Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND. ¦4. árgangur. Seyðisfirði, 30. jan. 1903. 2. tölublað. Hin »hærri kritík« Eftir séra Kunólf Marteinsson. II. Að menn hafi rétt til þess að rann- saka biblíuna eins og hverja aðra bók, hljótum vér að játa. Þótt vér vildum leyna henni fyrir »rannsóknarréttinum«, gætum vér það ekki. Biblían liggur opin fyrir öllum mönnum, og hverjum manni er frjálst að kveða upu yfir henni dóm. En sökum þess hún liggur þannig opin fyrir öllum mönnum, af öllum fiokk- um og með allskonar hugsunarhætti, verða dómarnír margir ranglátir. Þeír verða margir, sem dæma án þess þeir beri nokkra virðing fyrir hinni helgu bók, margir, sem rangfæra og hártoga, margir, sem tæta í sundur af hégómagirni,halda því fram, sem þeim finnst bezt muni sýna hugsunarafi þeirra sjálfra. Að þetta skuli vera svo, er slæmt, en þó óhjá- kvæmilegt, í heimi þessum hínum ófull- komna og syndspillta, þar semjafnvel hið helgasta er af sumum troðið niður í saurinn. Biblían verður því að sæta söniu kjörum og allt annað. Jafnvel hún verður að þola mótmæli og háð. Sann- leikurinn þarf ek"ki að vera hræddur við rannsókn, þrátt fyrir það, þótt oft hafi það komi fyrir, á sérstökum timabilum, að hann hafi verið bældur niður. En yfir höfuð má segja, að því ítarlegri sem rannsóknin er, því minni hætta er sann- leikanum búin; og það eitt er v/st, að sannleikurinn ber sigur úr býtum að síð- ustu. Fyrir framtíðina höfum vér því ekkert að hræðast frá »hærri kritíkinnU; en fyiir þetta tímabil, sem stendur yfir, getur vel verið hætta, sú nefnilega, að menn aðhyllist lygi, vegna þess hún virðist helzt vera ofan á nú sem stendur. Vér verðum allir að vara oss á því, að »laga o:s eftir öld þesssri«. Því sem í dag þykist standa sem sannleikur, verður á morgun ef til vill kastað f eld sem Þratt fyrir allt þetta getum vér ekki lagt fram bann gegn nokkrum manni, sem vill rannsaka. Andi mannsins hlýtur ætíð að vera frjáls. Frjálsræðið er mannsins eign frá upphafi. sú eign frá drottni,sem aldrei verður tekin burtu. Guð vildi heldur láta mannkynið allt falla í synd en taka þessa gjöf frá því. Það sem guð ekki gjörði í fyrstu, þa$ megum vér ekki gjöra nú, þó vér sjáum, að einmitt fyrir þetta frjálsræði falla margir í villu. Svo megum vér ekki gleyma því, að drottinn stendur á bak við rás viðburð- anna í heiminum, að hann framieiðir gott jafnvel af hinu illa. I hans hendi verður : »hærri kritíkin« efiaust til þcss að leiða í Ijós einhver sannindi, sem áður voru hulin eða fram hjá var geingið. j Ekki verður þvi' heldur neitað, að í | sarnbartdi við biblíuna er margt, sem nauðsynlegt er að rannsaka, margt sem þarf að skýrast, margt, sem hinn óþreyt- andi mannsandi getur réttílega glímt við. En að þetta sé unnið nær því eingöngu af mönnnm hinnar »hærri kritíkar«, eins ! og fraldið er fram af þeim, sem mælt ! hafa með þeirri stefnu friti á íslenzku,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.