Alþýðublaðið - 09.04.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kontir, gerið börnin ykkar hraust Gefið þeim tvver matskeiðar á dag af gufubraeddu lýsi; faest hvergi betra en < matvöruversluninni Von. Nýkomnar birgðir af J'ikul fiski Og rikling. Allar nauðsynlegar kornvörur fyrirliggjandi. Hreinlæt isvörur, fægilögur, ostar, kæfa, smjör, tólg, smjörlfki, dósamjólk, saltkjöt, mikið af mðursuðu, þurk aðir og fe'skir ávextir, hið bragð- góða kaffi, br'nt og malað ex port, kókó, Konsum-suðusúkku- laði, hveiti nr. i, alt tn bökunar Til Ijósa sólarljós, spritt, ekki til að drekka, en drekkum útlenda maltextrakt, gosdrykki, ávaxtavin frá Mími og hinn heilnæma og góða magabitter Kína lifselexir. Margt nauðsynlegt ótalid. Gerið kaup f Von á nauðsynjum yðar Vinsaml — Gunnar S. Sigu ðsson. Lyles-sýröp er best, fæst i Dagsbrúnarfundur (aukafundur) verður á morgun, sunnudag 10, apríl, kl. 6 e. h., í Góðtemplarahúsinu. — Rætt um kaup- gjaldið. — Aðeins meðlimir Dagsbrúnar hafa aðgang að fundinum. Á Laugaveg 26 (skúrnum) er ge>t við slitinn skóíatnað. Vönduð vinna, góð fkil Alþbl. er blað allrar al|iýðu. S t j ó r n i n. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafar Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Jack London'. Æflntýri. þúsund ekrur; þar lærði eg að skjóta geitur og villi- naut. Á Molokai voru stórir skjölaóttir hirtir. Vonn var ráðsmaður á Hokuna. Hann átti tvær dætur á sama reki og eg er, og þar var eg ætíð yfir hitatímann og einu sinni heilt ár. Við vorum hreinustu rauðskinnar/ við stúlkurnar. Eg segi ekki, að við lifðum beinlínis eins og villimenn, en við vorum ákaflega sólgnar í það, að leika þá. Kenslukonan og námsgreinarnar, saumar og matreiðsla flæktist auðvitað alt af fyrir okkur, en eg held að okkur hafi venjulega verið haldið við vinnu með loforðum um hesta og ökuferðir. Vonn hafði verið hermáður og pabbi var gamall sjó- maður, og þeir héldu okkur í aga; en þeir voru þó bara karlmenn, og vegna þess, að engin okkar átti móður á lífi, höfðu þeir voðalegt dálæti á okkur. Þeir voru konulausir og gerðu okkur að félögum sínum, þegar skyldustörfin voru af hendi leyst. Við urðum að læra að gera alt betur en innlendu hjúin — þvl fyrir gat komið, að við sjálfar þyrftum að stjórna einhvern- tíman. Og alt af þurftum við að blanda vínblönduna þeirra, það var ot virðulegt starf til þess, að láta hjúin gera það. Auk þess fengum við aldrei að gera neitt, sem við ekki vorum fullfærar um, að gera á eigin spítur. Hjarðsveinarnir náðu að vísu hestumum okkar og lögðu á þá, en við áttum sjálfar að vera færar um, áð fara inn fyrir girðinguna og snara þá". „Hvað áttu við með því, að snara"?, spurði Sheldon. „Ná þeim, kasta snöru um hálsinn á þeim. Pabbi og Vonn kendú okkur að leggja á þá og rannsökuðu mjög nákvæmlega hvernig við gerðum það. Sama var að segja um skammhyssurnar og riflana. Húskarlarnir hreinsuðu þá og báru á þá feiti, en við lærðum það lika, tál þess að geta séð um, að það væri almennilega gert. Það kom oftar en einu sinni fyrir í upphafi, að ein- bver okkar varð að láta byssu sína af hendi í heila viku, bara vegna þess, að á henni fanst riðblettur. Okknr var kent að kveikja eld í húðarrjgningu. og meira að segja 1 rennblautri spítu, þegar við áðum úti á vlða- vangi — það var allra skemtilegast — auðvitað, að undantekinni málfræði. Við lærðum meira hjá pabba og Vonn, en hjá kenslukonunni. Pabbi kendi okkur frönsku og Vonn þýzku. Við lærðum bæði 'málin ágæt- lega, og kenslan fór aðallega fram á hestbaki eða undir berum himni. Meðan kaldara tímabilið var, komu vinstúlkur mfnar til mfn og dvöldu hjá okkur á Hilo; pabbi átti þar tvö hús, annað niður við sjó; eða við fórum öll til eigna pabba á Puna og eyddum tlmanum með því að róa eintrjáningum og sigla bátum, fiska og synda. Pabbi, sem var félagi 1 hinu konunglega hawajiska káppsiglinga- félagi, fór líka stundum með okkur á kappsiglingar og f langar sjóferðir. Pabbi gat aldrei slitið sig frá hafinu. Þegar eg var fjórtán ára, var eg orðin ráðskona föður míns, og réði ótakmarkað yfir hjúunum, og eg er hreykin af því tímabili í lífi mínu. Þegar eg var sextán ára, vorum við allar þrjár send- ar á kvennaskóla 1 Kaliforníu, en það var móðins og lika mjög óeðlilegt. Heimþráin gagntók okkur! Okkur kom illa saman við hinar stúlkurnar, sem kölluðu okk- ur mannætu-snáða, bara vegna þess, að við komum frá Sandwich-eyjum, og þær voru með dylgjur um það, að forfoður okkar hefðu haft Cook landkönnuð í veizlu- mat — en það er söguleg vitleysa, forfeður okkar höfðu alls ekki búið á Hawaji. Eg var þrjú ár á kvennaskólanum, auðvitað að und- anteknum skyndiferðnm heim við og við, og svo tvö ár í New-York. Svo varð pabbi gjaldþrota á sykurrækt á Maui. Áætlanir verkfræðingsins stóðu ekki heima. Lfka hafði pabbi lagt járnbraut, sem gárungarnir köll- uðu, asnastryk Lacklands — en hún mun samt borga sig áður en líkur. En hún flýtti þó fyrir gjaldþroti hans. Pelálá-náman var síðasta höggið. En þó hefði þetta alt blessast, ef ekki hefði orðið fjárkreppa í New-York. Yeslings pabbil Hann sagði mér aldrei neitt um það, en eg las um gjaldþrotið í blöðunum og flýtti mér heim. Fólk yar þá búið að troða því í mig, að hið cina, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.