Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 7
FRÆ KQ R N .ú ...... 15 sterku andlitsdráttunum. sem ber vott um, að hann hafi fórnað lífinu. Og hann varð mér nýtt umhugsunar- efni. Nýtt og hátíðlegt. Maður 1 frái göfgari og stærri samtíð ; maður sem lifir lífi í alvöru. Engin þörf á því . —o— í stórri miðdegisveizlu var mikið drukk- ið af víni. íMaður bauð lítilli stúlku, sem einnig vár þar, glas af vi'ni; hún vildi það ekki. »En skipaði ekki Páll Timóteusi að neyta lítiis víns sökum maga síns?« ' spurði maðu-inn og gerði sig rnerkilegan. »Það getur verið«, svaraði stúlkan, »en eg hef ekki illt í maganum.» • ©'{JO « • NEISTAR —Það er til einskis að skifta um trúarskoðanir, ef ekki trúarskoðanir þín- ar breyta þér. —Það er betra að ganga einn götu réttlætisins, en að hafa fylgi fjöldans í því, sem iHt er. —Það er eítt, að dást að Jesú, en annað að eiga hann fyrir frelsara. ■ ■■©»£>» vo©- BARNAHUQSUN. Eg geng um kvöld, er sólin signir lönd og svalur andi leikur mér um kinnar, eg finn það glöggt, að guðleg náðarhör.d mér götu bendir heim til dýrðar sinnar. Eg óska’ að synd mig aldrei bindi’ í bönd, né blindað geti augu sálar minnar. svo gieymi’ eg því, að guðleg náðarhönd mér götu bendír heim til dýrðar sinnar. HITT OQ bETTA , FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í REYKJAVÍK. í síðastkomnum blöðum „Þjóðv."er svo frá sagt: „Eftir háváðasamasafnaðarfundi og gauragang mikinn, þá hefur nú niðurstaðan orðið sú, að söfnuðurínn hefur, nálega í einu hljóði, sagt presti sínum, síra Lárusi Halldórssyni, upp prestsþjónustunni, með misserisfyrirvara, svo sem reglur safnaðarins mæla fyrir um. Séra Lárus Halldórsson hefur á hinn bóginn ekki haft skap til þess, eftir það, sem á undan var gengið, að halda áfram prestsverkum hjá söfn- uðinum, og hefur því-sagt honum upp prests- þjónustu sinni fyrirvarálaust, og með þeim ummælum, að hann „afhendi" liann aftur þjóð- kirkjuijni." Söfnuðurinn hefur nú ráðið séra Olat Ólafsson frá Arnarbæli fyrir prest, mann, sem mun vera heldur þjóðkirkjulegur í anda. Að minnsta kosti hefur hann til skamms tíma verið það. Pangað til hann fær konunglega staðfestingu, framkvæmir dómkirkjupresturinn í Reykjavík prestsverk fyrir söfnuðinn. < Saga þessa fríkirkjusafnaðar í Rekjávík hefur að líkindumsannfært jafnvel séra Lárus Halldórs- son um það, að fríkirkjuhreifingin íslenzka er ekki eins göfug, trúarleg hreifing, eins hann áður hefur haldið. Fríkirkjumenn hafa Víst enga ástæðu til að kasta steini á þjóðkirkjuna, fyrst ástandið hjá þeim sjálfum er, eins 'ög það er. Það hlýtur að vera raunalegt fyrir séra Lárús, sem er orðinn þreyttur í stríði og starfi fyrir frikirkjuhugmynd sinni, að sjá þetta sitt kærasta lífsstarf fara sér svo hrapallega úr hendi. MÁLFUNDUR uin vínsölu- eða aðflutnings- bann var haldinn i Reykjavík í síðastliðnum mánuði af kjósendum á 4. hundrað að tölu, og var samþykkt eftirfarandi fundarályktun af öil- um þorra fundarmanna gegn 9—10 atkv.: „Fundurinn tjáir sig því rúeðmæltan, að að- flutningsbann sé leitt í lög jafnskjótt sem fyrir því er fengið fylgi mikijs meiri hluta þjóðar- innar." Um afstöðu höfuðstaðarins í þessu mikils- varðandi máli þarf því enginn að efast. Og meir en líklegt er það, að söm verði stetnan um land allt. BARNASKEMMTUN. 13. þ. m. buðu konur hér á Seyðisfirði flest öllum börnum bæjárins á skemmtun í Bindindishúsinu, og þótti mesta unun að sjá þennan fagra hóp gleðjast og leika sér um hin tvö jólatré, sem þar voru. Svo var börnum veitt ýmisl.góðgæti. - í öðrum kaupstöð- um landsins hafa líkar skemmtanir einnig verið haldnar. I Reykjavík, þar sem Hjálpræðisher- inn hefur bólfestu, er honum jafnaðarlega þökkuð skemmtunin, en auðvitað kostar hann hana ekki, og víst er það, að væri hann ekki til, mundu slík góðverk verða þar framkvæmd eins fyrir því, þótt ekki væri nema í nafni almennrar mannúðar og óbrotins kristindóms.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.