Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.01.1903, Blaðsíða 8
8 FRÆKO RN. farlama, og hefur misst flugfjaðrirnar. En hvíl þig nú. Sólin sem þig dreymdi um, mun einhverntíma nema þig til sín; ef ekki fyrr, þá í þínum síðustu draum- um. XXXIII. Bróðir minn segir við mig: »Þú virð- ist ekki vera ánægður með líf þitt.« »Ónei, það hefur gefið mér lítið í aðra hönd,« svara eg. »Var það nokkuð, er þú hafðir hugs- að þér að vinna?« »Auðs vildi eg afla mér.« »Hvað vildir þú með auð?« »Auðurinn er afl.« »Hvað vildir þú með afl?« »Aflið ræður.« »Hví vildir þú ráða?« »Jú, þá fyrst er maður frjáls og get- ur notið lífsins.« Hann hló. »Að njóta lífsins, er að burtsóa því. Og það hefur þú þegar gjört, bróðir. Hví ert þú þá svo ang- urvær? Hvort unaðarnautnin er nokkru meiri eða nokkru minni, kemur að lok- um í sama stað niður. Utkoman er »núll,« undir öllum kringumstæðum,« Eg malda í móinn og segi: »Mað- ur fær ekki frið til að lifa, því allt lend- ir í umstangi. Lífshugrekki og þrótt verður maður að vinna, vilji maður vera örugg- ur; annars verður lífið sundurlaust og í molum. En þegar lífið er handsamað, þá er Iífskrafturinn þrotinn.« »Maðurinn kann ekki lengur þá list að lifa,« segir hann. »Lífið átti að vera íþrótt, en er orðið að kaupskap. Hug- anum er ekki beint að vinnunni, heldur að því, sem fyrir hana fæst. Og lífs- íþróttin er: að hriísa til sín hinn stærsta vinning fyrir sem allra minnst endurgjald. Og lífið veitir enga þá gleði og fró, er vinna og starfsemi hafa í för með sér, heldur verður það að endalausri ánauð. Því lífsgildi og lífsró getur eng- inn keypt eða fengið með prettum. Og í stað gæfu og gengis verður maður að láta sér nægja með fánýtar gamansemdir. Þú hafðir tilfinninguna fyrir gildi lífs- ins, bróðir minn. Þennan týrandi eld- neista, sem býr í brjóstunum og blossar í sorg og í gleði og fyllir hverja stundu lífs vors með þögulum hátíðleik, — hann hafðir þú, bróðir. Og hann var þér ávallt fullnægjandi, svo að aldrei leið þér svo illa, að þú ekki heldur kysir að lifa. Því þó vér þekkjum lífið sem þrautir eða þægindi, þá er það smáræði á móti því að finna hvað lífið er í raun og sannleika. Þessvegna ættir þú að vera ánægður, bæði með það sem þú hefur hlotið og það sem þú enn hefur. Því jafnvel þótt þú sért veikur, þá viltu samt lifa. Til- gangur þinn var, að njóta lífsins, og það hefur þú gert. Og sá sem nýtur lífsins, getur ekki jafnframt vænzt nokk- urs frekara af því. Þú ert bóndi og ættir því að vita það, að smjör verður ekki búið til úr þeim rjóma, sem búið er að drekka. —Auðmýkt er blóm, sem ekki vex villt, en það verður gróðursett í endur- fæddu hjarta og þróast í ljósi og eftir- dæmi Jesú. BÆKUR. SPÁDÓMAR FRELSARANS og uppfylling þeirra samkvæmt ritningunni og mannkyns- sögunni. Eftir J. Q. Matteson. 200 bls. í stóru 8 bl. broti. Margar myndir. í skrautb. kr. 2,50. VEOURINN TIL KRISTS. Eftir E. Q. White. 159 bls. Innb. i skrautb. Verð: kr. 1,50. ENDURKOMA JESÚ KRISTS. Eftir James White. 31 bls. Heft. Verð: 0,15. HVÍLDARDAGUR DROTTINS OQ HELGI- HALD HANS FYR, OQ NÚ. Eftir David Östlund. 31 bls. í kápu. Verð: 0,25. VERÐI LJOS OQ HVÍLDARDAQURINN. Eftir David Östlund. 88 bls. Heft. Verð: 0,25. HVERJU VER TRUUM. Eftir David Östlund 16 bls. Heft. Verð: 0,10. Til sölu í Prentstniðju Seyðisfjarðar. CD/ni/fiRM HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM, ■ n/tlvV/nllj 24 blöð á ári auk jólablaðs, — kostar hér á landi 1 kr. 50 au um árjð; til Vestur- heims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild, nema komin sé til utg. fyrir 1. okt. og„blaðið sé að fullu borgað fyrir það ar. D. Östlund. útg. Prentsmiðja Seyðisfjarðar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.