Fréttir

Tölublað

Fréttir - 15.10.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 15.10.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR Æ^réttir. Kosta 5 anra eintakið i lausasöla. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. A.ugiý»ingr»verd: 50 aura hver centimeter i dálki, miðað við fjórdálka blaðsíður. AigreiðHla í A.iisti*r- stræti 1-T, Bimi S31. Yið anglýsing'nm er tekið á af- greiðslnnni og i prentsm. Outenberg. Útgefandi: Félatr í Reylc j avili. Ritstjóri: Gnðm. GnðmnndHson, akálcl'. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstimi venjulega kl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. Jökulhlaup af Kötlug-osum. (Nl.) Við gosið 1660 kom um hátta- tíma 3, nóv. jökulhlaup niður að Höfðabrekku, »með ofurmáta mikl- um vatnsþunga«, féll það út í Kerlingadalsá og gekk um 90 metr- um hærra upp í það »takmark er kallast Múli, íyrir austan bæinn á Höfðabrekku«, heldur en hin næstu tvö þar á undan. Hélst vatns- renslið »með misþungum straumi« þar niður, til þess um morguninn hinn 5. nóv„ en svo komu ný hlaup hinn 7. og 8. og þá hljóp á bæinn á Höfðabrekku, sem þá stóð undir fjallinu og braut kirkjuna, en degi siðar sópaðist burl kirkjan og því nær allur bærinn, svo að varla sást steinn yfir steini. Siðan var Höfðabrekkubærinn bygður uppi a fjallinu 480 fet yfir sjó. Hlaupin héldust fram yflr þ. 12. s. mán. Gengu þau eínnig yfir Álftaver og 4 jarðir eyddust þar nærri að tún- um og engjum. Þessi jökulhlaup báru fram kynstur af sandi og grjóti. Það er sagt að eftir hlaup- in hafi verið þur fjörusandur suður af Höfðabrekkuhálsi, þar sem fiski- skip sátu áður við færi á 40 metra dýpi. Þá tók af útræði við Skíp- helli og ströndin jóksf álstaðar mjög á þessu svæði. Jökulhlaupin 11.—12. maí 1721 eru ein hin mestu, er menn hafa sögur af. Hinn 11. maí tók Katla að gjósa kl. 1 e. h., en stundu síðar hljóp jökullinn yfir mest- allan Mýrdalssand; hlaupið klaufst um Hafursey, en aðal-magn þess rann milli hennar og Höfðabrekku- heiðar. Kl. 3 kom annað hlaup miklu meira og bar það svo marga jaka á sjó út, að ekki sást út fyrir isinn af hæstu fjöllum. Síðan losn- aði ísinn sundur og barst vestur með landi alt í Reykjanesröst. — Margir jakar stóðu grunn 3 vikur sjávar frá landi á 140 til 200 metra dypi, þar til er brimið braut þá. Þegar þessi mikli jökull rann fram gekk sjór á land með allri suður- ströndu alt í Grindavík, og tók sumstaðar skip og hjalla, en jakar (Frh. af 1. siðu.) Amerískir blaðamenn eru nú á ferð í Englandi og fengu áheyrn hjá Georg konungi í Sandringham í gærdag. Annar Bandaríkjaherinn hófst handa á laugardag- inn undir forustu Robert Bullard hershöfðingja. Pershing verður há-yfirhershöfðingi alls Bandaríkjahers, en við forustu fyrsta hers þeirra tekur í hansst að Hunter Legget hershöfðingi. ítalir eru nú fimtán enskar milur frá Durazzo, og bandamenn eru í suð-austurhluta Montenegro. Paye, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi er ný- kominn til New-York alvarlega sjúkur. II. J3e**lín 14. október. Berlin: Svar Pjóðverja til Wilsons féll bandamönnum þeirra vel í geð. London: French lávarður skýrði frá því, að af 790 manns á »Leinster« hafi 193 verið bjargað. Eftir skýrslu flotamálastjórnarinnar vantar 335 menn af hinu vopnaða kaupfari »Otranto«, er flutti Banda- ríkjaher, og menn hræddir um að þeir hafi farist. Eim- skipið »Kashmir«, er rakst á »Otranto«, er komið í skozka höfn og hersveitum þeim er á því voru skipað á land heilum á húfi. III. If»a,rís, 14. október kl. 15. Fótgönguliðsorrustur á vesturvígstöðvunum. Sunnan Cateau hafa Frakkar hrakið