku kirkjunni. Þér hafið líklega aldrei heyrt sögu af írskri kerl- ingu kaþólskri, sem rambaði einu sinni hálf- drukkin inn í kirkju í Lundúnum, þar sem séra — eg man nú ekki hvað hann hét — var að prédika. Hún var hálf-kend, eins og eg sagði, og í miðri ræðunni reis hún skyndi- lega úr sæti sínu og kallaði upp: »Snáfaðu ofan úr stólnum þarna, falsprestur!« En klerk- ur lét sér ekki bilt við verða, og sagði með mestu hægð við meðhjálparann: »Viljið þér ekki biðja konuna um að gera svo vel að ganga út úr kirkjunni!«

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.