Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 6

Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 6
166 FRÆKORN. áður en hann byrjar að gerast. Pað er oft þýtt með „ nýju víniu. Þetta svnir Ijóslega, að biblían tal- ar um tvenns konar vín — sætt vín og gert eða áfengt vín. Yér sjáum, að biblían mælir sumstaðar fram með víni en bannar algerlega notk- un þess á öðrúm stöðum. Þetta er mjög eðlilegt, þegar sá skilningur er fenginn, að á þeirn stöðum, þar sem mœlt er fram með víni, er einungis átt við sœtt vín, en við gert eða áfengt vín á þeim stöðum, sem varað er við notk- un þess. (Framh.) Kœrleikurinn og það að „láta brenna sig“. Ameríkönsk kona, Mrs. Leonowens, sem hefur verið kennslukona við hirð- ina í Síam, segir í bók, sem hún hefur skrifað um dvöl sína þar, meðal annars svo frá: Einu sinni spurði konungur hana, hvort hún skildi orðið „kærleikur" (á máli Síamsbúa: maitri), eins og Páll postuli útskýrir það í 1. Korintu- brjefi 13. kap., og hvað Páll ætti við, hvað það væri sem vekti fyrir honum, þar sem hann segir: „E>ó eg bitaði allar eigur mínar og léti jaínvel brenna mig, en hefði ekki kærleikann, væri það mér til einskis gagns. “ Um þetta urðu skiftar skoðanir milli þeirra; en konungur fór að segja henni frá manni, er sér þótti kærleiks- ríkur, og var það álit konúngsins, að þessi maður, sem þó var heiðinn, hafi í sannleika uppfyllt boðorð kær- leikans, og meðal annars gefið allar eigur sínar fátækum. Hálfu ári síð- ar var mrs. Leonowens kveld eitt kölluð á fund konungsins. Hann sat þá í klaustri einu við dánarsæng þessa öldúngs. Fjöldi munka stóð kríngum rúmið, sem með nokkru millibili súngu vers. Á rauðmáluð- um bekk, liðlega 6 feta löngum og 3 feta breiðum, lá gamall munkur í andlátinu og hafði að eins bera bekkj- arbríkina undir höfðinu. Hann var í gulum kufli fornfálegum, hendurn- ar voru krosslagðar á brjóstinu, höf- uðið alrakað, fæturnir berir. Hann leit upp í loftið, virtist vera að hugsa um eitthvað alvarlegt, og enga óró var á honum að sjá. Þegar munk- arnir byrjuðu að syngja, var eins og bros liði sem snöggvast yfir andlit hans, eins og hann vildi skilja hjer eftir ljós góðsemi sinnar og auðmýkt- ar, þó hann færi burt. Hann mælti til konúngsins: Jeg fel yðar hátign fátæklíngana, og það, sem eftir verð- ur af mér, gef eg til að brennast." Smásaman þýngdi honum fyrir brjósti, en allt i einu sneri hann sér að kon- únginum og sagði með mikilli áreynslu: „Nú fer eg burt.“ Munkamir sungu :

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.