Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 2

Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 2
146 F R Æ K O R N bætti eftir fall Napóleons, en vald hans var ekki eins og áður. Árið 1870 fékk páfavaldið aftur stórmikinn hnekki, er hinn ítalski hershöfðingi Caderna fór með her móti Róm, og hinir páfalegu urðu að bera lægri hluta (20. sept. 1870). Það er eftirtektavert, að þessi við- burður gjörðist fáum dögum eftir það, er páflnn lét kirkjufundinn í Róm lýsa yíir, að páfinn væri óskeikuli (21, júlí 1870). Blaðið NewYork Tribune ritaði um þessa viðburði meðal annars eftirfar- andi frásögu: „Páfinn hafði fullvissað fólkið um, að hin heilaga mey mundi ekki leyfa Ítalíumönnum að taka hina heilögu borg, en þeir tóku hana samt; og fyrsta fallbyssuskotið tók höfuðið af St. Péturs-líkneskjunni. Þá fleygði hinn auðtrúa mannfjöldi vopnum sínum og vildu ekki berjast fyrir páfanum lengur. „Undirbúningur var einnig gjörður til þess að halda mikla hámessu í St. Péturs-kirkjunni, en eldingum sló niður i kirkjuna og gjörðu svo mikl- ar skemmdir, að menn urðu að fara ur henni. „En hið merkilegasta var þó það, sem bar við þegar páfinn opinberlega ætlaði að auglýsa kenninguna um sinn eigin óskeikulleika. Hann hafði sett hásætið þannig, að þegar hann settist á það, þá myndu sólargeisl- ar skína gegnum leynilegan glugga og umkringja höfuð páfans með geisla- ljóma, eins og helgan mann, tii þess að lýðurinn gæti séð, að himininn * heiðraði hann og kenningu hans. En þegar tíminn kom, formyrkvaðist sólin af þungum skýjum, þruma gekk yfir hásætið, og elding reif sundur gluggann, sem ætlað var að sólargeisl- arnir mundu hafa skinið gegn um á höfuð páfans“. Hið veraldlega vald páfans er horf- ið, og þó er hann enn voldugur stjórn- ari. í andlegum skilningi ríkir hann yfir meira en 200,000,000 manna, og það er um 1 sjöunda part af öllum mönnum á jörðu. Guðs börn verða að eiga í stríði við þetta vald, þangað til „ííkið, valdið og yfirráðin yfir ölluum .úkj- um, sem undir himninum eru, munu gefin verða hinu heilaga fólki hins hæsta“. Og um það biðjum vér til guðs með heitri bæn: „Komi þitt ríki“, því að guðs ríki er það, sem hinir heilögu munu öðlast. [Framh.j Kenning biblíunnar um skírnina. Eftir J. G. Matteson. VI. [Framh.] Tolf ófróðir lœrisveinar skírðir. Gyðingur einn frá Alexandríu, er Apollós hét, kom til Efesus; hann hafði látið Jóhannes skírara skíra sig.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.