Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 8
FRÆKORN 16 GOODTEMPLARA-STÚKAN ALDARHVÖT hélt-sunnudaginn 18. þ. ín. — vigsluhátíð hins nýja fundarhúss, sem stúkan hefur komið sér upp á Búðureyri hér i kaupstaðnum. Voru margir reglumenn boðnir til þessarar samkomu. Alls munu nálægt 100 manns hafa verið við. Var öllum veitt chokoladi, kaffi og kökur — allt á kostnað stúkunnar, Ræður voru fluttar og kvæði sungin, þar á meðal eftirfarandi,sem orkt var af Pétri Sigurðssyni: . Nú gleðjist gumar snjallir á góðri heillastund. Vér bræður erum allir, sem eigum þenna fund. Vor fylking frani skal herja og frækna sýna vörn, sannleik tryggðir sverja sömu móður börn. Hátt vér hefjum merki, höldum rétta leið. Ef s'ýnum vilja’ í verki, verður brautin greið. Senn þann sigur hljótum, sem vér höfum þráð: vínsins viðjar brjótum, vort er spenna láð. „Aldarhvöt" hin unga! æ þitt vaxi hrós! Gegnum deyfð og drunga, djarft þitt skíni Ijós! Herrans hönd þig leiði, hús og bræðra lýð blessun yfir breiði bæði fyrr og síð. Húsið er mjög vel fallið tíl fundarhalda, og það er stúkunni til sóma að hafa komið því upp, jafn fámenn og hún er og flestir með- limir hennar félitlir menn. £jóðmæli eftir Matthías Jochumsson, I. bindi, 300 bls., með tveim myndum af skáldinu. Bókin kostar: Fyrir áskrifendur að öllu safninu (4 binduin): Ib. í skrautbandi 3 kr Heft 2 kr. í lausasölu: Ib. í skrautbandi 3 kr. 50 au. Heft 2 kr. 50. au. Fást hjá útg., D. Östlund, Seyðisfirði og hjá bóksölunum kring um land. Gott boð. Stórmerkileg sögubók eftir frœgan norskan höfund, verð í Noregi kr. 1,80, fæst á íslenzku ókeypis. Þetta þykir ótrúlegt, en er þó satt. - Nýir áskrifendur að Frækorn, IV. árg., 1903, sem senda borgun fyrir blaðið ti! undirritaðs út- gefanda fyrir 15. april næstkomandi, fá ekki einasta blaðið allt árið, heldur líka, senda sér með 1. ferð í vor, hina stórmerkilegu bók: „Týndi faðirinn“ eftir Árna (iarbor*. Bók þessi er vandlega þýdd úr nýnorsku. Útgáfa hennar vönduð og lagleg. Pappír fínn og prent skýrt. Mynd af höfundinum fylgir. Hér er því ekki að ræða um lélega kaup- bætisskruddu, eins og sum dagblöð bjóða nýjum kaupendum, heldur um fyrirtaks rit- verk, sem allir geti haft gagn af að lesa. Upplagið er lftið, en eftirspurnin verður að líkindum mikil. Því eru menn hvattir til þess að nota tækifærið sem allra fyrst. Seyðisfirði 31. des. 1902, David Östlund, adr. Seyðisfirði. BÆKUR. SPÁDÓMAR FRELSARANS og uppfylling þeirra samkvæmt ritningunni og mannkyns sögunni. Eftir J. G. Matteson. 200 bls. stóru 8 bl. broti. Margar myndir. I skrautb kr. 2,50. VEGURINN TIL KRISTS. Eftir E. G. White. 159 bls. Innb. i skrautb. Verð: kr. 1,50. ENDURKOMA JESÚ KRISTS. Eftir James White. 31 bls. Heft. Verð: 0,15. HVÍLDARDAGUR DROTTINS OG HELGI- HALD HANS FYR OG NU. Eftir David Östlund. 31-bIs. í kápu. Verð: 0,25. Tll sölu í PrentsmiÖju Seyðisfjarðar. PR Æl/nRN HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM, rn^Livunn, 2A bl6ð á ári auk jóiabiaðs, - kostar hér á landi 1 kr. 50 au um árjð; til Vestur- heims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn' ógild, nema komin sé til utg. fyrir 1. okt. og.blaðið sé að fullu borgað fyrir það ár. D. Östlund. útg. Prentsmiðja Seyðisfjaröar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.