Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 5
FRÆKO RN. 5 Köllun Abrahams- (1. Mós. 12.) „Hvern óm mér glöggt að eyrum ber“ ? svo Abram gamli kvað. „Mér finnst sem blítt hann bjóði mér á burt úr þessum stað. „Á burt, á burt nú bú þig skjótt", nú berst mér hlustum að. Þá allt er þögult hér og hljótt eg heyri rödd um kyrra nótt, Hvers rödd, hvers rödd er það“ ? „Það guðs er rödd, er hljómar hér svo hreint og skýrt og snjallt; og boðskap þann hún birtir mér? „Á burt þú halda skalt. Á burt, á burt skalt búast þú, ei betra síðar er : úr feðra húsum flýt þér nú, úr föðurlandi þínu snú; eg annað ætla þér" ‘ „Eg fer, eg fer á burt, á burt sem býður, drottinn þú; eg fer, eg fer, en hvurt, en hvurt skal héðan fara nú"? „Á burt, á burt til betra Iands, þar bjartar heill þín skín, hins fagra, góða frelsisranns. hins fríða, blíða Kanaans, þar blesstin bíður þín". Oss finnst oft loftið þykkt og þungt, og þröngt oss markað svið; en fjörið er svo ferskt og ungt, það fýsir út á við. Á burt, á burt sem fyrst, sem fyrst og flýjum drungaloft; í nýja fegri frelsisvist er fjörið unga tiðum þyrst. Hún bregst þó ærið oft. Vér höfutn stundum byggt oss ból og búizt um oss vel; vér ætlum hér að hafa skjól; þá heljar dynur él. „Á burt, á burt frá blíðum draum", svo boðar dauðinn kalt: á burt, á burt frá gleði' og glaum. eg get ei stöðvað tímans straum; þú héðan halda skalt. 1 fangaklefa krappt er hér, hér köld er vist og dimm; ei þrautaböndin þolum vér, oss þykja forlög grimm. Á burt, á burt", þá hrópar hátt guðs himnesk röddin blíð; „úr fangavist þú flytja mátt, þú fegri stað í vændum átt, þar byrjar betri tíð". Já, þannig raustin drottins dýr við dygga þjóninn kvað, svo hrein og snjöll, svo hvell og skýr: þá hann sig bjó af stað. Á burt, á burt í beíri stað þá bjó hann sína leið; hann iðrast þurfti' ei eftir það, því allt kom fram, sem drottinn kvað; þar blessun dýrst hans beið. Til Kanaans, til Kanaans oss kallar drottinn enn, þess fyrirheitna, fagra Iands; vér flytjum þangað senn, Á burt, á burt! Af stað, af stað! ó stefnum rétta braut, er liggur heim á landið það, og lífsins helgu brunnum að, i drottins dýrðarskaut! V. B.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.