á norðurbakka skurðsins síðustu leifar óvinanna, er enn veittu viðnám. Spánverjar leggja hald á þýzk skip í spánskum höfnum. Algeymings fögnuð vekur það í blöðunum að Frakk- ar hafa tekið Laon og hásléttuna þar, — þykir sá sigur hinn þýðingarmesti. Mikið er og af því sagt, hve fögn- uður borgarbúa haíi verið mikill, er Frakkar frelsuðu þá úr höndum Þjóðverja. Talsverðar lofttrufianir urðu af nýju í gær kl. 2, og eru því skeyti frá Berlín og Paris stutt og ógreinileg nokkuð, — enda er þetta aðeins ágrip af þeim. — Nú birtast brezk loftskeyti fyrsta sinni — frá Horsea. IV. Berlín 14. október. í fám orðum sagt skýra skeyti Þjóðverja frá færslu þeirra á stöðvum sínum milli Oise og Aisne aftur á bak, og segja alt vel ganga, þrátt fyrir nokkur áhlaup á með- an af bandamanna hálfu. Blöð Svissa segja að nú fái að sjást, hvort Wilson sé alvara með að semja frið samkvæmt yfirlýsingum sínum, eða hann búi yfir hrekkjum og landvinninga- ætlunum. »Times« hefur það eftir Balfour, að eigi sé óliklegt, að unt verði að lúka nú ófriðinum með sæmd. »Manchester Guardian« segir 3/* neðri málstofunnar vilja eindregið frið semja á grundvelli Wilsons. Parísar-blöðin eru eigi jafn friðsamleg sem hin brezku. íhalds-flokksbrotið í prússneska þinginu felst i einu Melodier fra alle Lande. Norges Melodier. Danmarks Melodier. Hjemmets Bog. Alnæs Harmoniumalbum. Harmoninmspillerens Under- holdningsbog. Hver Mands Eje. Grieg Harmoninraalbnm Dnr & Moll. Fæst nú alt heilt og samstætt í IJSjégjærahúslstu. komust 60 metra á land upp í Vestmanneyjum af sjávarganginum. Jökulhlaupið gekk jafn-hátt Höfða- brekkufjalli óg hefur þá verið 200 —250 metra á þykt eða dýpt. Það tók af grasbrekkur allar í fjallinu upp undir hamra og flutti með sér 5 stór björg úr fjalls-öxlinni fyrir ofan bæinn. Hlaupið tók af bæinn Hjörleifshöfða, sem siðar var bygð- ur uppi á hófðanum, flutti burt Drang sem þar var, nærri tvitugan á hæð og annað eins ummáls og sópaði burtu grasi-vöxnum hálsi milli Seldals og Léreftshöfuðs, sem tók yfir 5 kýrfóðursvelli. Þá fylti hlaupið Skiphelli og stiflaði Kerl- ingardalsá. Daginn eftir um morg- uninn kl. 7 kom stórt vatnshlaup með íshrafli yfir hinn háa jökul- skafl er aðal-hlaupið hafði kastað fram og gerði í hann djúpa far- vegi. Kvöldið hinn 17. október 1755 og nóttina eftir hljóp Kötlujökull ákaflega og kvisluðust hlaupin í ýmsar áttir. Aðalhlaupið fór niður milli Hafurseyjar og Höfðabrekku beint á Hjörleifshöfða og klaufst um hann og svo út á sjó. Stóðu jöklarnir á 80 metra dýpi og þar myndaðist nes út í sjóinn af jökl- um, grjóti, sandi og aur. A einum jöklanna var klettur eins hár og »stærsta kirkjan í Mýrdal þótt hún stæði upp á endann.« Árið 1823 hinn 26. júní gaus Katla og jökullinn hljóp. Aðal- hlaupið fór venjulegan veg milli Höfðabrekku og Hafurseyjar, en önnur flóð með jakaburði flæddu yfir Mýrdalssand beggja megin við Álftaver. Mýrdalssandur breyttist töluvert, hækkaði, og jökulkvíslar og farvegir urðu aðrir en fyr. í Álftaveri urðu allmiklar skemdir og bærinn Bólhraun lagðist í eyði. Við seinasta Kötlugos 1860 hinn 8. maí voru hlaupin í minna lagi. Fyrsta hlaupið skiftist um Hafurs- ey, rann nokkuð af því niður far- veg Múlakvíslar, en nokkuð fór austur í Skálm. Miðhluti Mýrdals- sands var auður; siðar fóru þó önnur smáhlaup yfir sandinn miðj- an. 1 hlaupum þessum jókst sand- urinn milli Kerlingardalsár og Hjörleifshöfða sumstaðar nær 800 metra út á við; hlaupin tóku gras- brekkur austan undir Höfðabrekku- fjalli og skemdu engjar og haga á nokkrum bæjum í Álftaveri.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.