Frækorn - 01.11.1901, Qupperneq 1

Frækorn - 01.11.1901, Qupperneq 1
I orn.. 1901. RJSYKJAVÍK 1. NÓVEMBER. 21. TBL. Búa ófriðurinn. Ur „Den kommende Konge“. Eftir: James Edson White. Það hefur lengi verið pólitisk sann- færing Breta, að Engil-saxar væru útvaldir af guði, til þess að verða drottnarar alls heimsins; og jafnvel þó maður verði að játa, að áfengis- bölið og aðrir meinvættir hafl fylgzt með ensku sigurvegurunum inn í hin herteknu lönd, þá ber þó jafn- framt að viðurkenna það, að alstað- ar þar sam hinar brezku hersveitir hafa rutt sór veg, þar hefur gleði- boðskapurinn haft greiðari aðgang, hvort sem vér nú skoðum það sem beina ráðstöfun guðs, mannkyninu til heilla, eða vér að eins þökkum það vilja og tilhlutun Englendinga, eins og þeir sjálfir virðast gjöra. Stríðið i Suður-Afríku hefur tvær hliðar. Árið 1652 stofnaði Indó-hollenzka fólagið nýlendu við Góðrar-vonar-höfða á suðurodda Afríku, er vera skyldi áfangastaður fyrir skip félagsins, víðs vegar á ferðum þeirra milJi Hol- lands og Indlands. 33 árum síðan settust að í nýlendu þessari nokkrir frakkneskir Húgenottar, er flýðu föð- urland sitt fyrir ofsóknum Lúðvíks XIV., sem nam úr gildi Nantes-réttar- botina, er veitti mótrnælendum frið- land á Frakklandi. Þannig blönduð- ust saman hollenzkir og frakkneskir mótmælendur í Suður-Afríku, og því er það, að á meðal Hollendinga þar rekur maður sig á frakknesk nöfn, svo sem Joubert og Cronje. Árið 1806 slógu Englendingar eign sinni á Kap-nýlenduna, án nokkurrar verulegrar mótstöðu, og 1814 var sá eignarréttur viðurkenndur af Norður- álfuríkjunum. Nýlendubúamir í Suður-Afríku (Hollendingar og Frakkar) áttu í sí- felldu stríði við hina innfæddu, og keyrðu þá undan sér norður á bóg- inn; og brátt stofnuðu hinir hol- lenzku Búar (bændur) nýlendu þá, sem nú er nefnd Óraníu-lýðveldi, svo og suður-afríkanska lýðveldið Transvaal. Þangað flutti Páll Krúger (Krúger ríkisforseti), þegar hann var 10 ára gamall, og 4 árum seinna barðist hann við hina innfæddu Zúlúa af engu minni hreysti og harðfengi en landar hans nú gegn Bretum, og voru þó mótstöðumenn hans ferfalt fleiri en liðsmenn þeir, er Wellington

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.