Frækorn - 01.10.1901, Page 8

Frækorn - 01.10.1901, Page 8
152 F R Æ K O R N. af manni, sem lét sín „bráðabyrgð- arlög“ koma í stað vilja þjóðarinnar. Vinstri menn hafa oft verið á móti þessari kirkjuráðstofnun, sem oft sýndi sig harðla ófrjálslega í kirkjulegum málum. Aðfarir hennar í málinu gegn pastor Anton Jensen, Harboeyri, og fleira er enn í fersku minni. 23 mánuði hefur búastríðið staðið yfir. Hvað það hefur kostað Búa í manntjóni er ekki kunnugt, en hvað snertir Breta eru nákvæmar skýrslur til. Bretar hafa alls misst úr stríðinu 71,383 manns. Af þessum eru um 50,000 sendir heim sjúkir eða særðir, og margir af þeim eru auð- vitað orðnir frískir aftur. Um 21,000 eru drepnir í Búastríðinu; af þeim voru 800 foringjar. — Einkennilegar tölur. „Kring- sjaa“ tekur eftir „Frankfurter Zeitung" þessar tölur, sem hér fara á eftfr: 1 X 9 -f 1 = 10 12 X 9 -f 2 = 110 123 X 9 -j- 3 = 1110 1234 X 9+4= 11110 o. s. frv. 1 x 9 -v- 9 = 0 12 X 9 -r 8 = 100 123 X 9 7 = 1100 1234 X 9 6 = 11100 — „Dagskrá 11“ nefnist nýtt blað, sem Sigurður Júl. Jóhannesson er byrjaður að gefa út í Selkirk, Mani- toba. — Professor Koch er farinn að halda því fram, að tuberkulose (tæringí smitti ekki frá kúm til manna. Margir háttstandandi læknar eru samt ekki sammála þessari kenningu, og þeim þykir sennilegast, að hinn mikli vísindamaður sé farinn út i gönur í þessu máli. — Astvaldur Gislason, kandidat í guðfræði, kom með Vestu. Ætlar hann að dvelja í Reykjavík. Til allra lesenda ,Frækorna“. Utg., sem nú er búsettur á Seyðisfirði, biður alla þá, sem skrifa sér, að senda bréf og sendingar með utanáskrift: D. Östlund, Seyðisfirði. Kaupendur í Reykjavík eru beðnir um að snúa sér til herra Jóns B. Jóns- sonar í Aldar-prentsmiðju, ef vanskil skyldu verða á útsendingu blaðsins. HAUKUR HINN UNGI, heimilisblað með myndum, flytur ein- göngu úrvals-sögur og fróðleik, spak- mæli, skritlur og gátur. Kaupið hann, áður en upplagið þrýtur. y^~Gjalddagi ..Frækorna ' er I. okt. FRÆKOKN koma út h. 1. og 15. í hverjum mánuði, kosta hér á landi 1 kr. 50 au., í Vest- urheimi 60 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild nema komin sé til útg. fyrir 1. okt. og úrsegjandi sé skuldlaus fyrir blaðið. Nýir kaupendur og útsölumenn gefi sig fram. Útg. gefur betri sölulaun en önnur blöð gjöra. ÚTO. OG ÁBYRGBARM.: DAVID 0ÍTLUND ALD AR-PRENTSMIÐ JA.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.