Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 4
4 FRÆ KO RN. Merkir bindindismenn. i. Næst kristindóminum er bindindismálið vafa- laust eitthvert hið þýðingarmesta mál, sem er uppi í heiminum. Og það er mjög gleðilegt, að mál þetta einnig hefur náð fram til viður- kenningar hér á landi og er orðið að mikils- varðandi þjóðarmáli. Flest öll blöð landsins leggja því liðsyrði, og sum þeirra skifta sér af því með miklum áhuga. Löggjafarþing þjóðarinnar hefur oft sýnt sig bindindismálinu hlynnt, bæði með því að setja ýms lagaákvæði, sem miða að því að takmarka áfengissöl- una , og eins með því að veita Good- templarreglunni styrk af landsfé. Ohætt mun vera að fullyrða, að hin ís- lenzka þjóð sé á góðri leið til þess að losa sig við alla áfengis- nautn. Hvenær hún muni ná því takmarki, er auðvitað ekki hægt að segja, en svo mikið er víst, að útlitið fyrir algjörðurn sigri bindindismálsins er töluvert betra hér á landi en í flestum öðrum löndum í heiminum. „Frækorn" ætla sér framvegis að flytja við og við myndir af merkum bindindismönnum ísl. og stuttlega benda á verk þeirra í þarfir þessa máls. Á þessu byrjum vér nú með því að flytja mynd af séra Birni Þorlákssyni á Dversrasteini. Hér Austanlands mun bindindismálið varla eiga betri talsmann en séra Björn er. Hann er gamall og góður bindindismaður og hefur um mörg ár verið einn helzti forvígismaður bindindishreifingarinnar hér eystra. Seinustu 10 árin hefur séra Björn verið með- limur íslenzku Goodtemplarreglunnar. Hann hefur líka setið á þingi hennar sem fulltrúi af Seyðisfirði. Séra Björn hefur tekið æðsta stig Reglunnar (hástúkustigið) og fylgist með í öllu því, sem félag þeetta gerir til útrýmingar áfengisnautn- arinnar. Starf séra Björns í Seyðisfirði og grennd, til eflingar bindindi, hefur verið svo trútt og áhugamikið, að það hlytur að koma til greina, þegar saga íslenzkrar bindindis- hreifingar verður rit- uð. Mestmegn is fyrir ötulleik hans og dugn- að var það stórspor stigið í hitteðfyrra, að kaupmenn hættu hér við vínsölu. I fyrra safnaði hann í sóknum sínum und- irskriftuni undir áskor-. un til alþingis um aðflutningsbann eða vínsölu- bann. Hverju því máli, sem hann beitir sér fyrir, helgar han alla kratta sína. Hann er einn af þeim, sem er eða er ekki. x. — Hinn mesti lærdómur er vizkan, en mesta vizkan er að vera góður. — Gull þarfnast engrar gyllingar. Heil- agt líf þarf eigi að auglýsa sig. Það þekkist af öllum án þess.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.