Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 3

Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 3
F R Æ K 0 R N . 163 að máli, þá mundi þoim hafa veitt létt að stilla svo til friðar, að allar nýlendur Suður-Afríku hefðu samein- azt í eitt stórt lýðveldi, enda hefði það verið auðunnið verk, ef Cecil Rhodes og félagar hans hefðu verið eins göfuglyndir og óeigingjarnir eins og Georg Washingt.on var, og hans fylgismenn. En því var ekki að heilsa. — Bræðraríkin Óranía og Ti ans- vaal, er lengi höfðu búizt við ófriði, sameinuðust, og hafa nú í samein- ingu haldið upp heimsfrægri vörn gegn herafla, er nemur 250 þúsund- um manna, þegar með eru taldar hersveitir þær, er settar voru í Kap- nýlenduna, þegar þar fór að brydda á meðhaldi með Búum. Hin einstöku atriði stríðs þessa eru flestum kunnug og afieiðingarn- ar sýnilegar. Saga stríðsins er lær- dómsrík að því leyti, sem hún sýnir hina græðgilegu valdafýsn þjóðanna; og hún sýnir enn fremur þær hvatir, sem ríkin láta stjórnast af, þegar þau eru að hrifsa undir sig eignir lítilmagnanna, eða þeirra þjóðflokka, er mega sín miður en þau, og skifta þeim niður á milli sín, eða að minnsta kosti ná yflrráðum yflr þeim, til þess að draga undir sig verzlun þeirra, en hafa þá að féþúfum, þvert á móti boðum heilagrar ritningar. Saga stríðs þessa er einnig lærdóms- rík fyrir alla þá, er vilja misbeita valdi sínu yflr þeim þjóðflokkum, sem standa á lægra menningarstigi, likt og Búar misþyrmdu Svertihgjunum í Suður-Afríku, sem ekki máttu svo mikið sem láta sjá sig á gangstétt* unum og það var jafnvel skoðað sem vottur um kristilega yfirburði, ef Búi sló Svertingja löðrung fyrir það, að honum varð það á, að ávarpa Búann með „þú“ í staðinn fyrir „herra". f>jóð, sem hefur unnið ranglátt of- beldisverk, má eins búast við refsi- dómi guðs, þótt ekki sé sá fær um að hefna sín, er fyrir rangsleitninni varð. Og þó að stríð og styrjöld leiði af rangsleitni framandi manna í einhverju landi, þá er það engin sönnun fyrir því, að réttlæti og sann gimi sé annars ríkjandi þar í landi. „Með sama mæli og þér mælið öðrum, mun yður aftur mælt verða“. Biblian og vinið. (Eftir J. H. Kellogg, dr. med.) Guðsorði og sönnum vísdómi ber ávallt saman í hvívetna. Ef öðruvísi sýnist, er það sprottið af misskilningi á vitnisburði biblíunnar, eða þá af því, að vísinda-sannanimar hafa ekki verið nógu rækilega brýndar fyrir mönnum. Vísindin segja skýrt og ákveðið, að alkohol sé eitur, hvernig sem ástatt sé og hve mikils eða lít- ils sem af því sé neytt. Dagleg

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.