Frækorn - 15.01.1903, Qupperneq 1

Frækorn - 15.01.1903, Qupperneq 1
FRÆKORN. HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM ------4--í<--- RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND. 4. árgangur. Seyðisfirði. 15. ian. 1903. 1. tölublað. Gleðilegt ár! Þess óskum vér þér, kæri lesari, og hvernig sern ástatt kann að vera fyrir þér, vitum vér þó, að þú getur fengið gleðilegt, gott ár. Hvort sá, sem nú er fátækur, muni á þessu ári verða ríkur, hvort sá, sem nú er sjúkur, muni verða frískur, hvort sá, sem nú er yfir- gefinn og umkomulaus muni fagna vináttu og hluttöku annara, — það vítum vér ekki; en eitt er samt víst: gott og farsælt ár getum vér fengið — allir. — Þú efast samt um þetta. Þér finnst þig vanta svo margt og þú hafa svo litla von um að geta fengið það. En hvað er þá fólgið í því að fá gott og gleðilegt ár? Það er ekki fólg- ið í því, að hafa auð og eignir, gott hús og heimili, vinnu og krafta til þess að vinna, því að allt þetta á margur maður, en er samt ekki sæll, meðan margir eru til, sem alls eða margs sakna af þessu, en eru sælir þó. Þú veizt, að sæla og farsælt ár hlýtur að vera komið undir öðru en þessu. En hvað er það þá, sem þrátt fyrir allar kringumstæður getur gert árið ný- byrjaða og lífið allt gleðilegt og far- sælt? Það er friður í sál og sinni. Það er fullvissa um barnarétt i guðs ríki. Það er samfélag við fóðurinn á himnum fyrir Jesúm Krist. Það er fullvissa um fyrir- gefningu syndanna. Það er kraftur til guðræk;ilegs lífernis í Jesú Kristi. Og þetta geturþú fengið á þessu nýja ári. Og færðu það, þá verður líka árið í sannleika gott og gleðilegt ár. Slíks árs óskum vér þér, kæri lesari, í nafni drottins vors, hans, sem kom til vor mannanna tilþess »að kunngjöra líkn- arár drottins« og sem vér miðum öll ár við. Mætti sól hans náðar lýsa skært um lög og láð og tendra ljós gleðinnar á hverju heimili og í hverju hjarta! Mætti árið nýja verða oss öllum »líkn aiár drottins« ! (3 <5'£) (ofQ 7sT~ ■—Leitaðu umgengni við guð, þá mun hið illa flýja frá þér. 000 0.00000000000000000000 Gleðilegt ár! — þú andans sól, sem árs-hring byrjar um lífsins stól! Heilaga ljós, sem heyr æ stríð við heljar-veturinn ár og síð! Vor ytri neyð, hún er nætur-ís; en nötri sálin, er dauðinn vís, og nísti helið vorn hjartans pól, þá höfum vér vetur en aldrei sól. Kom því, ó skínandi Ijósanna ljós, og leys vora köldu þjóðlífs rós; markaðu’á skjöld fyrir mannlífs byggð: „Menntun jöfn með frelsi tryggð." Leiftri þau orð þar logandi rauð: „Án lifandi vonar er þjóð hver dauð." Skíni þau orð við alfara-stig: „Elski hver annan meir en sig.“ Skrifaðu’á himin, lög og láð: „Lífið er sigur og guðleg náð.“ M. J. OOOOOQOOQQOQOOOOOOOOOOOO

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.