Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 4
12 FRÆKO RN. Lúther og heilbrjgðin —o — Lúther var tnikilmenni í fleiru en einu. Ekki kemur það minnst fram í afstöðu hans í heilbrigðismálinu. Fyrir Lúthers daga var það talið gott að skifta sér sem minnst af líkama sín- um og þörfum hans, Saga kaþólsku kirkjunnar ber þess ljósan vott. Það mun t. d. vera full ástæða til að trúa þv(, að »höfðingi« Jesúítanna, Igna- tíus Loyola, var vanur að gangaá óhrein- um, útslitnum skóm, að hann aldrei setti greiðu í hár sitt, heldur lét það flókna saman eins og það gat; að hann aldrei htcinsaði neglur sínar o. s. frv. Annar helgur maður var svo ákafur í guðrækni sinni, að seinast vorn komnar 300 bætur á buxurnar hans. og þegar hann dó, voru þessar buxur hengdar upp, öðrum til eftirbreytni. Sankti Franz, sem stofnaði Francisk- ana-regluna, hafði sjálfur upplifað þetta, og hafði því persónulega reynslu fyrir, að maður væri minna plágaður af freist- ingum hins vonda í slíkum buxum, heldur en í heilum og hreinum buxum. Um einn helgan mann er sagt, að hann hafi þjónað guði á þann hátt, að menn gætu fundið lyktina al honum svo sem fjórðung mílu. Svo. óhreinn var hann. Þær eru ekki fáar, sögurnar um það, að helgir menn gátu fælt ljón og önnur villidýr. — Ætli skýringin sé ekki þessi: Ólyktin af þeirn var svo megn, að dýrin þorðu ekki að eiga við þá ÞegarLúther brenndi bannsetningarbréf páfans og reif sig lausan frá albi and- j legri harðstjórn, varð þetta til þess, að milljónir manna byrjuðu að hugsa með viti og nota sansana Móti skæðum veik- indum fóru menn að nota annað en sær- ingar og þvílíkt; menn fót u að skilja, að það væri affarasælla að gæta heilbrigðis- reglnanna. Það, sem óæðri kennarar héldu fram, sem sé, að sjúkdómar væru sendir af forsjóninni og væru annaðhvort að skoða sem »tyftandi náð« ellegar þá sem »re ði drottins*, cf þeir væru ekki sendir af íllum öndum — , — allt þetta fór meira og meira að ganga úr gildi. Margt er til eftir Lúther, sem vitnar um, hve skarpskyggn hann hafi verið í heiisufræðilegu tilliti. I »Borðræðum« hans er margt gullkorn, og skal eg hér setja eitt og ar.nað úr beim: »Beztu da'arnir voru dagarnir fvritf ftóðið. Þá lifðu menn lengi. Þá átu menn ekki um skör fram, . . . og hin ftíska, kalda uppspretta lífgaði þá; vatn hennar möttu þeir meir en fínt vín.« »A hverju höfðu forfeður vor>r annars þörf meiri en á ávöxtum? . . . Og ekki trúi eg því, að Adam fyrir fall sitt liafi haft lyst é kjóti uxans.« »Það er ekki sagt, að vér eigum að eta allt, þótt guð hafi skapað það. Avextirnir voru skapaðir mönnum og dýrum til fæðslu, en dýrin til dýrðar og vegsemdar drottni.* ♦ Svefninn er verk náttúrunnar o<s til mesta gagns og viðhalds heilbrigðinna-. Eg þekki varla nokkra meiri skapraun en þí, að vek|a mig snögglega, þegar eg s<*f sem bezt. Mér er sagt, að á Italíu sé það siður að pína menn me 5 því að ræna þá svefninum. Það er þó plága, sem eg vona, menn ekki lengi vilja líða « »Þegar eg var sjúkur í Schmalkalden, gáfu læknarnir mér svo mikið af meðul- um, eins og eg hefði verið uxi. Guð hjálpi þeirn, sem áaðxeiðasig á læknana í einu og öllu nú á dögum! Sleðul eru guðs gáfur, eg skat ekki neita því. Heldur ekki vil eg segja, að engir læknar séu til, sem nokkuð viti. En það segi eg: Takið þá beztu af þeim, og hversu langt eru ekki jafnvel þessir frá þvf að vera fullkomnir? Nei, það bezta verður víst að lokum það, að maður sjálfur hfir eftir lögum heilbrigðinnar og kemst hjá því að verða sjúkur. Það kemur fyrir að eg verð lasinn, en þá fer eg snemma að hátta og er varasamur með það. sem eg borða, og svona verð eg bráð’ega góður aftur. Mikið þýðir það, að sinnið fái ró. I.æknarnir mega gjarnan hafa sínar kenningar fyrir sig, en þeir mega ekki ímynda sér, að eg verði þræll í þeirra höndum, til þess finna þeir upp allt of marga vitleysuna.«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.